Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2023, Blaðsíða 34

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2023, Blaðsíða 34
34 | | 21. desember 2023 höldum tvenn jól annars vegar íslensk 24. desember og svo úkraínsk 7. janúar.“ Tati er alin upp við það eins og flestir Úkra- ínumenn að halda jólin samkvæmt rússnesku rétttrúnaðar kirkjunni í janúar. „Við komum saman við og fjölskylda systur minnar við bæði tilefni og opnum pakka og höldum í okkar hefðir í bland við nýjar.“ Þegar talið barst að úkra- ínskum jólahefðum kenndi ýmissa grasa. „Það er mikilvægt að bjóða upp á tólf rétti í jólamatinn og það er mikilvægt að smakka allt. Einn mikilvægur réttur sem má ekki vanta er blanda af valmúafræum, rúsínum og hunangi. Það verða allir að borða eina skeið af því. Hinir réttirnir eru blanda af ýmsu mismunandi eftir fjölskyldum.“ Syngja fyrir farsælu ári Önnur mikilvæg hefð í hefð í huga Tati sem ekki síður vakti áhuga blaðamanns er „Kolyad- ky“ það er þegar fjölskyldan fer saman út í sérstökum klæðnaði með skreytingar og bankar upp á hjá fólki og syngur fyrir húsráð- endur. Þetta svipar til „caroling“ sem flestir þekkja úr erlendum jólamyndum, siðurinn á sér þó mjög langa sögu og djúpa mein- ingu. „Þetta eru ekki hefðbundin jólalög heldur sérstök lög sem hafa það hlutverk að óska hús- ráðendum velfarnaðar á komandi ári og hluti af því er að dreifa hveiti fyrir framan húsið. Það á að tryggja að allir fái brauð á heimilinu og enginn verði svangur á komandi ári.“ Söngvararnir bera að sögn Tati sérstakt höfuðfat og skreytingar og hluti af jólaundir- búningi er að undirbúa þennan gjörning. Þá er til siðs að þeir sem fá þessa skemmtilegu heimsókn launi hana með einhverju smáleg- ur, oftast eru það einhver sætindi eða smáar gjafir. „Þegar ég var yngri fannst mér samt skemmti- legast að fá pening,“ sagði Tati og glotti. Landnemi Tati hefur ekki látið það duga að vinna á tveimur stöðum heldur hefur líka sótt sér menntun frá því hún kom hingað til lands. Tati fór á námskeið í kennslufræði fyrir leiðbeinendur í samfélagsfræðslu sem kallast Landneminn. Þetta er 14 klukkustunda námskeið þar sem hún fær réttindi til þess að kenna námskeiðið. Námskeiðið er ætlað fullorðnum innflytjend- um þar sem þeir fá mikilvægar upplýsingar um Ísland og réttindi og skyldur í íslensku samfélagi. Tilgangur með að fara á Land- nemann er að nemendur öðlist þekkingu á mikilvægum, söguleg- um, félagslegum, efnahagslegum, menningarlegum, lagalegum og pólitískum aðstæðum á Íslandi og að þeir geti tjáð sig um þessar aðstæður. Þá er lögð áhersla á að þeir tileinki sér þekkingu um eigin réttindi, tækifæri og skyldur í íslensku samfélagi – og hvernig þeir geta notað þessa þekkingu í daglegu lífi. „Ég var svo heppin að hafa systur mína og manninn hennar til þess að hjálpa mér og mig langar til að hjálpa öðrum að setjast að hérna. Ég er að stefna á að kenna þetta námskeið í febrúar bæði í stað- og fjarnámi. Þetta er ekki bara fyrir flóttamenn eða fólk frá Úkraínu heldur bara alla innflytjendur. Ef að sá sem les þetta þekkir einhvern sem gæt haft not af þessu námskeiði má sá hinn sami endilega hafa samband við Visku.“ Besti staður í heimi Aðspurð um framtíðina segir hún ekki sjá fyrir sér að fara frá Eyjum á næstu árum. „Okkur líður mjög vel hér og vil gera allt til þess að Dima fái að klára skólagöngu á Íslandi. Ef það verður í boði fyrir okkur þá verðum við hér. Þetta er einstakur staður. Ég vil að hann komist í háskóla og fái góða menntun. Það er ótrúlegt að koma til lands sem flóttamaður og finna að maður sé velkominn og sé tekið sem hluta af heildinni. Þið eigið þetta land þar sem allir eiga tækifæri á því að gera það sem þeir vilja. Hér er varla til neitt sem heitir stéttaskipting eða spilling.“ Tati starfaði um borð í skemmtiferðaskipum í sjö ár og heimsótti fjölda landa og hitti mikið af fólki. Hún segir að eitt sem sé alveg einstakt á íslandi sé öryggið. „Það er gott fólk á Ís- landi sem hugsar um hvort annað. Börn eru örugg á Íslandi, það er mjög merkilegt.“ Þau mæðgin hafa komið sér fyrir í góðri íbúð í austurbænum. „Það er merkilegt að búa hérna við hraunjaðarinn og hugsa til þess að hér við hliðina á hafi staðið hús sem fóru undir hraun.“ Eðli máls- ins samkvæmt áttu þau ekki mikið innbú þegar þau fengu íbúðina. „Lára Dögg setti póst á facebook og við vorum komin með allt sem okkur vantaði samdægurs, hvar í heiminum gerir einhver svona fyrir ókunnugan útlending? Ég gæti verið að labba úti á götu og ég gæti hitt forsetann eða ráðherra og heilsað þeim og þeir myndu heilsa til baka. Það gerist bara á einum stað í heiminum.“ Tati segist hafa þurft að venjast ýmsu sem snýr að þessu frelsi og öryggi. „Ég hef alveg átt erfitt með það. Fljótlega eftir að við komum fór Dima út að leika með frænku sinni og svo hafði ég ekk- ert heyrt í þeim í tvo tíma. Ég var farin að hafa áhyggjur og hljóp á milli glugga að leita að þeim. Systir mín var að reyna koma mér í skilning um það hvernig þetta virkaði. Ég hafði miklar áhyggj- ur af því ef hann meiddi sig eða eitthvað kæmi fyrir hann. Þá sagði systir mín „Slakaðu á, þetta er besti staður í heimi til að senda börn út að leika, ef eitthvað gerist þá hjálpar honum einhver eða hringir í okkur,“ Þetta var ótrúleg upplifun fyrir mér og í raun alger forréttindi. Íslendingar hafa það ótrúlega gott og ég vildi að allir gætu lifað eins og Íslendingar þá væru færri vandamál,“ sagði þessi jákvæða og þakkláta kona að lokum.Dima kann vel við sig á Íslandi. Olena systir Tati og fjölskylda hennar Oleg, Suzie, Olena, Arina og Adrian. Arina og Dima taka virkan þátt í pysjuveiðum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.