Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1973, Page 32

Læknaneminn - 01.07.1973, Page 32
fréttir iu* deildi^Lni Syniposiuni, 8.3. 73 Umrœðuefni: Uppköst ungbarna Fyrstur mælti Hróðmar Helgason, 2. ári, og fræddi fundarmenn um fýsíólógíu uppkasta. Mæltist honum vel um fyrirbrigði þetta, sem staðið hefur í mörgum námsmanninum. Hafsteinn Skúlason, III. hluta ræddi svo um grein- ingu, meðferð oghorfur; rakli og ástæður uppkasta, sem munu vera legio. Var erindi Hafsteins hið ýtar- legasta. Loks tók revisor, Þröstur Laxdal harnalæknir, til máls. Jók hann enn á fróðleik manna um uppköst og ástæður þeirra og ræddi málin vítt og breitt. Þótti symposium þetta takast með ágætum. Fundur lifá F. L., 22.3. ‘73 Efni: 1. Héraðsstyrkirnir 2. Rauðir hundar á íslandi 3. Nýjar hugmyndir varðandi héraðsstörf stúdenta Magni formaður setti fundinn. Fundarstjóri var Niels Chr. en Edward Kiernan reit fundargerð. Fyrst voru héraðsstyrkirnir ræddir. Urðu margir til að lýsa óánægju sinni með þá, bæði prinsípíelt og svo framkvæmdinni. — Eru styrkirnir mútur? - Ná styrkirnir tilgangi sínum? - Getur F. L. mælt með einstökum umsækjendum? Magni sagði það vera skoðun stjórnar F.L.,að meðan úthlutað væri styrkj- um bæri við úthlutun að taka mið af fjárhag um- sækjenda, en ekki endilega hvar í náminu þeir væru staddir. Loks var samþykkt tillaga, sem fól í sér eft- irfarandi álit fundarins: a) Að varðandi styrkinn sé um að ræða persónuleg- an samning læknanema við heilbrigðisyfirvöld, og því komi F. L. og læknadeild úthlutunin ekki við. h) Að styrkirnir séu gagnslítil hráðabirgðalausn á heilbrigðisvanda dreifbýlisins. c) Að L. I. N. sé rétti vettvangurinn til að leysa fjár- hagsvanda læknanema. Nú var komið að rauðu hundunum. Helga Og- mundsdóttir rakti gang rannsóknarinnar s. 1. sumar cg haust og drap á þau verkefni, sem framundan eru hjá Rannsóknanefnd (mælingar á Hg-magni í blóði o. fl.). Samþykkt var lillaga Magna um lof á nefndina fyrir unnin störf, svo og að nefndin skuli framvegis fá fjárveitingu þá, sem auglýst hefur verið til handa læknanemum til rannsókna. Síðast var rætt um héraðsstörf stúdenta yfirleitt svo og þá hugmynd, að 3. árs nemar fari í sumar til námsdvalar hjá héraðslæknum. Lýsti fundurinn sig fylgjandi þeirri hugmynd og taldi, að héraðsstyrkja- fénu væri betur varið til að umbuna stúdentum er færu lil slíkrar dvalar. ASalfundurinn 31.3. ‘73 31. marz kl. 14 í I. kennslustofu H. I. fiutti próf. Davíð Davíðsson tölu þá, er fyrirhugað hafði verið að hann flytti á árshátíð F. L., en gleymdist. Ræddi Davíð vítt og breitt um lækna og heilbrigðisþjón- ustu í framtíðinni cg gerðu menn góðan róm að. Eftir stutt hlé hófst svo aðalfundur F. L. um kl. 16. Magni Jónsson setti fundinn og stýrði honum síðan af mikilli röggsemi. Munu fáir aðalfundir félagsins hafa verið jafn þjáningalillir fyrir bakhluta lækna- nema. Fyrst var tekin fyrir skýrsla stjórnar og samþykkt eftir nokkrar umræður. Lágu þá næstir fyrir reikn- ingar F. L. Endurskoðendur vörpuðu nokkrum hnút- um í þá, er að bókhaldinu stóðu, en þeir vörðust fimlega. Fór allt vel að lokum og voru reikningarnir samþykktir. Næst voru á dagskrá lagabreytingar. Stjórnin har fram slatta af lagabreytingatillögum og voru þær flestar samþykktar eftir að gerðar höfðu verið á þeim nokkrar lagfæringar. Nú var komið að kosn- ingum í emhætti félagsins og voru þessi kosin: I stjórn F. L. Formaður Sigurður Guðmundsson, ritari Birgir Jakobsson, gjaldkeri Jón Guðmundsson, kennslu- fulltrúi Gizur Gottskálksson, meðstjórnendur Gunnar H. Guðmundsson og Ragnheiður Skúladóttir, vara- menn Leifur Bárðarson og Sigurður S. Sigurðsson. 26 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.