Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1973, Side 39

Læknaneminn - 01.07.1973, Side 39
rauðir hundak A fSUAADI Haraldur Ó. Tómasson Hclga M. Ógmiindstlóttir Inngangur I grein þessari er skýrt jrá rannsóknarvinnu, sem lœknanemar unnu á vegum rannsóknarnefndar Félags lœknanema. Verkefnið var rauði.r hundar á Islandi, faraldursfrœði og athugun á mótefnum (epidemio- logia og seroepidemiologia). Starfið var þríþœtt, og skiptist eftirfarandi grein í sömu þœtti: 1. Könnun heimilda, aðattega heilbrigðisskýrslna og tímaritsgreina. Fœst þannig yfirlit yfir sögu og hegðun sjúkdómsins hér á landi. 2. Gagnasöfnun: Valið úrtak, safnað upplýsingum og blóðsýnum til mótefnamœlinga. 3. Úrvinnsla og niðurstöður: Mœld mótefni í blóði og kannað samband mœlingarniðurstaðna við ýmsa upplýsingaþœtti. I• I. Sagu Rauðir hundar urðu skráningarskyldir á Islandi arið 1888. Fyrst mun getið um faraldur af rauðum hundum hér á landi 1883-1884. Á þessum tíma var enn ruglazt á rauðum hundum og vægri skarlats- sótt, og er efazt um, hvort faraldrar, sem gengu 1887 -1889 og 1895-1897 hafi verið rauðir hundar.1 Eft- ir 1900 er greining rauðra hunda öruggari, 1906- 1907 er skráður faraldur og síðan á 5-10 ára fresti, sbr. 1. mynd. Heilbrigðisskýrslur eru eina heimildin um gang farsótta á landinu. Þær segja örugglega til um, hve- nær faraldrar af rauðum hundum gengu, nokkurn veginn á hvaða staði þeir komu, en lölulegar upplýs- ingar eru varasamar. Skráning rauðra hunda er yfir- leilt mjög óáreiðanleg. Ber þar margt til. Greiningin er heldur óviss, bæði ofgreint (liking við aðra út- brotasjúkdóma) og vangreint (útbrolin koma ekki alltaf fram, sýkingin er subklinisk í ca. 15-50% til- vika-). Fólk þekkir sjúkdóminn, og telur sig geta greint hann hjálparlaust, veit, að hann er mildur, og leitar því oft ekki læknis vegna hans. Rauðir hund- ar voru taldir með öllu meinlausir fyrir 1944. Þá vanlar auðvitað allar upplýsingar um Jrennan sjúk- dóm sem aðra frá læknislausum héruðum, og þó læknir hafi verið á staðnum hefur henn ekki endi- lega alltaf getið um rauða hunda. (Fram að 1940 (meðt.) og 1954 eru öll héruð skipuð lækni á far- aldursárum rauðra hunda, annars vantar lækni í 2- 8 héruð.) Við litum dálítið nánar á faraldrana frá og með ’25-’26.3 Þeir eiga ])að yfirleitt sameiginlegt að byrja hægt um vor eða sumar, færast í aukana um haustið, ná hámarki nálægt áramótum og fjara út næsta vor. Ekki er sjáanlegt, að rauðu hundarnir hafi borizt alllaf eftir ákveðnu mynztri um landið (tveir far- aldrar á Taiwan bárust sömu leið eftir landinu4). Faraldrarnir ’25-’26 og ’30-’31 hefjast báðir á Norð- urlandi, en síðan eiga þeir allir upptök í Reykjavík (eða Kópavogi). Dreifing um landið virðist oft vera fremur í stökkum en samfelld og ráðast nokkuð af samgöngum og athafnalífi staðanna á hverjum tíma. Seinni faraldrar voru víðtækari, dreifðust jafnar og fóru hraðar yfir en fyrstu tveir, eins og skiljanlegt er. I hverjum faraldri verða einhverjir slaðir úl und- an, en rauðir hundar virðast ekki hafa sniðgengið læknaneminn 29

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.