Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 01.06.2023, Page 23

Fréttir - Eyjafréttir - 01.06.2023, Page 23
1. júní 2023 | | 23 afstaða sjómanna. Hreppapólitík hefur ráðið of miklu í þessum efnum, en þetta hlýtur fyrst og fremst að vera mál framtíðarinn- ar ef reiknað er með því að búa menningarlífi i þessu landi áfram. Þetta er ekki aðeins mál okkar kynslóðar og það ætti að vera hlutverk hvers og eins að skila heldur betri stöðu í hverju máli. í þessum efnum verður að hugsa um heildina, það hlýtur að koma að því, bara að það verði ekki of seint,“ sagði Einar í samtali við Morgunblaðið árið 1977. Kvóta- kerfinu var upprunalega komið á með lagasetningu árið 1983, sem tók gildi árið 1984. Í sérflokki til sjós Skipasmíðameistarinn Gunnar Marel Eggertsson systursonur Einars minnist frænda síns með mikilli virðingu og aðdáun í samtali við blaðamann Eyjafrétta. „Einar var stórkostlegur maður og það er af svo ofboðslega mörgu að taka. Ég man eftir Einari frá því að ég man eftir mér. Einar leigði hjá mömmu áður en hann festi ráð sitt og var því stór partur af mínu lífi allt frá fyrstu stundu. Einar var yndislegur maður út og inn og heimurinn væri betri staður ef fleiri væru eins og hann.“ Gunnar byrjaði 14 ára gam- all að róa með frænda sínum á Ófeigi II. Hann fylgdi svo Einari á Kap þegar hann fór í eigin útgerð. „Hann var mikill sjómaður og bar höfuð og herðar yfir aðra á því sviði. Á sjónum sér maður oft hvaða sanna mann menn hafa að geyma og þar var Einar í sérflokki, hann gat verið harður þegar þess þurfti en alltaf sanngjarn og kom vel fram við mannskapinn. Hann var ótrú- lega fengsæll og það var eins og hann sæi lengra en við hinir og rótfiskaði alltaf ef einhvers staðar fannst fiskur.“ Eitthvað innra sem rak hann af stað Gunnar sagði Einar hafa búið yfir alveg sérstöku innsæi. „Eitt dæmi þegar við vorum að róa á litlu Kap og vorum að fiska austur úti í kanti við Ingólfshöfða í tveggja daga túrum. Þetta hafði gengið þokkalega og við vorum með 40 til 60 tonn í róðri. Við vorum í fínni veiði þegar hann ákveður allt í einu að draga allt um borð og halda heim. Það var sett á fulla ferð heim og mannskapurinn skildi ekki neitt í neinu og létu í sér heyra. Þegar við komum að Eyjum lögðum við á Mannklakkinn rétt austan við Eyjar. Þaðan voru engar fréttir og enginn skildi þetta. Þegar við fórum að vitja daginn eftir drógum við um 40 tonn og rót- fiskuðum þarna það sem eftir var næstu daga rétt við Eyjar.“ Þegar ég spurði hann seinna út í þetta viðurkenndi hann að hann hefði ekkert haft fyrir sér annað en það að eitthvað innra með honum hafi rekið hann af stað. Það eru fleiri svona sögur til af honum tengdar litlu Kap sem var mun háðari veðri. Hann tók gjarnan ákvarðan- ir sem í fljótu bragði áttu ekki við rök að styðjast en urðu fararheill þegar upp var staðið.“ Mikill leiðtogi Gunnar segir Einar hafa verið mikla fyrirmynd í sínum störfum. „Allt sem ég hef lært í sjó- mennsku hef ég frá kallinum, þó ég komist ekki nálægt honum þá hef ég það allt frá Einari. Hann fór alltaf vel með mannskapinn og naut mikillar virðingar. Það fór enginn í hann eða á móti honum í neinu. Þrátt fyrir að hafa verið afburðar sjómaður þá stendur upp úr þessi ofboðslega mikli karakter og mannvinur. Það gat alveg fokið í hann en hann fór vel með það. Hann var algerlega minn lærifað- ir á alla kanta. Hann var mikill leiðtogi án þess að ætla sér það, hann var þekktur og vel liðinn allt í kringum landið fyrir sína eiginleika. Ég er Einari ákaflega þakklátur fyrir alla hans samveru og leiðsögn,“ sagði Gunnar Marel að endingu. Leiddist ekki í landi Einar sat ekki auðum höndum eft- ir að í land var komið. Hann var hagleikssmiður og lagði stund á útskurð og rennismíðar. Hann var stofnfélagi í Lionshreyfingunni í Vestmannaeyjum og var virkur í skipstjóra- og stýrimannafélaginu Verðanda. Einar var fær bjarg- veiðimaður og virkur Brandari, hann var ötull sókningsmaður í Brandinum og öðrum úteyjum á Báru VE og reyndi þá oft á færni hans til sjós. Einar var ásamt góðum félög- um fastagestur á Golfvellinum í Vestmannaeyjum og reyndist golfklúbbnum oftar en ekki haukur í horni þegar ráðist var í framkvæmdir að einhverju tagi. Einar stundaði golf til síðasta dags og skipti þá litlu hver árstíðin væri eða hvernig viðraði. Einar og Ágústa voru miklar félagsverur og ferðuðust saman víða um fram- andi slóðir. Einar gaf sér góðan tíma til að sinna sínum nánustu og var góður afi og langafi, hans er víða sárt saknað. Einar ber fána Verðanda, félags skipstjóra og stýrimanna í Vestmannaeyjum í skrúðgöngu á sjómannadag. Einar í Brúnni á Heimaey VE þegar skipið kom fyrst til hafnar í Vestmannaeyjum í maí 2012 ásamt elsta langafabarninu Aroni. Fjölskyldan að Suðurvegi 25, Viðar, Einar, Ólafur, Hjalti og Ágústa.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.