Ferðir - 01.05.1990, Page 12
12
I' F H I) I lí
að hafði sundur blikkið á stórum pörtum. Á þennan hálfónýta slcða
var settur stóri svefnpokinn og mælingatæki úr Geysi er flugmönnum
þótti nauðsyn á að kæmust með til byggða vcgna eftirmála. Með far-
angri okkar var Ingigerði svo búið sæti.
Björgunarflugmennirnir neituðu að yfirgefa flugvél sína, kváðust
þurfa að bíða eftir heimild lil þcss. Ég rcyndi að gera þeim Ijóst, í
hve miklum háska þcir voru. skjólfatalausir og allslausir uppi á jökli
hundruð kílómetra frá mannabyggð. Fleiri reyndu að fá þá til að
koma með en án árangurs. Shefferhundurinn sem Geysisfólkið hafði
tekið ástfóstri við var eftir ósk þcss ekki skotinn. Hann fór af stað
með okkur en sncri fljótt við og var þrár eins og flugmennirnir.
Um klukkustund cftir að lagt var af stað kastaöi amerísk flugvél
niður til okkar orðsendingu „þess farið á lcit hvort við vildutn veita
flugmönnunum leiðsögn niður af jöklinum," (ckki skorti háttvísina).
Peim yrði send skíði og fatnaður. Gefið var jákvætt svttr og vélin
hvarf á braut að sækja skíðin. Svo mikill dragbítur var í sleðanum að
þrátt fyrir besta færi beittum við fimm okkur fyrir hann. Til að sækja
nú flugmennina voru scndir til baka Þorsteinn Svanhiugsson og Þór-
arinn Björnsson. Drógum viö fjórir slcðann eftir það. Veðriö var
kyrrt og bjart en frost nokkuö. Skíðamannalestin seig áfram og við
sleðamenn á eftir. Þokubelti huldi Kistufcll og lá alllangt inn á jökul.
Við gerðum okkur vonir um drykkjarföng og héldum liópinn.
Skömnmu áður en komið var í þokuna birtist flugvél og kastaði hún
út fallhlíf ntcð rauðum kassa hangandi neðan í. Lending tókst vel og
fólkið þyrptist að með gleðilátum. Kassinn var opnaður og upp úr
honum voru tíndar blöðrur og svartar töflur i kílótali ásamt ýmsu
flciru svo sem; súkkulaði, vítamíntöflum, borðbúnaði o.fl. Flugfólk-
ið kunni skil á þessu. þetta voru tæki til að hreinsa sjó til drykkjar.
Jæja, miklu var nú til kostað. fljúga með þetta inn á Vatnajökul og
ætla sjálfsagt að færa okkur sjóinn líka.
Eftir þetta skiptist hópurinn; skíðafólkið hvarf inní þokubakkann
en viö fjórmenningarnir urguðum sleðanum áfram. Svo hvarf dags-
birtan smátt og smátt og því getur enginn trúað hvað glórulaust er á
jökli í þoku og náttmyrkri. Okkar góði félagi Ingigerður bar sig eins
og hetja þó stirð væri í hreyfingum vegna meiðsla. Gekk hún spöl og
spöl á eftir sleðanum til að halda á sér hita. Sagðist hún þá stundum
sjá í harðtroðna skíðaslóðina undir öftustu sleðariminni. Jók það
öryggi okkar að við værum á réttri leið. Frostið óx með kvöldinu og
útlitið versnaði. Ekki mátti tapa slóðinni. Ég þreifaði eftir henni