Læknaneminn - 01.12.1968, Blaðsíða 61
LÆKNANEMINN
61
indaleitar. Ekið var í suðurátt og eigi
stanzað fyrr en á Keflavikurflugvelli.
Höfðu menn þá uppfyllzt slíkum vís-
indaanda, að þeir hræddust eigi, þegar
inn í bifreiðina sté dáti nokkur snurfus-
aður og burstaður eftir öllum kúnstar-
innar reglum. Átti sá að fylgja liðinu
inn í hreinsunareldinn, sem fara þurfti
í gegnum, áður en vísindanna mætti
njóta. Leiddi dátinn flokkinn inn í sam-
komusal einn, og stóðu þar upp aðrir
dátar í ýmsum tegundum einkennisbún-
inga, héldu tölur og sýndu myndir máli
sínu til skýringar. Er þeir höfðu lokið
sér af, buðust þeir til þess að svara
spurningum hinna fróðleiksfúsu lækna-
nema. Var þá ekki að sökum að spyrja,
að spurningaflóð dundi yfir þá, og áttu
þeir í vök að verjast og visuðu síðast
hver á annan, þar til einum datt það
snjallræði í hug að tilkynna, að lækn-
ar vallarins biðu með öndina í hálsin-
um eftir flokknum. Var þá hópurinn
leiddur að sjúkrahúsi staðarins og var
það því næst skoðað með aðstoð lækna
staðarins undir stjórn yfirlæknisins, sem
Rudinger nefnist. Var þar ýmislegt fróð-
legt að sjá, og spurðu menn í sífellu
um hitt og þetta. Að yfirlitsferð lokinni
gafst mönnum svo kostur á að heyra
af segulbandsspólum brot úr fyrirlestr-
um færustu sérfræðinga Bandaríkjanna
í læknisfræði. Þótti mönnum þetta fróð-
legt mjög og ekki hvað sízt þótti mönn-
um koma til ýmissa hljóða, sem heyra
mátti af spólunum, t.d. hósta og soga
barns með kíghósta og ýmissa hjarta-
hljóða. Varð mönnum hugsað til
kennslutækjaskorts læknadeildarinnar.
Aðspurðir kváðust Rudinger og hans
læknar fúsir til þess að spila þessar
spólur í Reykjavík og flytja með þeim
skýringar, ef þess væri beiðzt. Lauk svo
sjúkrahúsvist þessari með diagnosu
snjöllustu manna deildarinnar á einum
lækninum, en hann reyndist að þeirra
dómi haldinn thyrotoxicosis. Spunnust
út af þessu nokkrar umræður, sem hinir
fávísari hlustuðu á með lotningu og
forundran yfir speki hinna vitru manna.
Að lokum var hópurinn talinn orðinn
nægilega þyrstur til þess að geta notið
þess, sem á „útlenzku" er kallað ,,re-
freshment". Samanstóð það af brauði
með alls konar áleggi, sem skola átti
niður með dýrum veigum. Þurfti ekki
að segja mönnum tvisvar, hvað gera
skyldi, og bar ekki á öðru en að menn
yrðu „refreshed" eftir erfiði dagsins.
Læknar staðarins gengu milli speking-
anna, og voru þeir ósparir á upplýsingar
um eitt og annað viðvíkjandi lækna-
vísindunum.
Er menn höfðu dvalizt þarna drykk-
langa stund í góðum fagnaði, stóð upp
„Commander" Russ og bað menn vel
njóta þess, sem á borðum var, og þakk-
aði komuna. Varla hafði hann sleppt
orðinu, er upp stóð Edda Björnsdóttir,
form. Fél. læknanema, og þakkaði mót-
tökurnar. Mælti hún á tungu hins fyrr-
nefnda og mátti vart á milli greina,
hvort betur talaði málið. Var að þessu
gerður góður rómur, og að því búnu
var ráðizt til heimferðar.
Kom í ljós, að menn höfðu nestað sig
vel til heimferðarinnar og var því áð
öðru hverju mönnum til hugarhægðar.
Þess á milli sungu menn við raust og
skemmtu sér. Var svo rennt í hlað laust
eftir kvöldmatarleytið og fara spurnir
af því, að andans gnægð margra hafi
verið slik, að vísindaiðkunum hafi verið
fram haldið fram að háttamáli.
Ferð þessi var í flesta staði hin
ánægjulegasta, en sá Ijóður var þó á
ráði, að sumir yngri menn höfðu orðið
of uppfullir af andanum, og gátu eigi
hamið hann sem skyldi. Hlutust af þessu
nokkrar skemmdir.
Hinn 26. nóv. 1968 var svo haldið af
stað með nær 60 manns af fyrsta ári
og gekk sú ferð á flestan hátt mjög
svipað fyrir sig og hin fyrri. Var það
þó mjög áberandi, hve fyrsta árs menn
voru á allan hátt jarðbundnari, eins og
áður var getið, og minna fyrir það
gefnir að gleyma sér við andlega iðju.
Þrátt fyrir það reyndist ferðin hin
skemmtilegasta á allan hátt og voru
menn léttir í skapi, þegar heim var
komið. P.E.
LEIÐEÉTTINGAK
1 síðasta blaði urðu þau mistök, að
fyrirsagnir við minningargreinar um
próf. Guðmund Thoroddsen og Vigni
Georgsson, stud. med. hljóðuðu „in
memorian“ í stað „In memoriam“.
Læknaneminn biður alla viðkomandi af-
sökunar á þessum leiðu villum.