Fréttir - Eyjafréttir - 01.06.2023, Side 35
1. júní 2023 | | 35
Ísfell óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra
til hamingju með sjómannadaginn
Kvennalið ÍBV þurfti að sætta sig
við silfur í úrslitaeinvíginu um Ís-
landsmeistaratitilinn í handbolta.
Eyjastúlkur lutu í lægra haldi
fyrir Valskonum 3-0. Tímabilið
hefur verið frábært hjá stelpunum
sem urðu bæði bikar- og deildar-
meistarar í vetur. Sunna Jónsdóttir
fyrirliði liðsins sagði í samtali
við Eyjafréttir ekki geta annað
en verið ánægð með tímabilið.
„Bikarmeistarar, deildarmeist-
arar og silfur á Íslandsmóti er
frábær árangur og ég hefði alltaf
tekið því fyrir tímabilið. Auðvitað
hefðum við kannski viljað spila
betur í úrslitakeppninni en þar
vitum við nokkurn vegin hvað
fór úrskeiðis þannig að þá er
allavega tækifæri til að læra af og
gera betur fyrir næstu ár. Fyrst og
fremst er ég líka bara svo ótrúlega
stolt og þakklát fyrir að fá að vera
hluti af þessum frábæra hóp sem
liðið er, fá að vera hluti af ÍBV
íþróttafélagi og umgjörðinni í
kringum okkur og síðast en alls
ekki síst stuðningnum sem við
fáum. Loksins náðum við að láta
stóra drauminn rætast og vinna
bikar. Við höfum lagt hart að okk-
ur og náðum að uppskera en það
hefði aldrei gerst nema með öllu
þessu góða fólki í kringum okkur.
Stuðningurinn og samheldnin
skilaði okkur langt í vetur og það
er bara ólýsanlegt og ómetanlegt
að fá að vera partur af þessu öllu
saman og upplifa þetta.
Sunna segist vera bjartsýn á fram-
haldið. „Við höldum svipuðum
hóp. Ungar stelpur sem hafa verið
í stórum hlutverkum hjá okkur í
vetur eru reynslunni ríkari. Við
bætum við okkur og ætlum að
auka breiddina. Það eru ungar og
efnilegar stelpur farnar að banka
léttilega á dyrnar. Þannig fram-
tíðin er björt og spennandi. Það
þarf að halda áfram því starfi sem
hefur verið undanfarin tímabíl og
gera enn betur. Við ætlum okkur
alltaf lengra og hærra.“
Kolbrún Ingólfsdóttir, Hilmar Ágúst Björnsson, Sigurður Bragason, Ester Óskarsdóttir, Birna Berg Haraldsdóttir, Sara
Margrét Örlygsdóttir, Ólöf Maren Bjarnadóttir, Ólöf María Stefánsdóttir, Sunna Jónsdóttir, Amelía Dís Einarsdóttir,
Ásta Björt Júlíusdóttir, Elísa Elíasdóttir og Guðmundur Ásgeir Grétarsson. Neðri röð Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir,
Marta Wawrzynkowska, Karolina Anna Olszowa, Björn Brynjar Björnsson, Tara Sól Úranusdóttir, Sara Dröfn Rikharðs-
dóttir, Harpa Valey Gylfadóttir, Ingibjørg Olsen og Bríet Ómarsdóttir.
Tveir af þremur titlum