Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1968, Qupperneq 60

Læknaneminn - 01.12.1968, Qupperneq 60
60 LÆKNANEMINN á 10.-12. öld, en minnst á 17. öld og, að mikil lengdaraukning- hefur orðið eftir miðja 19. öld. Að loknum flutningi erindisins svar- aði prófessorinn mörgum spumingum fundarmanna. Itynningarkvöld. 1 síðustu viku nóvembermánaðar var efnt til þriggja kynningarkvölaa með fyrsta árs nemendum og ráðgefandi mið- og síðasta hluta nemendum. Fundasóknin var misgóð á báða bóga, en vonandi hefur greið'zt úr mörgum vandamálum og svör fengizt við mörg- um brennandi spurningum og æskilegt er, að þessir fundir verði upphaf meiri kynna fyrsta árs nemenda og eldri læknanema. Fundur í F.L. 12. des. 1968. Fundarefni: Symposium um sykur- sýki. Formaður félagsins setti fundinn og bauð velkominn revisor fundarins, Þóri Helgason, lækni. Fyrstur ræðumanna var Guðmundur Viggósson, sem skýrði frá anatomiu briskirtilsins, en síðan ræddi Ingimund- ur Gíslason um lífeðlis- og lífefnafræði sjúkdómsins. Þá talaði Kristján Sigurðs- son um hina meinafræðilegu hlið sykur- sýkinnar, og að þvi loknu var gert fundarhlé, sem notað var til kaupa á nýútkominni Ijósprentun Læknanemans. Þegar fundarmenn voru seztir aftur, tók Jakob Hlfarsson til máls og ræddi um einkenni og greiningu sykursýk- innar og gat einnig um orsíikir, tíðni og flokkun hennar. Síðasti framsögumaður kvöldsins var Magnús Jóhannsson, sem talaði um með- ferð og horfur sykursýkisjúklinga. Revisor lýsti ánægju sinni með val á fundarefni og bar lof á framsöguer- indin og ræddi um þau. Hann talaði einnig um mikilvægi þess að greina sjúkdóminn þegar á byrjunarstigi og helztu rannsóknir til þess. Hann ræddi síðan á myndríkan hátt tilgátur um orsök sykursýkinnar og samband sykur- og fituefnaskipta, sem fundarmönnum þótti mjög athyglisvert. Að lokum svar- aði revisor nokkrum fyrirspurnum. V.Þ. Iþróttir. Iþróttalíf læknanema stendur með miklum blóma, sérlega ef litið er nokk- ur ár aftur í tímann til viðmiðunar. Munu vera margir vaskir íþróttamenn innan deildarinnar og sífcllt virðist skilningur læknanema á gildi íþrótta fara vaxandi. Tvö skólamót hafa verið haldin á haustinu. Annað í knattspyrnu og hitt í handknattleik. Bjuggust margir við sigri læknanema í þeim mótum, en svo bregðast krosstré sem önnur tré, og töpuðu bæði liðin í úrslitalcikjum með litlum mun. Einkum urðu handknatt- leiksmenn deildarinnar sárir yfir úr- slitum, þar sem þeir höfðu bæði unnið keppni þessa í tvö undanfarin ár, og einnig sigrað lið verkfræðideildar, sem varð sigurvegari, fyrr í keppninni með yfirburðum. - Einnig hafði verið búizt við miklu af köppum þeim, sem Glas- gow gistu s.l. sumar, en þeir mynduðu kjarna knattspyrnuliðs deildarinnar. Höfðu menn heyrt og lesið af þeim miklar fræknisögur, en allt kom fyrir ekki. Þeir töpuðu fyrir lagakrókum í úrslitaleik eftir sögulega viðureign. Verðum við að vona, að betur gangi á næstu árum að verja heiður deild- arinnar. P.E. Vísindaleiðangur 1968. Félag læknanema hefur ávallt leitazt við að aðstoða læknanema til þess að svala fróðleiksfýsn sinni með ýmsu móti. M.a. hefur félagið staðið fyrir vís- indaleiðangri á hausti hverju og hafa menn þá „visindazt" í grið og erg, hver á sinn hátt. Áhugi læknanema á þessum ferðum hefur þó hingað til verið mis- jafn, og hefur ýmsu verið borið við. Ekki er þó unnt að kvarta yfir áhugaleysi læknanema á vísindum þetta árið, því að milli 140 og 150 áhugasamir létu skrá sig á lista, sem látnir voru ganga til könnunar vísindaáhuga læknanema. Varð því að skipta hópnum í tvennt, til þess að unnt væri með góðu móti að fylgjast með því, að vísindaiðkend- urnir sökktu sér eklti svo djúpt niður í tilraunir, að þeir gleymdu stað og stund og yrðu „uppnumdir", eins og komið hefur fyrir. Eftir japl og jaml og fuður var ákveðið, að læknanemar á fyrsta ári skyldu fara sér i hópi. Þótti ekki ráðlegt að gefa svo stórum hópi (60 manns) í einu innsýn í vísindaat- hafnir eldri og reyndari manna deild- arinnar. Enda kom í Ijós, að þeir reynd- ust miklum mun jarðbundnari og síð- ur hætt við aö gefa sig á vald „anda vísindanna". Hinn 22. nóv. 1968 kl. 13.30 var svo haldið af stað frá háskólatröppum, og voru þar á ferð eldri menn deildarinnar uppfullir af vizku og nestaðir til vís-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.