Ferðir - 01.05.1990, Síða 4
JÓN SIGURGEIRSSON FRÁ HELLUVAÐI:
Fjölmargt fór úrskeiðis
- dagbókarbrot og þankar um Geysisslysið 1950 -
Að undanförnu hcfur margt verið rifjað upp um Geysisslysið svo-
kallaða á Bárðarbungu árið 1950. Nýlega var í sjónvarpinu þáttur
unt það, viðtöl og kvikmynd sýnd. Þá hafa blöð tckið tnálið til
umfjöllunar. Guðfinnur Finnbogason í Miðhúsum minnist þcss í
Velvakanda og Tómas Einarsson skrifar alllanga upprifjun björgun-
arinnar í Morgunblaðið. Hann scgir þar orðrctt: „Það scm mér
finnst vanta í þennan þátt var nákvæmari frásögn af þætti björgun-
armanna, hann var þar fjarska rýr."
Eg undirritaður v;tr þátttakandi í björgunarlciðangrinum og skrif-
aði þá niður frásögn sem sýnir flciri hliðar cn greinar þær sem cg hefi
síðan lesið um björgunina.
Mér dcttur í hug að líkja þessum grcinum við tákn rafstraums sem
teiknaður er á blað í mörgum lykkjum, svo cr drcgið strik þvcrt á
miðju þeirra sem skilur á milli jákvæðs og neikvæðs straums. Þessar
greinar hafa yfirlcitt verið jákvæði þátturinn cn hinum er sleppt.
Björgunarsveitin „Stcfán" í Mývatnssvcit hefur reist veglegt
björgunarskýli við Kistufell, nálægt þeim stað cr björgunarleiðangur
Geysis hafði bækistöðvar sínar á sínum tíma. Fyrrverandi formaður,
Hörður Sigurbjörnsson, hefur margsinnis átt tal við mig unt björgun-
armál og hvatt mig til að láta í ljós það sem ég áliti að betur hefði
mátt fara í margnefndum Geysisleiðangri.
Hefst hér frásögn mín svo til óbreytt er ég skrifaði rctt eftir heim-
komuna.
Loftleiðaflugvélin Geysir týndist á lciðinni frá Lúxemborg til
Kcflavíkur þann 14. sept. 1950. Flakið af vélinni fannst þann 18.
s.m. á Bárðarbungu, öðru hæsta fjalli landsins. Þar hafði flugvélin
rekist niður á fullri ferð, sem ég held að sé 400 km á klukkustund, í
svarta náttmyrkri og stórhríð. Tæplega er hægt að finna á öræfurn Is-
lands betur fallinn stað til slíkrar blindlendingar en smá hækkandi
jökulhvel Bárðarbungu. í sögu flugsins mun það enga hliðstæðu eiga