Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2023, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2023, Blaðsíða 18
18 | | 21. desember 2023 samstarfi við bæjaryfirvöld, réðst í gjallhreinsun á götum og lóðum í miðbænum og vesturbænum strax um vorið. Unnið var á vöktum allan sólarhringinn með fjölmörg- um tækjum sem komu víðsvegar að af landinu. Þá voru einnig keypt ný og öflug moksturstæki,” segir Arnar. Gjallið var meðal annars notað til að lengja þrjá enda flugbrautanna og fóru í það um 400 þúsund rúmmetrar. Þá var milljón rúmmetrum af gjalli ekið vestur í hraun þar sem útbúið var byggingarland. Fjöldi fólks vann við gjall- hreinsun og hvers konar störf hjá Viðlagasjóði fram á haust 1973. Skrifstofur Viðlagasjóðs voru fluttar af 3. hæð Gagnfræða- skólans í september 1973 og mötuneytið, sem var í leikfimisal skólans, fór nokkru síðar. Viðlaga- sjóður fékk inni á efri hæðinni að Skólavegi 6 sem áður hafði verið íbúð. Guðmundur Karls- son og Páll Zóphóníasson, sem höfðu verið framkvæmdastjórar Viðlagasjóðs í Eyjum, voru horfnir til annarra starfa. Páll orðinn bæjartæknifræðingur á ný og Guðmundur aftur orðinn framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar. Guðmundur lagði til að Arnar tæki við sem fulltrúi sjóðsins og framkvæmdastjóri í Eyjum. Stjórn Viðlagasjóðs samþykkti það. Auk Arnars starfaði Jóna Dóra Kristinsdóttir á skrifstofunni. Meta þurfti skemmdir á 1.000 húseignum „Þegar skrifstofa Viðlagasjóðs var flutt niður á Skólaveg var enn lítil starfsemi í miðbænum og fáir fluttir inn í húsin þar. Smám saman færðist líf í miðbæinn enda fóru íbúar að flytja á ný til Eyja strax eftir goslok 3. júlí 1973. Eftirlitsmenn með húseignum unnu með okkur og hafði sjóð- urinn mikilla hagsmuna að gæta vegna húsa sem stóðu við hraun- kantinn og í næsta nágrenni auk annarra verkefna,” segir Arnar. „Mat á skemmdum á húseignum, innbúi og bifreiðum hófst strax sumarið 1973. Að því verki komu matsmenn frá tryggingarfélögum og verkfræðistofum. Ég hafði mest samskipti við matsmenn sem mátu skemmdir á húseignum og höfðu þeir einnig aðstöðu að hluta á Skólavegi 6.” Þetta voru aðallega verkfræðingarnir Pétur Stefánsson og Gunnar Torfason en einnig Freyr Jóhannesson tæknifræðingur. Arnar segir að ekki hafi verið til teikningar af öllum húsunum sem urðu fyrir tjóni. Því þurfti að mæla upp og teikna fjölmörg eldri hús svo hægt væri að meta skemmdir á þeim til fjár. Gunnar Theódórsson innanhússarkitekt og Gunnlaugur Stefán Gíslason myndlistarmaður tóku ljósmynd- ir af húsunum, mældu þau og teiknuðu. „Bætur vegna skemmda á fast- eignum voru miðaðar við verðlag 1. nóvember 1973, en 30% verð- bólga var frá 1. nóvember 1972 til sama tíma 1973. Brunabóta- mat 15. október 1973 var greitt vegna húsa sem eyðilögðust í gosinu auk fasteignamats lóða. Tvö hús í Eyjum voru tryggð fyrir eldgosi og höfðu verið frá því í Surtseyjargosinu. Þau voru bætt miðað við verðlag í október 1972. Viðlagasjóður bætti síðan við 30%, sem var verðbólga á milli ára, svo jafnræði væri með tjónþolum.” Alls voru metnar skemmdir á um 1.000 húseignum, 1.300 innbúum og 800 bifreiðum auk eigna sem eyðilögðust af völdum gossins og Viðlagasjóður bætti. Arnar rifjar upp að 80 hús austan og vestan Helgafellsbrautar hafi verið bætt sem altjón en síðar grafin upp. Af þeim voru 40 metin ónýt og brotin niður en önnur 40 voru í viðgerðarhæfu ástandi og seld af Viðlagasjóði. Auk þess voru rúmlega 30 hús nálægt hraun- kantinum bætt sem altjón og seld þegar bærinn fór að byggjast upp eftir gos. „Meira og minna skemmt af völdum eldgoss” „Ég seldi upp undir 80 hús í Vestmannaeyjum fyrir hönd Við- lagasjóðs og alltaf með fyrirvara um samþykki stjórnar. Þau voru seld í því ástandi sem kaupandi hafði kynnt sér. Fólki leist oft ágætlega á húsin en svo sagði í afsalinu „meira og minna skemmt af völdum eldgoss”. Með því var girt fyrir frekari kröfur vegna mögulegra skemmda t.d. á lagna- kerfum og frárennsli. Söluverðið miðaðist líka við að fólk hefði svigrúm til að lagfæra þessi hús,” segir Arnar. Alls töpuðust 280 íbúðarhús undir hraun og gjall í eldgosinu. Í þeim voru 320 íbúðir. Nokkur íbúðarhús annars staðar í bænum skemmdust einnig mikið. Þá eyðilögðust um 50 atvinnuhús- næði auk skúra og útihúsa. Arnar rifjar upp að einungis tvö tjónamatsmál hafi farið fyrir dóm- stóla. Annað laut að því að þeir sem höfðu rekið atvinnufyrirtæki og ætluðu ekki að hefja starfsemi á ný í Vestmannaeyjum eftir gos fengu tjón sitt greitt með skulda- bréfi til 15 ára. Viðlagasjóður vann það mál. Hitt málið snerist um að eigandi íbúðarhúss vildi ekki afsala húsinu sínu þótt það stæði við hraunkantinn. Þá var ekki búið að hreinsa hraunkant- inn og erfitt að komast að húsinu til viðgerða. Eigandinn gerði þá kröfu að bæturnar yrðu miðaðar við vísitölu þess tíma sem hægt yrði að fara í viðgerðir á eigninni í stað þess að miða við 1. nóvember 1973. Dómurinn dæmdi að stuðst yrði við vísitölu 1. nóvember 1974. „Auðvitað voru ekki allir ánægðir með tjónamatið en ég varð mjög lítið var við óánægju með mat á skemmdum húsum. Þó kom fyrir að óskað væri eftir nánari skoðun og þá fóru matsmennirnir aftur á staðinn. Ég kom aldrei að því að meta tjón en tengdi saman tjón- þola og matsmenn,” segir Arnar. Austurbæingar sneru síður til baka en aðrir Þegar leið að tíu ára starfsafmæli fræðslu- og símenntunarmið- stöðvarinnar Visku í janúar 2013 kynnti Arnar afmælisverkefni sem bar heitið Húsin í hrauninu og fjallaði um húsin sem fóru undir hraun og gjall. Arnar stýrði því ásamt Þórunni Jónsdóttur. Vinnufundir með áhugafólki voru vikulega í Viskusalnum. Arnar kynntist vel byggðinni í Eyjum fyrir gos. Hann vann þá m.a. við innheimtustörf, fór um og bankaði upp á hjá fólki. Hann man enn í mörgum tilvikum hverjir bjuggu hvar. Þetta hjálpaði þegar hann skoðaði hverjir sneru aftur eftir goslokin. „Í lok námskeiðsins um Húsin í hrauninu skoðaði ég þá sem fluttu á ný til Eyja eftir gosið og bar saman við þá sem bjuggu þar þegar eldgosið hófst. Þá kom í ljós sú marktæka niðurstaða að 55 % þeirra sem höfðu átt heima í austurbænum komu til baka en 65% þeirra sem höfðu búið annars staðar í Eyjum. Um þriðjungur bæjarbúa 23. janúar 1973 sneri ekki aftur,” segir Arnar. Hann telur að þetta eigi sér eðli- legar skýringar. „Fólk sem aldrei hafði hreyft sig um set var jafnvel búið að kaupa sér fasteign uppi á landi og koma sér þar fyrir. Þegar maður er orðinn eldri þá selur maður ekki strax aftur. Það hjálpaði mikið við endurreisn byggðar í Eyjum að hingað flutti mikið af yngra fólki ofan af landi og gerði sannarlega sitt til að efla byggð í Eyjum. Meðalaldur íbúa í Vestmanna- eyjum lækkaði fyrstu árin eftir eldgosið.” 1973 - Eldmessan í Landakirkju að kvöldi 22. mars 1973 er ógleymanleg, að sögn Arnars. Séra Þorsteinn Lúther Jónsson sóknarprestur messaði. Um 200 mættu til messunnar og unnu flestir þeirra við björgunarstörf í Eyjum. Skömmu fyrir guðsþjónustuna hafði hraunið farið yfir varnargarða í austurbænum og valdið gríðarlegu tjóni. Í kór Landakirkju sátu f.v.: Garðar Arason, Bjarni Bjarnason, Andri Valur Hrólfsson, Arnar Sigurmundsson, Össur Kristinsson, Jóhann Ingvar Guðmundsson og Áki Heinz Haraldsson. Ljósmynd/Sigurgeir Jónasson 2010 - Arnar, sem þá var formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, ræddi við fréttamenn að loknum fundi með ríkisstjórninni í Stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu í Reykjavík. Morgunblaðið/Ernir Eyjólfsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.