Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 01.06.2023, Page 32

Fréttir - Eyjafréttir - 01.06.2023, Page 32
32 | | 1. júní 2023 „Á þessum tímamótum er við hæfi að horfa til framtíðar og íhuga hvað það er sem þið viljum skilja eftir en umfram allt hvað þið viljið taka með ykkar og vinna áfram með. Við búum í samfé- lagi þar sem hraðinn er sífellt að aukast. Við vitum að til þess að ráða við þennan hraða verðum við að styrkja seiglu einstakling- anna. Þeir sem geta brugðist við áföllum í framtíðinni verða að búa yfir seiglu til að geta tekist á við það óvænta,“ sagði Thelma Björk Gísladóttir, aðstoðarskólameistari og staðgengill skólameistara í skólaslitaræðu sinni. Hún sagði að með vexti og tækni- breytingum stöndum við frammi fyrir krefjandi viðfangsefnum. Finna þurfi út hvernig við árangur náist í umhverfi sem þróast með þessum mikla hraða sem hafi veruleg áhrif á samfélagið og stóran hóp einstaklinga, bæði í einkalífinu sem og atvinnulífinu. Þar spili gervigreindin sem „allt“ veit er mætt á svæðið. Nám og upplifanir „Fara kennarar að verða óþarfir? Ég segi, grípum frekar tækifær- ið. Gervigreindina er hægt að nýta til að byggja upp öflugri ferla, bæta vinnubrögð og hraða skipulagsbreytingum. Það undir okkur komið að skapa rými og öðlast dýpri og meiri þekkingar á gervigreindinni. Forðumst ekki breytingar, fögnum þeim. Með tilkomu gervigreindarinna þurfum við að geta unnið enn þéttar saman í teymum til að nýta þá tæknilegu og stafrænu þætti sem okkur bjóðast nú. Við þurfum að byggja upp þekkingu og getu til að gera betur og ná þannig for- skoti,“ sagði Thelma Björk. Hún sagði það skyldu skólans að horfa fram á veginn, undirbúa fólk fyrir framtíðina og miðla þeirri sýn til unga fólksins. Á hverju ári sé lagt upp með að gera það sem best er fyrir alla og tryggja nem- endum við skólann öflugt nám, upplifanir sem stuðla að þroska, auka víðsýni og efla sjálfstæða hugsun. „Að læra hvernig á að hugsa þýðir í raun að læra hvernig er best að hafa einhverja stjórn á því hvernig og hvað við hugsum. Við þurfum að vera meðvituð til að velja það sem skiptir máli og hvernig við byggjum upp merkingu út frá reynslu. Menntun er fyrst og fremst fólgin í eflingu dómgreindar sem er hæfileiki til að fella dóma um gildi hlutanna. Við þurfum sem einstaklingar að þekkja gildin sem við stöndum fyrir og hvernig við getum best ræktað þau. Með þeirri þekkingu náum við að byggja upp verðmæti fyrir okkur sjálf og fyrir samfé- lagið sem við búum í.“ Í ávarpi til nemenda sagði hún það forréttindi að fá að vinna með ungu fólki og aðstoða það við að finna sér leið í lífinu. „Ég trúi því að þið sem eruð hér upp á sviði í dag búið yfir seiglu, þið skiljið nú betur mikilvæg gildi samfélagsins og þið hafið myndað ykkar eigin. Með menntun síðustu ára hefur dómgreind ykkar vaxið, þið hafið þroskast sem einstaklingar og sem eflst sem námsmenn. Það er von mín, að sem mest af því sem þið hafið lært og tileinkað ykkur í skólanum megi vera ykkur til gagns þegar þið stígið skrefið út úr skólanum hér á eftir og inn í framtíðina.“ Á öðrum stað sagði Thelma Björk: „Ykkar munu bíða krefjandi verkefni, framtíð samfélagsins liggur í höndum ykkar. Viðhaldið tengslunum og vináttunni til hvers annars. Þó svo að þessi dagur sé ykkar síðasti í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum þá eruð þið alla ævi nemendur skólans. Skólinn er stoltur af ykkur og ég veit að þið eruð stolt af ykkar skóla,“ sagði Thelma Björk sem að lokum þakkaði nemendum, foreldrum og starfsfólkið samstarfið á önninni. Viður- kenningar á vorönn Breki Óðinsson, Richard Óskar Hlynsson, Sunna Einarsdóttir, Thelma Sól Óðinsdóttir, Elísa Elíasdóttir, Emelia Ögn Bjarnadóttir, Helena Jónsdóttir og Þóra Björg Stefánsdóttir tóku öll þátt í Íþróttaakademíu ÍBV og FÍV. Danska sendiráðið veitti Þóru Björg Stefánsdóttur viðurkenningu fyrir mjög góðan árangur í dönsku. Skólinn veitti Katrínu Báru Elíasdóttur viðurkenningu fyrir mjög góðan árangur í spænsku og Elísu Elíasdóttur viðurkenningu fyrir mjög góðan heildarárangur í félagsvísindagreinum á stúdentsprófi. Drífandi stéttarfélag veitti Breka Þór Óðinssyni, Guð- björgu Sól Sindradóttur og Sunnu Einarsdóttur verðlaun fyrir félagsstörf á vegum skólans. Skólinn veitti Helenu Jónsdóttur verðlaun fyrir mjög góðan árangur í íslensku á stúdentsprófi. Þóra Björg Stefánsdóttir fékk viðurkenningu frá Stærðfræðifélagi Íslands fyrir framúrskarandi heildarárangur á stúd- entsprófi. Elísa Elíasdótt- ir hlaut Menntaverðlaun Háskóla Íslands fyrir framúrskarandi árang- ur á stúdentsprófi og eftirtektarverða þátttöku í íþróttum. Þóra Björg Stefánsdóttir hlaut Raungreinaverðlaun Háskólans í Reykjavík fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum á stúdentsprófi. Skólinn veitti Birki Frey Ólafssyni og Elísu Elíasdóttur viðurkenn- ingu fyrir mjög góðan heildarárangur á stúd- entsprófi. Bæði voru með 8,7 í einkunn. Loks veitti skólinn Þóru Björgu Stefánsdóttur viðurkenn- ingu fyrir frábæran heildarár- angur á útskriftarprófi, 9,2 í meðaleinkunn. Thelma Björk, aðstoðarskólameistari FÍV: Framtíð samfélagsins liggur í höndum ykkar Semidúxarnir, Elísa Elíasdóttir og Birkir Freyr Ólafsson. Þóra Björg Stefánsdóttir, dúx á vorönn með 9,2 í meðaleinkunn. ÓMAR GARÐARSSON omar@eyjafrett ir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.