Læknaneminn - 01.07.1973, Page 5
LÆKIVANEMINIV
F orsíðan
Forsíðan er teiknuð af Ólafi H.
Torfasyni. Hann fékk frjálsar
hendur við gerð hennar. Ólafur
segist tileinka hana þeirri einustu
lsekningaraðferð sem hann viður-
kennir nothæfa, vatnslækningum,
útvortis og innvortis við öllu. ÓI-
afur vinnur nú að grein urn vatns-
laekningar fyrir blaðið sem mun
hirtast í einhverju af næstu blöð-
um.
Ritnefnd
Ottarr Guðmundsson ritstjóri og
ábm., s. 10546
Helgi Kristbj arnarson, s. 13495
Anna Björg Halldórsdóttir,
s. 50753
Vésteinn Jónsson, s. 50432
Einar Brekkan, s. 17592
I Ennþá vantar ritnefndarmann af
fyrsta ári)
L.jnrmáí annast
Jónas Franklín, s. 81331
th’eifhif/
Sigurjón Sigurðsson, s. 43019
tiifilfisingur
Jón Bjarni Þorsteinsson, s. 85404
Prentun
Prentsmiðj an Hólar
Leiðari
Stefnan mótuð og tekið af stað. Breytingar útskýrðar og
varðar. Yfirlýsingar og hnútur. Hvað er eiginlega á seyði?
Fóstureyðingar
Þessi greinaflokkur er unninn upp af ritstjórn, í honum
reynum við að gera grein fyrir núverandi ástandi í fóstureyð-
ingarmálum, cg ræða hvað betur má fara. Greint er frá tillög-
um að nýjum lögum um fóstureyðingar, sem lagðar verða
fyrir næsta þing, og rætt um aðferðir til fóstureyðinga, áhætlu
o. fl. Þá er rælt um hinn kcstinn þ. e. að eiga börn, grein er
um kirkjuna og fóstureyðingai o. fl. eg fl.
Rauðir hundar á Islandi
Skýrsla rannsóknarnefndar um rauða hunda, eftir Helgu
Ögmundsdóttur og Harald Tómasson.
Frá deildinni
Upplýsingar um það helzta sem hefur gerzt í læknadeild
uppá síðkastið. Yfirlit yfir fundi fyrir þá sem aldrei nenna
að mæta og fleira.
Meiningar
Nýr þáttur í blaðinu. Nokkurs konar bréfadálkur. Vettvang-
ur þeirra óánægðu. Skelfir kennara, þarna geta menn komið
öllu sem þeir vilja á framfæri.
S júkratilfelli
Gamall og gróinn þáttur í blaðinu. I þessu blaði kemur
sjúkratilfellið frá læknunum á Landakoti, Sigurgeir Kjartans-
syni og Birni Guðbrandssyni.
Nýjungar í faginu
Annar nýr þáttur. Við báðum nokkra lækna að benda okk-
ur á eitthvað skemmlilegt. Við þýddutn svo þessar greinar. í
þessu blaði er rætt um Leukemiu og miðtaugakerfið, ný við-
horf í þvagfærasýkingum, Adrenerga nefdropa.