Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2023, Blaðsíða 39

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2023, Blaðsíða 39
21. desember 2023 | | 39 GLEÐILEG JÓL Óskað er eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2023 Samtök sunnlenskra sveitarfélaga óska eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suður­ lands 2022. Frestur til tilnefninga er til mið­ nættis fimmtudaginn 4. febrúar nk. og þær skal senda á netfangið: menntaverðlaun@ sudurland.is. Veitt verður viðurkenning sem og peningaverðlaun. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu SASS: sass.is. „Það er mikilvægt að hver og einn einstaklingur í þjóðfélaginu sé vel menntaður, mikilvægt fyrir einstaklinginn, samfélagið og efnahagslífið. Menntun eykur víðsýni, eykur skilning okkar á því að líf allra er jafn mikilvægt“ sagði Helga Kristín Kolbeins, skólameistari. „Í Framhaldsskól- anum í Vestmannaeyjum erum við að mennta einstaklinga til að tak- ast á við meira nám og störf fram- tíðarinnar. Störf framtíðarinnar verða ólík því sem við þekkjum í dag. Gervigreind og vélmenni eru sífellt sýnilegri í umhverfinu og gera það að verkum að færra fólk þarf til að sinna mörgum störfum og þau störf sem verða til, krefjast einstaklinga sem hafa víðtæka þekkingu á mörgum sviðum.“ Helga Kristín kom víða við í ræðu sinni, m.a. áhrif gervigreind- ar sem nú er að ryðja sér til rúms. Líka þær miklu breytingar sem eru að verða á svo mörgum svið- um þjóðfélaginu. Breytingar sem taka verður tillit til í skólastarfi. „Í Framhaldsskólanum vinna nemendur saman, jafnframt því sem þeir stunda nám á ólíkum námsbrautum. Sú samlegð veitir okkur tækifæri til að bjóða upp á fjölbreytt nám og geta þá fleiri fundið nám við hæfi. Við erum með nemendur á öllum aldri og er það mikill kostur, því reynslan sem eldri nemendur taka með sér í skólann er mikils virði og eflir skólann. Margir koma inn í skól- ann eftir að hafa farið í raunfærni- mat sem styttir námstíma þeirra. Samfélagsbreytingarnar eru vissulega hraðar og hafa þær áhrif á líf og störf okkar allra og hafa áhrif inn í skólanna. Við stöndum núna eins og oft áður frammi fyrir áskorunum sem þarf að bregðast við og finna upp aðra kosti. En við vitum einnig að menntun gerir meira en að bregðast við breyttum heimi. Menntun breytir heiminum.“ „Markmið Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum er að einstak- lingar útskrifist með þá hæfni sem nýtist þeim til að halda áfram að vaxa og dafna. Mennta fólk þannig að það geti nýtt sé öll þau tækifæri sem framtíðin ber í skauti sér. Ef við ætlum að vera tilbúin að mæta nýjum tímum og geta nýtt okkur þá tækni sem er í boði, þarf miklu meira en orðin tóm. Við verðum að láta námið vera í forgangi og gera nemend- urna hæfa til að takast á við þá spennandi tíma sem bíða okkar.“ Verið stolt Að lokum ávarpaði Helga Kristín útskriftarnema. Þakkaði þeim fyrir samstarfið, þau hafi staðið sig vel verið skólanum til sóma. Til hamingju með árangurinn ykkar. Þið eruð öll sigurvegarar. Þið hafið öll náð takmarki ykkar. Öll hafið þið þurft að leggja á ykkur mikla vinnu til að ná þessum áfanga en það dugði til því hér eruð þið nú. Verið því stolt af árangri ykkar framtíðin blasir við. Munið að hlusta á sjónarmið annarra. Umgangist alla þá er á vegi ykkar verða af sömu alúð – háa sem lága. Komið fram við aðra eins og þið viljið að þeir komi fram við ykkur. Hafið í huga að raða ykkur ekki með einstakling- um sem rífa ykkur niður með nöturlegum athugasemdum og neikvæðri umræðu heldur veljið ykkur vini sem styrkja, auðga og efla. Hafið hugfast að ekkert það starf sem ykkur verður falið er svo ómerkilegt að það eigi ekki skilið að vera leyst af hendi af fyllstu alúð og samviskusemi. Verið trú yfir því sem ykkur er treyst fyrir – í stóru sem smáu. Virðið og verið trú uppruna ykkar og Vestmanna- eyjum – leggið alúð við móður- málið,“ sagði Helga og þakkaði útskriftarnemum fyrir samfylgd- ina og óskaði þeim fararheilla hvert sem leiðir liggja. Menntun breytir heiminum Helga Kristín Kolbeins, skólameistari FÍV.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.