Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1973, Page 34

Læknaneminn - 01.07.1973, Page 34
BRÉF M einingar Hér hefst nýr þáttur í blaðinu, sem ætlað er líf. Verður hann byggður upp á bréfum frá lesendum um það, sem þeim finnst máli skipta. Hér geta stúd- entar t. d. komið á framfæri skoðunum sínum á kennsluefni, kúrsusum og einstökum kennurum. Nafn- birting er æskileg en ekki skilyrði, nema harkalega sé að einhverjum vegið. Allir lesendur blaðsins eru hér velkomnir gestir og eru beðnir að láta álit sitt í ljósi. (Bréf frá nemantlti á 2 ári) ÞEIR HITTFST EFTIR AÐ FIMil AAIRAAR KOHI s AMTÓMÍU ... Feddi: „Þetta er helvítis skepnuskapur.“ Olli: „Þetta er nú fyrsta prófið hans.“ F. Það er alveg sama. Að prófa svona úr innyfla- fræðinni eftir sama og enga yfirferð er ekkert ann- að en skepnuskapur. 0. Hann vildi nú meina að hann hefði farið yfir þetta í Glasgow. F. Andskotans tvískinnungur. Þetta var ekkert nema grófustu aðalatriði sem við fengum þar, eins og hann sagði líka sjálfur; þetta væri bara lil að leiðbeina okkur við krufninguna, við skyldum ekk- ert vera að taka glósur því að við fengjum ítarlega yfirferð í þessu í vetur. - Auk þess heyrði ég, að hann hefði haldið því fram á kennslunefndarfundi að þessi Glasgowferð hefði ekkert verið nema fyllirí- isreisa, menn hefðu sumir ekki einu sinni vitað hvar kennslan fór fram. (Kannske líka þess vegna, sem hann hoðaði menn til fyrsta fundar við sig á har út í hæ). En eftir þessu að dæma hefur hann varla sjálfur tekið yfirferðina þar alvarlega. 0. En það er nú ekki honum að kenna, hvernig menn notfæra sér kennsluna. F. Það getur vel verið. En ég held líka að menn liafi notfært sér kennsluna, — það sem hún var. En þetta var bara andskotann engin yfirferð. 0. Þú verður nú að viðurkenna að hann teiknar svaka vel. F. Ja-á, og við erum líka anzi lökkuð í hauskúp- unni, sem hann var í framundir jól. En er nú ekki eitthvað bogið við að taka jafnlangan tíma í 2-3 hausbein (hnakkabein og gagnaugabein) og lungu cg hjarta til samans? 0. Jú-jú, ég veit það, en það er nú oft svoria, þeg- ar menn eru að byrja kennslu, að yfirferðin fer úr- skeiðis. F. En þá er líka að hafa prófið í samræmi við það. Þetta er ekki eðlilegur andskoti, að 10 manns falli í þessu fagi sem menn hafa eytt öllum vetrinum í. Þetta er orðið eins og efnafræðin á fyrsta ári. 0. Hann var víst mjög óánægður með útkomuna. strákarnir sögðu að hann hefði sagt að þetta væri ekki nokkur standard. F. Með leyfi: Hver ákveður þennan standard? Er það ekki hann sem er einráður um það? 0. Hann samdi prófið ekki einn. F. Nei, enda þakka ]oeir sem náðu 5 sínum sæla fyrir það, að vefjafræðin var með í þessu. Flestum fannst sá hluti af prófinu sanngjarn og það er ör- uggt að þeir sem lágu á milli 5 og 6 hafa náð með því að fá tvo eða meira af þessum þrem heilu sem vefjarfræðin var, þótt þeir hafi fengið minna en helming út úr hinu, t. d. 3 af 7. Ef standardinn sem hann ákveður hefði ráðið öllu, eins og á fyrsta ári, þar sem menn verða að skila helming úr hverjum hluta, þá er alveg klárt að 50% hefðu fallið. 0. Já, ég hugsa líka að ég hafi skriðið á því. En annars var nevró-anatónn'an ekki svo slæm. Maður átti von á því að hún yrði erfiðust. F. Þú hefur kannske líka átt von á því að fá meira en hálfa spurningu úr hausbeinum. Næstum öll kennslan í anatómíu fyrir jól var orðin á prófinu að einni lítilli ,hálfri spurningu upp á 0,1 eða svo. 0. Heyrðu annars, ég hef eitthvað heyrt að hann sé á því að lengj a námið aftur; það sé ekki hægt að afgreiða anatómíuna á svona skömmum tíma. F. Já, og sá hefur aldeilis orðið sér úti um sönn- un fyrir því með þessari útkomu. Meðaleinkunnin niður fyrir 6 og dúxarnir telja sig góða með 7. Það sér hver maður að einkunnirnar liggja tveim heilum of lágt. 0. Strákarnir sögðu að hann hefði eitthvað verið að tala um að það væri sosum hægt að hækka hóp- inn upp . . . F. Anzi var það sniðugt. 28 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.