Ferðir


Ferðir - 01.05.1990, Blaðsíða 35

Ferðir - 01.05.1990, Blaðsíða 35
F E R Ð I R 35 Ársskýrsla Drekanefndar 1989 Þegar kom fram á vorið. sól furin að hækka á lofti og snjóa að leysa, sem var mjög seint, var kominn mikill hugur að fara að gera eitthvað við Dreka fyrir sumarið sem rætt hefði verið um veturinn. Hafist var handa við að smíða for- stofu við varðarhús í einingum c.a. 3,0 m x 1,20 m að stærð, sem var allmikil vinna. Vorferð var farin föstudaginn 14.07. 1989, en illa gekk að fá menn í þessa vinnuferð, en það tókst þó að lokum. Þeir sem fóru voru: Björg Krist- jánsdóttir, Guðmundur Björnsson, Anna Fornadóttir, Vorsveinn Friðriks- son. Ólöf Oddsdóttir, Jón Laxdal, Stefán Jónsson og dóttir hans, Óskar Alfreðsson, Sigurður Ólafsson og Magnús Tryggvason. Svo bættist okkur liðsauki á laugardag, því um morguninn kornu Þórhildur Jónasdóttir og Guð- mundur Gunnarsson. Farið var á 5 jeppum með 3 kerrur alveg drekkhlaðnar, þar fór mest fyrir efni í forstofu. Ferðin gekk svona sæmilega inneftir nema þegar komið var ofan úr Víkurskarði fór Guðmundur Björnsson að kvarta um að Lödu Sportinn sem hann keyrði og var frá bílaleigu kraftaði ekkert. Kom þá í Ijós að það vantaði lokið á smurolíuna, en úr því var bætt með því að plasti og gúmmíteygjum var komið fyrir í þess stað, og bætt olíu á bt'linn. Komið var t' Dreka þegar langt var liðið á nótt og voru menn hvíldinni fegnir. Um morguninn var byrjað að grafa fyrir festingum á forstofu, settir dregarar og gólfbitar, reistar veggeiningar, sett þak og gólfklæðning, og búið var að loka því um kvöldið. Á sunnudag var klárað að ganga frá inni og sett í útidyrahurð, einnig mál- aðir gluggar utan á Drekaskála, nema eintt sent gleymdist uppi að framan. Grafin var stór kamarhola, sú stærsta sem vitað er um að grafin hafi verið á staðnum og kamrar færðir á hana, þetta gerðu fræknir kamarmokarar. Þá var gerður hreinn skálinn, sett ver á dýnur og hengd upp gluggatjöld. Þegar þessu var öllu lokið var skálavörður kvaddur og lagt af stað heirn með viðkomu í Lindunum þar sem allir voru myndaðir með skálavörðum þar og gekk allt vel heim. Um haustið var farin lokunarferð, föstudaginn 01.09. Farið var á 3 jeppum, en þegar komið var í Mývatnssveit fór að leka bensíntankur á einum jeppanum og var hann skilinn þar eftir og farið á hinum tveimur upp í Herðu- breiðalindar. Þar var varðarbfllinn tekinn og haldið síðan áfram. Kontið var inn í Dreka kl. 3 um nóttina. Morguninn eftir, þegar menn höfðu fengið sér næringu, var byrjað að rífa skilrúm í varðarhúsi og sett hurð í millivegg í for- stofu og lakkað gólf þar. Einnig voru öll gólf máluð og lökkuð í Dreka. Þegar þessu var lokið, áður en haldið var heim, fór það lið sem eftir var upp í Öskju: Björg Kristjánsdóttir, Guðmundur Björnsson, Óskar Alfreðsson og Magnús Tryggvason. Hinir fóru heim kvöldið áður. Þeir sem voru í þessari ferð voru: Björg Kristjánsdóttir, Guðmundur Björnsson, Fjóla Helgadóttir,

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.