Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2023, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2023, Blaðsíða 20
20 | | 21. desember 2023 Margir áttu erfitt með svefn Arnar segir að það hafi ekki átt vel við alla að vinna í Eyjum á gostímanum. „Margir áttu til dæmis erfitt með svefn eða gátu ekki sofið. Aðrir höfðu áhyggjur af fjölskyldum sínum uppi á landi. Við vorum nýbúin að byggja hús við Bröttugötu 30 og það hjálpaði mikið að húseignin slapp nokkuð vel við skemmdir og gasmengun náði ekki í efri hluta bæjarins,” segir Arnar. Eftir að eldgosið hófst dvaldi hann til að byrja með á Hótel HB við Heiðarveg í um vikutíma. Þá flutti hann upp á Bröttugötu. „Ég átti alltaf gott með að sofa. Það var búið að negla fyrir gluggana á heimili mínu og ég var þar mikið einn til að byrja með eftir að gosið hófst. Um vorið fengu að gista hjá mér menn eins og Helgi Bernódusson, mikill og góður vinur minn, og Axel Ó. Lárusson skókaupmaður sem var vörubílstjóri þetta sumar. Ólafur Helgason, útibússtjóri Útvegsbankans, bað mig að lofa drengnum sínum, Helga, að vera hér hjá mér. Helgi var þá að springa út sem skákmaður. Dagur Vilhjálmsson, bróðir Maríu þáverandi eiginkonu minnar, kom frá Suðurskautslandinu þar sem hann starfaði fyrir Ástrali sem loftskeytamaður til að vinna hér um sumarið. Vinnutíminn í gosinu og eftir það var langur hjá flestum. Hjá Viðlagasjóði voru mörg krefjandi verkefni allan starfstíma sjóðsins. Þá má ekki gleyma því gríðarlega átaki að ná tökum á vikurfokinu með uppgræðslu á Haugasvæðinu, í Eldfelli og víðar. Gísli Óskars- son kennari átti hugmyndina að því að grafa upp mold og dreifa henni yfir vikurinn og sá síðan í. Hann stjórnaði verkinu sem var unnið að mestu 1976 og 1977. Ásmundur Friðriksson var verk- stjóri við uppgræðsluna en hann hafði starfað hjá Viðlagasjóði frá 1973. Áður hafði verið lokið við að moka gjalli úr Heimakletti sem var mikið og vandasamt verk en ungt Eyjafólk vann af mikl- um dugnaði.” En hverju breytti eldgosið í huga Arnars? Lukkan var með Vestmannaeyingum „Það breytti öllu. Verðmætamatið varð öðruvísi eftir gosið,” segir Arnar. „Það er svo ótrúlega margt ótrúlegt varðandi eldgosið og lukkan var sannarlega með okkur. Gosið kom upp að nóttu á virkum degi í mesta skammdeginu þannig að flestir voru gengnir til náða. Surtseyjargosið stóð í þrjú og hálft ár en Heimaeyjargosið náði ekki sex mánuðum. Eyjagosið hófst að vetri og því lauk um mitt sumar. Hugsum okkur hvað það hefði verið mikið erfiðara ef gosið hefði byrjað um sumar og því lok- ið í lok desember. Það sem skiptir þó mestu máli er að enginn skyldi farast af völdum eldsumbrotanna. Dauðaslys varð í kringum páskana þegar maður fór inn í apótekið, sem var á lokuðu svæði vegna gasmengunar, og dó. Það var alveg hörmulegur atburður. Eitt stærsta lánið var að hraun úr Eldfelli skyldi ekki ná að Ysta- kletti eða Heimakletti. Hraunkæl- ingin skipti miklu við að hindra framrás Flakkarans. Ég hefði ekki viljað sjá hann fara fram af hraun- brúninni og út í innsiglinguna. Hann hefði þrengt hana mjög og lokað henni um tíma. Það hefði verið gríðarlega mikið verk að moka honum burt.” Bankahrunið og Eyjagosið Arnar var í forystusveit lífeyris- sjóða í tæp 30 ár og lengi í forystu samtaka atvinnurekenda. Hann var formaður Landssambands lífeyrissjóða (LL) þegar bankarnir féllu í október 2008 og helsti talsmaður lífeyrissjóðanna á þeim tíma. Arnar segir að reynslan af gostímanum og ekki síður af samskiptum á vinnumarkaði hafi hjálpað sér við að komast í gegn- um bankahrunið. „Ég kynntist mjög mörgum í störfum mínum á vinnumarkaði og það hjálpaði í mannlegum samskiptum. Mér hafði líka lærst að klára málin. Sú skylda hvílir á herðum deiluaðila í kjaradeilum að ljúka samningum, þótt þeir séu ósammála. Reynslan þaðan hjálp- aði mjög mikið í viðræðum við slitastjórnir og skilanefndir. Menn þurftu alltaf að lenda málunum,” segir Arnar. Hann þurfti að dvelja dögum saman í höfuðborginni haustið 2008 þegar mest gekk á. Arnar segir að þá hafi komið sér vel að tíu árum áður höfðu hann og Guðrún Stefánsdóttir eiginkona hans keypt sér íbúð í höfuðborginni þar sem þau gátu dvalið. En kom aldrei til greina að þau flyttu frá Vestmannaeyjum? „Að flytja frá Eyjum hefði verið stór ákvörðun. Eftir 1990, þegar ég vann góðlega helming tímans á höfuðborgarsvæðinu, kom þetta til umræðu. En ég er frekar íhaldssamur og gat ekki hugsað mér að flytja héðan. Í staðinn var ég mjög mikið á ferðinni milli lands og Eyja og fór allt upp í 60 ferðir fram og til baka vegna starfa minna árið eftir banka- og efnahagshrunið 2008.” Arnar segir að Lífeyrissjóð- ur Vestmannaeyja hafi komið einna best allra lífeyrissjóða út úr bankahruninu. Það var meðal annars vegna frekar íhaldssamr- ar fjárfestingarstefnu sem Torfi heitinn Sigtryggsson fram- kvæmdastjóri og stjórn sjóðsins stundaði. Í aðdraganda banka- hrunsins var t.d. algengt að stór fyrirtæki gæfu út skuldabréf án veða. Lífeyrissjóðir keyptu þessi bréf á markaði og voru þau svo eftirsótt að litlu sjóðirnir komust ekki að. Í bankahruninu urðu þessi bréf verðlaus vegna þess að veðin skorti. Þá var gott að hafa ekki komist að. Löng og merk útgáfusaga í Vestmannaeyjum Blaðaútgáfa hefur löngum staðið með miklum blóma í Vestmanna- eyjum. Arnar þekkir þá sögu vel og hefur lengi komið að útgáfu- málum í Eyjum. „Það hafa ótrúlega mörg blöð komið hér út í tímans rás og þessi útgáfusaga er stórmerkileg. Gísli J. Johnsen athafnamaður keypti notaða prentvél til Vestmannaeyja 1984 - Arnar etur kappi við ungan mótherja á helgarmóti tímaritsins Skákar í Vestmannaeyjum. Arnar hefur tvívegis verið formaður Taflfélags Vestmannaeyja og fjórum sinnum skákmeistari Vestmannaeyja. Ljósmynd/Sigurgeir Jónasson 1970 - Stjórn Eyverja 1970-71. Aftari röð f.v.: Gísli Geir Guðlaugsson, Engilbert Gíslason, Sigurður Jónsson. Fremri röð f.v.: Helgi Bernódusson, Arnar Sigurmundsson. Ljósmynd/Sigurgeir Jónasson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.