Læknaneminn - 01.07.1973, Qupperneq 31
mr tf£,
íjúMttfc/fr
tíma, að vera bundin því sterkum böndum. Ef slík
móðir gefur barn sitt missir hún af þeirri fyllingu
sem barn gefur eftir erfiði og vonbrigði meðgöngu-
tímans.
(*c ulli saman gott otf blcssuíf
en hcfur þá fóstrið cntftni rctt?“
Þessari spurningu er bara hægt að svara með ann-
arri spurningu. Vegur ekki þyngra réttur hvers barns
til að fæðast velkomið inní þennan lieim?
IOKAORÐ
Eftirtaldir læknanemar unnu að gerð þessa greina-
flokks, með skrifum og upplýsingaöflun:
Helgi Kristbjarnarson, Ottarr Guðmundsson, Anna
Björg Halldórsdóttir, Vésteinn Jónsson.
Asbjörn Sigfússon sýndi málinu áhuga.
Eftirfarandi aðilar veitlu okkur aðstoð, sendu
okkur línu, upplýstu eða lánuðu okkur heimildarrit:
Vilborg Harðardóttir, Sigríður Sigurðardóttir,
Hjördís Hákonardóttir, Tómas Helgason. Þorbjörn
Broddason o. fl.
Heilbrigðisráðuneytinu viljum við þakka fyrir
leyfi til að birta kafla úr skýrslunni.
Að lckum færum við öllum þeim þakkir, sem að-
stoðuðu okkur og sýndu velvilja og hlýhug, og von-
um, að hinir, sem tóku okkur illa, sjái að sér.
Að morgni þess 31. ágúst 1972, var framkvæmd
laparotomia, með vinstri paramedian skurði, og
kom þá strax i ljós mikið magn af gruggugum vökva
og mikill fjöldi af svartbláum þöndum garnafykkj-
um. Þegar þetta var athugað nánar, kom í ljós, að
hér var um ileum að ræða, - svo að segja allt ileum,
u. þ. b. einn metri á lengd, sem hafði smokrast í
gegnum rólina á mesenteriinu, rétt ofan við ileo-
ccecalmótin og var öll heila garnalykkjan hengd í
þessu opi. Um algjöra avasculaera necrosu var að
ræða á þessum hluta garnarinnar. Algjör kolbrand-
ur var kominn í garnirnar, og varð þeim ekki bjarg-
að og var því gerð resectio á nærri öllu ileum, -
gerð anastomosa. Ástand sjúklings við þessa aðgerð
reyndist þolanlegt, hann þoldi aðgerðina eftir atvik-
um og vaknaði fljótlega eftir. Má geta þess að gadð,
sem var á mesenleriinu, hafði af slysni myndast þeg-
ar botnlanginn var tekinn fyrst. Hafði verið reynt að
sauma þetta saman, en ekki tekist alveg og höfðu því
garnalykkjurnar gengið í gegnum opið, sem mynd-
ast hafði þegar slitnaði upp úr saumnum á netjunni,
eflir aðgerðina og hafði ileum runnið í gegnum þetta
gat og orsakað þessa mjög svo sjaldgæfu complica-
tion við appendectomiu. Þess má geta að appendix
var nokkuð eðlilegur.
Postoperativt farnaðist sjúklingi vel, hann komst í
gang nokkuð fljótt og fram til þessa dags, er þetta
er skrifað, í ársbyrjun 1973, hefur heilsa hans verið
mjög góð, nema hann hefur fengið niðurgangsköst
en að öðru leyti hefur heilsa hans verið ágæt.
læknaneminn
25