Ferðir - 01.05.1990, Side 22
22
F E R Ð I R
Kort af Öxnadalsheiði og umhverfi Tryppaskálar. Talið er að hrossin hafi verið rekin frá
Gili í Öxnadal, þjóðleiðina um dalinn og upp á heiðina, meðfram Grjótá og vestan við
Grjótárhnjúk upp á brúnina sunnan Víkingsfjalls og hrapað þar niður í skálina.
nokkra mcnn, sem ég hugði að gætu vísað mér til vegar, hvar hans
væri að leita því ég hafði heyrt, að hann væri vandfundinn. En engan
hitti ég, sem glögglega gæti vísað mér á hann. Ég lagði þó af stað
sunnudagsmorgun einn í september f. ár. Ég var hálfan dag að
sveima þarna um fjöllin, en árangurslaust. Ég fann ekki beinin, sem
mér var sagt að ættu að sjást þar, enda gerði þoku og snjókomu þar
uppi, er leið á daginn. Ég vildi þó ekki hætta við svo búið, og sunnu-
daginn 20. f. m. lagði ég enn af stað. F>á gekk allt betur. Ég fann
staðinn, og sá ég þá að ég hafði í fyrra gengið aðeins 30 m frá bein-
unum.