Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1973, Blaðsíða 11

Læknaneminn - 01.07.1973, Blaðsíða 11
2) Yfirvöld reyna ekki að hafa vit fyrir konum með valdboöi í öörum málum, sem varða lífsham- ingiu þeirra. Til dæmis leyfist konum aö giftast drykkjumönnum, þótt það kunni aö valda þeim ó- hamingju síðar. Þaö er því í ósamræmi viö heildar- viöhcrf löggjafans aö vilja hafa vit fyrir konum í þessu eina máli. 3) Ef yfirvöld vilja Iryggja fólksfjölgun í land- inu, ættu þau líka aö banna getnaðarvarnir. 4) Yfirvöld geta því aöeins rekið réttar fósturs- ins, að það hafi einhvern rétt. En hvað er fóstur? Við getum í grófum dráttum sagt, að þrjár stefnur séu ríkjandi með tilliti til skoðana um það hvei'íiig skil- greina skuli fóstur: Líf frœðikenningin Samkvæmt henni er því annars vegar haldið fram, að þegar egg og sæði sameinast og mynda okfrumu, sé orðin lil líffræðileg eind, sem hafi til aö bera alla þá líffræðilegu stofn-eiginleika, sem einkenna þenn- an ákveðna einstakling. Niðurstaðan er sú að fóstur sé maður. Á hinn bóginn er því haldið fram á móti, að ckfruma sé jafn skyld manni og egg fugli, að vísu hljóti maðurinn að eiga upphaf sitt i okfrumunni, en að gera þeim jafnt undir höfði sé fáránlegt. Fóstrið sé algerlega háð líkama móðurinnar og verði því að teljast sérstakur hluti hennar. Þróunarkenningin Þeir sem flokkast undir þennan skóla teygja sig gjarnan aftur fyrir getnað og spyrja hvort egg og sæði séu ekki alveg eins miklar manneskjur og ok- fruma eða fóstur á frumstigi sínu, þegar það líkist fyrst plöntu, þá ormi, næst fiski, síðan dýri og loks manni við lok annars mánaðar. Þeir benda á tvenn þýðingarmikil tímamót á þroskaferli fóstursins (ut- an þess þegar það tekur á sig mannsmynd). Þessi tímamót eru: þegar móðirin skynjar hreyfingar fóst- ursins (það verður kvikt) cg þegar það hefur öðlast hæfni til að lifa utan líkama móðurinnar. Félagsverukenningin Samkvæmt þessari skoðun er fóstur allt til burðar lífvera, sem er að verða að manni. Því takmarki er náð við burð. En fyrst þá, þegar við höfum mann- veru sem dregur andann af eigin frumkvæði og get- ur tjáð sig fyrir mönnum og numið af mönnum, stöndum við frammi fyrir manneskju í fyllsta skiln- ingi þess orðs. Þess ber að geta, að hver sem niðurstaða okkar er um líffræðilegt upphaf manneskjunnar, þarf það tímamark alls ekki að fara saman við ákvörðun okk- ar, hvenær og hvaða verur hafa siðferðilegan rétt, og því síður lagalegan rétt að svo miklu leyti sem við gerum greinarmun þar á. Niðurstaðan hlýtur að verða sú, að fóstrið hafi þann rétt einan, sem þjóðfélagið vill veita því. Engin hinna fjögurra réttlætinga yfirvalda til af- skipta af bögurn konunnar virðast standast, cf grannt er skoðað. Ójrjósemisaðgerðir Skv. eindreginni ósk viðkom- andi að vel íhuguðu máli. Ef við- komandi er undir 18 ára aldri, er aðgerð þó óheimil nema gikl rök hnígi að. Ajkynjanir Heyri ekki undir þessi laga- ákvæði. Ofrjósemisaðgerðir Aðeins leyfileg, ef fyrir hendi er tilefni samsvarandi því, sem veitir leyfi til fóslureyðinga. Afkynjanir Skv. umsókn viðkomandi sjálfs að undangengnum dómsúrskurði, enda hnigi gild rök til, að óeðli- legar kynhvatir viðkomandi séu líklegar til að leiða til kynferðis- glæpa, enda verði ekki úr bætt á annan hátt. læknaneminn 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.