Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2023, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2023, Blaðsíða 8
8 | | 21. desember 2023 Björk Sigurgeirsdóttir er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Foreldrar hennar eru Bergþóra Þórhallsdóttir og Sigurgeir Sævaldsson. Árið 2005 flutti hún til Akureyrar en flutti aftur heim til Eyja árið 2018 ásamt kærasta sínum Magn- úsi Heiðdal. Saman eiga þau Karítas Heiðdal sem er eins og hálfs árs. Vinir og fjölskylda njóta góðs af Áhugi Bjarkar á kökubakstri byrj- aði snemma. Þegar hún var lítil fylgdist hún alltaf með mömmu sinni baka og hafði gaman af því að fá að hjálpa til. „Yfirleitt bakaði hún einhvers konar fígúrur eða þemakökur í afmælum okkar systra, til dæmis kanínu og gítar með lakkrísreimum. Sjálf var ég dugleg að baka þegar ég hafði aldur til. Uppskriftabókin hennar mömmu var stútfull af góðum uppskriftum, þá helst frá ömmum mínum og þykir mér afar vænt um að hafa skrifað þær niður og eiga þær sjálf í dag.“ Fyrstu sykurmassakökuna gerði Björk í grunnskóla með aðstoð systur sinnar. Hana langaði til þess að gera Angry Birds köku fyrir afmælið sitt. Síðan þá hefur hún varla hætt að baka og njóta vinir og fjölskylda góðs af. „Ég bakaði fyrir öll bekkjarkvöld, af- mæli hjá vinum að þeirra óskum, fyrir skírnir í fjölskyldunni og ekki má gleyma afmælum.“ Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt Þegar Björk byrjaði að baka var tæknin ekki eins góð og aðgengi að kennsluefni og hugmyndum takmarkaðra en það er í dag. „Í upphafi gerði ég allt sjálf, fékk hugmynd og reyndi að útbúa eins vel og ég gat. Ég staflaði kökum saman, en skyldi ekki af hverju hún endaði sem Skakki turninn í Písa. Hún tók um 10 til 12 klukkustundir og ég var aldrei 100% sátt en reyndi mitt besta að laga og bæta. Mér finnst alltaf gaman að gera eitthvað sem ég hef ekki gert áður. Ég fékk fyrirspurn frá litla frænda mínum um geimköku á dögunum og það var mjög skemmtilegt ver- kefni þar sem fékk að prófa mig áfram með allskonar hráefni, bjó til dæmis til plánetur úr bræddu súkkulaði.“ Ætlar að læra að baka sörur Desembermánuður hefur verið að- eins annasamari en aðrir mánuðir og mikið er um afmæli. Á jólun- um sjálfum færir Björk sig hins vegar meira yfir í smákökubakstur og kósýheit með fjölskyldunni. „Markmið mitt þessi jólin eru að læra að baka sörur. Annars þykir mér afar þægilegt að notast við tilbúið smákökudeig.“ Segir hún ótrúlega gaman að sjá hversu langt hún er komin og hvernig æfingin skapar meistar- ann. „Það er gaman að sjá myndir af fyrstu kökunum og ef ég geri eins köku í dag. Mér fannst fyrstu kökurnar sem ég gerði geggjaðar, en hlæ af þeim ef ég sé mynd af þeim í dag.“ DÍANA ÓLAFSDÓTTIR diana@eyjafrett ir. is Kökugerðarkonan og leiðsögumaðurinn Björk: Plánetur úr bræddu súkkulaði Björk, Karítas og Magnús að njóta á Spáni. Áhugasamir geta fylgst með Björk á instragram.com/bokum_koku. Plánetu kaka úr bræddu súkkulaði. Grinch afmæliskaka sem Björk gerði fyrir vin í desember. Stofnaði fyrir- tækið The Island Guide Björk er menntaður leiðsögu- maður og hún stofnaði leið- sögu fyrirtækið „The Island Guide“ snemma á síðasta ári. Þá var hún í fæðingarorlofi og var að litast um eftir atvinnu, en aldrei fann hún neitt sem hentaði vel með eina eins árs. „Ég hafði áður unnið hjá Ribsafari á sumrin frá árinu 2019. Fyrir það var ég leiðsögumaður á Seyðisfirði og í nágrenni. Ég ákvað því að stökkva í djúpu laugina og prófa að byrja að bjóða upp á gönguferðir upp á Eldfell og lundaskoðunarferðir. Ég býð einnig upp á einkaferðir sem hentar fyrir minni hópa sem vill eyða hálfum eða heilum degi í að skoða og sjá hvað eyjan okkar hefur upp á að bjóða.“ The Island Guide býður ferðamönnum, innlendum sem erlendum upp á skipulagðar gönguferðir um Heimaey tengdar náttúru, sögu og menningu eyjarinnar með faglegri leiðsögn frá heima- manni. Ferðirnar eru glæddar lífi og viðskiptavinir upplifa í senn fróðleik, skemmtun og einstaka náttúru eyjanna. Á vefsíðu The Island Guide (theislandguide.is) finnur þú allar nánari upplýsingar um gönguferðirnar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.