Læknaneminn - 01.07.1973, Side 7
Eftirfarandi tilfelli var á Landakoti s. I. sumar og
var í mörgu athyglisvert.
Skýrslan er gerð stutt og reynt að fylgja aðalat-
i'iðum. E. S., drengur f. 25. maí 1966. Kom inn á
Landakotssjúkrahús þ. 30. ágúst 1972.
Forsaga: Frumbernska eðlileg, dálítið fíngerður,
ekki hvellisjúkur. Fyrir 2 árum glcmerulonephrit og
recurrens einu sinni síðan, en við skoðun 2 mánuð-
um fyrir innlagningu var þvag eðlilegt og heilsufar
sjúklings eðlilegt. Nýrnamynd hafði verið tekin og
var eðlileg. Drengurinn var hjá ömmu sinni í þorpi
uti á landi og veiktist 28. ágúst 1972, með verk í
kvið. Var lagður inn á sjúkrahús staðarins, og var
gerð á honum appendectomia. Fljótlega eftir aðgerð-
ina kom í ljós, að eitthvað hafði farið úrskeiðis, hit-
inn var hár, hann kastaði upp, kviður var spenntur
og ástand talið benda til að um peritonitis eða intra-
abdominal complication væri að ræða. Sjúklingur
fékk á sjúkrahúsi staðarins, penbritin og orbenin,
hvorttveggja parenteralt og i. v. vökva, en þar eð
sjúklingur var mjög fölur, jafnvel cyanoliskur og
ástand virlist fara versnandi, var viðkomandi lækni
ráðlagt að senda hann flugleiðis til Reykjavikur.
Við komu á sjúkrahúsið 30. ágúst 1972, kl. 10,30,
var mest áberandi: Hiti 40, öndunarlíðni 50, púls
130/mín., mjög sljór, tekinn. Actio cordis var 130 og
tensio 115/65 og kviður mjög spenntur. Um eymsli
var erfitt að segja vegna sljóieika sjúklings. Hlustun:
Algjör þögn, mikið distenderaður en um massa var
erfitt að segja. Sjúklingur var ekki hnakkastífur.
Rannsóknir, sem gerðar voru strax þá, sýndu
hæmogl. eðlilegt. Sökk 2 mm., leucocytar 13,900,
segment 53, lymfocytar 24%, monocylar 6, stafir 12
og 5 eosinofili. Blóðchemistry: Kalium 4,7, bicar-
bonate 18. Leucocytum hafði fjölgað skömmu eftir
komu á sjúkrahúsið, upp í 23,400.
Siguryeir Kjtirtansson
Björn Guðbrandsson
Diagnosa við komu var: Ileus causa incerta.
Strax við komu var sjúklingur settur á electrolyta-
upplausn. Hann fékk i. v. antibiotica og var settur í
súrefnistjald eftir að hann hafði verið flokkaður.
Nóttin var mjög stormasöm, hann fékk krampaköst
2var sinnum og ástand virtist fara mjög versnandi
eftir sem á leið nóttina og endurteknir electrolytar
um morguninn, sýndu hækkun á kalium, en chlor.
og natrium var verulega lækkað og var sjúkl. því
undirbúinn undir aðgerð um hádegi 31. ágúst 1972.
Til viðbótar má geta þess, að Rtg.-mynd af abdomen
sýndi fjölmargar þandar garnalykkj ur, einkum í
vinstra efra quadranti, með loftvökva-borðum í á víð
og dreif.
Hér er lokið fyrra þætti þessa tilfellis.
Svar á bls. 25.
The neurotic builds castles in the air. The psycho-
path lives in ihem. The psychiatrist charges the rent.
A psychopath thinks that 2—j—2=5 and couldn’t
care less.
A neurotic knovvs that 2—[—2=4 and worries about
it day and night.
Dear doctor!
I am having a great deal of troubie wilh my hus-
band. I think he is sex mad. It does not malter where
we are, he’s always after me. Is it normal ?
Your sincerly
(Mrs.) J. Randy.
P.S. Please excuse the wiggly writing.
læknaneminn
3