Ferðir


Ferðir - 01.05.1990, Síða 14

Ferðir - 01.05.1990, Síða 14
14 I' li li Ð I H þeir Þórarinn hefðu bcðið eftir flugvélinni sem koma átti meö skíðin og ferðabúnaðinn fram í myrkur cn þá var stilling þeirra þrotin. Þeir brunuðu af stað á skíðum stnum harðtroöna slóðina en flugmennirn- ir hlupu á el'tir i bhmkskóm. Fljótt hcfðu þeir farið aö sýna þreytu- merki og var þá reynt að sctja þá á skíði en bjargaði lítl. þeir höfðu gefist upp á miðri leið. Þorsteinn tók það ráð að hlaupa eftir hjálp cn Þórarinn beið hjá flugmönnunum. Ekkert var þeim til skjóls hvað þá til matar eöa drykkjar og frost trúlega 12-15 stig. Hugsið ykkur mann aleinan í svarta náttmyrkri og þoku hingt inn á Vatnajökli, þessari rúmlega 8000 ferkílómetra fannbreiðu, æðandi áfram á skíðum eftir slóð sem hann alls ckki sér. Ef hann tapar henni lendir hann citthvað út í buskann og þá eru mörg mannslíf í veöi. Þorsteinn hafði víst ckki tíma til hcilabrota en honum tókst að fylgja slóðinni ofan í gryfjuna setn ætluð hafði vcriö til náttstaðar fyrir okkur. Björgunarmenn voru nú strax scndir til baka með sleðann og Ijósið. cn við mjökuðum okkur áfram í myrkrinu að Kistufelli og komumst þá upp úr þokunni, í veröld scm ljómaði af stjörnum og norðurljósum. Ingigerður var hughraust og kvaðst gcta gengið yfir fellið. Þaö var þæfingsfæri og fórum við rnjög hægt og með hvíldum. Menn voru kátir og höfðu gamanmál á vörum. Þegar tók að halla undan og sjá niður í upplýsta tjaldborgina hraðaði ég för, sat á skíðunum og lét þau renna. Þá var klukkan 3 og réttur sólarhringur liðinn frá því ég gróf cftir vatninu í morgunkaffið. Það voru strax sendir menn upp á jökul til hjálpar margncfndum flugmönnum og kl. 7 um morguninn voru allir komnir í tjaldstað nema Shefferhundurinn. hann tók eng- um ráðum, en virtist heldur kjósa að spangóla við gröf kynbræðra sinna á Bárðarbungu. Lcngst allra í jökulgöngunni var Þórarinn Björnsson, 28 klst. Þótt hann hefði ekki drcgið þyngslahlass verður þetta að teljast til afreka og köld hefur biðin verið og tvísýnt um endalok hennar hjá flugmönnunum örmagna. I tjöldum sunnanmanna nutu víst fleiri en éggóðrar móttöku með heitum mat og drykk í lítratali. Þeir höfðu tæki og búnað fram yfir okkur norðanmenn. En það var Iítill friður til hvíldar í Kistufellsborg þessa nótt, bílar hriktu í gangi og tal, köll og traðk féll ekki niður til morguns. Veður var kalt en bjart og því var snemma búið til heimferðar. Akveðið var af stjórn Loftleiða að senda flugvélar eftir áhöfninni og var eitthvað

x

Ferðir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.