Ferðir


Ferðir - 01.05.1990, Síða 17

Ferðir - 01.05.1990, Síða 17
I- !•: H H I I! óhöppin og mistökin. Paö hefur ekki veriö skýrt hvað olli því að flugvélin á leið frá Luxemburg kom að austan yfir hálendi íslands (talað var um að heyrst hefði í henni yfir Alftafirði) og hélt í vestur með nokkuð rétta stefnu á heimavöll. Ef til vill hefði allt farið vel heföi hún verið í ofurlítið meiri hæð. Ising gat hafa valdið nokkru um, því á hálendinu var þessa nótt og lengur citt mesta óveður. norðan hvassviðri og snjókoma. Margnefndur jeppaleiðangur úr Reykjavík sem kom norður yfir hálendið og slóst síðar í för að Kistufelli var á sama tíma og Geysir fórst veðurtepptur við Gæsavötn í fleiri daga. Sjálfur gisti ég þessa örlagaríku nótt við Kverká. Tek ég orðrétt upp smákafla úr „Ferðum" tímariti Ferðafélags Akureyrar frá árinu 1972. „Við tjölduðum í skjóli við bílinn og bárum grjót á skarir. Rétt eftir kl. 11 vorum við háttaðir í poka okkar og sungum kvöldsálm að venju, en vindbyljir og regndembur önnuðust undirleik á tjalddúkn- um. A þeirri stundu voru nokkrar manneskjur og hundar á fljúgandi ferð í illviðri og náttmyrkri yfir Vatnajökli. Sú ferð endaði á Bárð- arbungu." En víkjum nú aftur að slysinu sjálfu. Við áreksturinn brotnuðu báðir vængir af flugvélinni og bolurinn einnig, þannig að afturpartur hans lá á hvolfi en framparturinn á hliðinni. Við þennan snúning á bolnum rifnuðu göt á byrðinginn. Pað var lán, því á klefa flugfreyju opnaðist rífa út milli gildra máttarstoða. Þar náðist hún út með naumindum, annars hcfði hún orðið að vera innilokuð í flakinu. Ævi fólksins var ill en ekki vonlaus eftir að í hendur þeirra barst öxi. Þá hófst löng örvæntingarfull barátta að brjóta með henni leið að senditækjum vélarinnar. Jafnframt var, þegar veður lægði, raktir sundur taustrangur og dökkt neyðarmerki táknað á sléttan snjóinn. Svo rann upp sú stóra stund að flugvél fann slysstaðinn. Það var kastað til fólksins dósamat, vatnsbaukum, súkkulaði og vítamíntöfl- um o.fl. eins og fyrr er sagt, en geta mátti sér til að áhöfnin væri sárþjáð af þreytu, kulda og matarleysi sólarhringum saman. Það var nauðsyn að láta fólkið hafa þá strax, tjöld, hitunartæki, tilbúinn mat, skjólfatnað og ullarvoðir. Veðri mátti ekki treysta til skjótrar björg- unar. Þá hefði áhöfnin getað komið sér upp tjaldbúðum fjarri hundaspangóli og bensínmengun og getað átt þolanlega ævi meðan beðið var eftir björgun. Kem ég nú aftur að því að við vorum illa búnir til jökulgöngunnar. Ýmislegt höfðum við þó tekið með að heiman, til öryggis þó búist

x

Ferðir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.