Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2023, Page 7

Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2023, Page 7
20. júlí 2023 | | 7 minn af þessu er að það er mikill áhugi fyrir því á goslokahátíð að vera með skemmtun fyrir fólk sem man eftir gosinu og minnir á gamla daga” segir Kristín. „Þetta er alltaf heilmikill undir- búningur, bæði náttúrulega að gera salinn að tónleikasal og svo bara þetta að það þarf að vera í sambandi við alla og sjá um að manna vaktir. Ég var svo ánægð með fólkið sem var að performera hjá mér, hvað þau voru pro og flott og skemmtileg. Við þurftum að gera smá breytingar á dagskrá en það lögðust allir á eitt með að láta það ganga upp og það var bara hið besta mál” segir Kristín og bætir við að aðsóknin í sjálft safnið hafi verið mjög góð. Rifna úr Eyjastolti Á Skipasandi skemmti fólk sér eins og best verður á kosið og stigu þar á svið nánast eingöngu Eyjamenn. En það voru hljóm- sveitirnar Mucky Muck, Molda, Memm og Brimnes, Leikfélag Vestmannaeyja og aðkomumað- urinn Séra Bjössi sem sáu um að kæta mannskapinn. Hægt var að sækja sér mat og drykk og var Slippurinn meðal annars með heilgrillað lamb á boðstólum. „Við stigum síðastir á stokk í Ráðhúslundinum í bongóblíðu og svo vorum við fyrstir á svið á Skipasandi” segir Arnar Júlíusson, söngvari og gítarleikari í grugg- bandinu Mucky Muck. Hann lýsir stemningunni á Skipasandi sem áþreifanlegri. „Það tókst ótrúlega vel að spila að okkar hálfu enda vorum við Mucky menn vel æfðir. En auð- vitað getur ekkert gerst nema með fagfólk bakvið tjöldin og eiga því Höddi og félagar mikið hrós skilið fyrir þeirra framlag. Það er þeim að þakka að fólk naut sín eins og það gerði.” „Að fá að spila á hátíðum okkar Eyjamanna eins og á Gosloka- hátíðinni eða á Þjóðhátíð er ein- faldlega toppur tilverunnar. Það hefur ótrúlega mikil áhrif á grósku tónlistarmenningar eyjunnar að veita hljómsveitum okkar tækifæri til þess að koma fram á þessum hátíðum og á goslokanefnd mikið hrós skilið fyrir hátíðina í ár, þar sem fimm eyjasveitir komu fram og sýnir það að við eigum nóg af hæfileikaríkum tónlistarmönnum á eyjunni.” „Það sem stendur helst upp úr goslokunum hjá mér er einfald- lega sú staðreynd að við búum yfir ótrúlegu magni af hæfileikaríku listafólki og vona ég innilega að við nýtum þetta frábæra fólk betur, eins og var gert á þessari goslokahátíð” segir Arnar og bætir við að hann sé að rifna úr Eyjastolti. Tæplega fimmtíu manns skelltu sér upp Heimaklett með Svabba og Pétri Steingríms á laugardeginum. Goslokalitahlaup Ísfélagsins var einstaklega vel heppnað. Bjössi Ella, Hemmi Hreiðars og David James í góðum gír á Skipasandi. Vinirnir Aron Hrafnsson og Óliver Friðriksson seldu glæsilegar teikningar fyrir fáeina aura. Hjónin Ingi Júlíusson og Guðlaug Hjelm við setningu hátíðarinnar á Skansinum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.