Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2023, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2023, Blaðsíða 12
Eins og undanfarin ár birta Eyjafrétt- ir kryptíska jólakrossgátu. Ég held að fyrsta gátan frá mér hafi komið í jólablaðinu 2013 og hefur því verið við lýði í rúman áratug. Ævinlega hefur nokkur fjöldi svara borist enda á þetta krossgátuform sér stór- an hóp aðdáenda, hér í Eyjum sem og annars staðar.En nú er komið að leiðarlokum. „All good things come to an end,“ segir breskt máltæki eða, allt gott á sér sín endimörk. Og nú er komið að þeim. Eftir því sem aldurinn færist yfir, verður þetta við- fangsefni mun strembnara en áður var og eftir rúman áratug hef ég ákveðið að þessi verði sú síðasta frá mér.. En þetta hefur verið ótrúlega skemmti- legt viðfangsefni og þeir margir sem hafa á þessum árum þakkað mér fyrir þennan þátt í jólagleðinni. Gátan að þessu sinni er með nokkuð hefðbundnu sniði. Reyndar eru þrjár vísbendinganna teknar „ófrjálsri hendi“ úr krossgátum annarra höf- unda; vísbendingar sem mér hafa í áranna rás þótt snjallari en aðrar. Þær eru 1 lárétt, 43 lárétt og 30 lóðrétt og vona ég að þau Ásdís og Ævar Örn fyrirgefi mér verknaðinn. Ef stöfunum í lituðu reitunum er raðað rétt saman birtist gamalkunn- ugt örnefni í Vestmannaeyjum (13), örnefni sem raunar heyrist orðið mjög sjaldan þar sem staðurinn hefur fengið nýtt heiti sem nær allir kann- ast við. Réttar lausnir þarf að senda, ásamt nafni og heimilisfangi á netfangið sigurge@internet.is fyrir 3. janúar 2024. Og að vanda eru bókaverðlaun í boði. Að svo mæltu þakka ég samfylgd- ina við krossgátuþyrsta Eyjamenn í rúman áratug og vona að þeim farnist vel á nýju ári. Lárétt: 1. Greiðir götu Sigurjóns, Matta og Kristjáns Óskarssona í höfuðstaðnum (16) 9. Dys þessa manns er sögð vera í Sydney enda dró hann nafn af borginni (3) 11. Hún þótti vælin með dósirnar og einhvern veginn jók það á fjandskapinn við hana (13) 12. Fyrr vildi ég slagta sauðfé í heilan dag en sitja við að stoppa í hálfónýta sokka (6) 13. Vondar fengu kast þegar þetta áfall gekk yfir (10) 15. Heit prikin nýttust vel þegar svardagarnir voru gerðir (12) 16. Miði með heiti gefur helstu upplýsingar um viðkomandi (10) 18. Ætla mætti að þetta væru bux- ur sem menn klæddust forðum ef þeir fengu sér bjór (9) 19. Lok, lok og læs og ég kýli þann sem kemur inn (3) 21. Aftur var það okkar lán að finna þetta tól (3) 23. Í norsku merkir þetta orð slím í augum en í íslensku yrði það líklega notað um óhreinindi í augum eða stírur (9) 28. Það er skrýtið að sjá þá farna burt með þessum feikna látum (5) 31. Frá þessari ítölsku á má gjarn- an heyra óp og öskur (2) 32. Á því herrans ári, Anno Dom- ini (2) 33. Ég lá kylliflatur fyrst þegar ég veiddi þennan fisk (2) 34. Þetta spil má nota til að launa fína spilamennsku (9) 35. Þann lýsisspýjandi fugl má gjarnan sjá í björgum Vest- mannaeyja (3) 38. Snarvitlaus bragur? (4) 39. Þetta gljúfur má m.a. finna í Hvanndölum milli Ólafsfjarðar og Héðinsfjarðar (8) 40. Úr fórum Hauks kemur sjó- fugl. Í hópi hans albestu bóka (10) 41. Þessi baðlaut er líklega höfuð- vígi íþrótta á Íslandi (11) 42. Fjörugur labbitúr, fjarri jarðar glaumi (9) 43. Er það smámunasemi ef saur kemur úr röngu líffæri? (15) 46. Ég ansa nú ekki svona fífli (4) 48. Meinaskart hefur verið notað í helgum dómi um aldaraðir á einhvern hátt (10) 49. Þetta púlsróðratæki hefur einkennt þrældómstímabil (9) Lóðrétt: 1. Halda mætti að svona partí til forna hefði verið undirlasgt af ljótum munnsöfnuði (10) 2. Refsing fyrir lífstíð eða loforð um góðar framtíðarhorfur? (10) 3. Þetta ílát tætti Anna Sturlu oft í sundur meðan hún vann í öskunni (10) 4. Ég minnist slíkra túra frá skíðatímanum sem enduðu með falli (10) 5. Undarlegur skófatnaður. Að- eins ein skóreim með parinu? (10) 6. Nei, þetta var einhver annar, sir. Og sá þekkti einhvern veginn flug fuglsins (8) 7. Nei, Bersi víkingur var ekki slavneskur, þótt einhverjir héldu því fram að hann ætti frændur þar (5) 8. Hljóðfæraleikur í nútímalegri mynd (9) 9. Aðdráttarafl, ættað frá norðurslóðum, ómissandi við siglingar fyrrum (9) 10. Þessa andalaut er að finna norður í Eyjafirði (9) 14. Þessi ítalska netverslun er á góðri leið með að dolera mark- aðinn í Ceggia og nágrenni (6) 17. Ég verð æf, ef ég má ekki haga mér eftir eigin vilja (2) 20. Fugl með sál? (3) 22. Getur sá gefið frá sér einhvers konar stunu, sem dáinn er? Já, ef mætingin er góð (10) 24. Ekki var talað um nautabökin sem lostæti, frekar sem fjall- veg (11) 25. Skrár heita ýmsum nöfnum, þar á meðal þessu (11) 26. Segja má að glös sanni stund- um rétta frásögn (9) 27. Þau geta dvalið hér sem komu að utan. Ekki vantar dásemd- ina (7) 28. Skott eða grænmeti? Kannski hvort tveggja (4) 29. Einhvers konar gusur voru lak- ast metnar þegar kaldur vindur gekk yfir (11) 30. Fræg viðureign skordýra (11) 36. Harðbýl er heiðin með öll sín hljóð (2) 37. Það er nú varla hægt að kalla það hroka, að þau skyldu skrimta um árabil á þessu koti (5) 39. Dastolia gæti verið erlenda heitið á þessu frábæra ofaná- leggi að vestan (8) 44. Þetta gláp er orðið nóg að sinni (3) 45. Hvort viltu að ég tali hann niður hér eða haldi með hann í land á kænunni? (3) 47. Leir fyrir lítið fé (3) J Ó L A K R O S S G Á T A E Y J A F R É T T A 2 0 2 3 SIGURGEIR JÓNSSON sigurge@internet. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.