Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2023, Blaðsíða 32

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2023, Blaðsíða 32
32 | | 21. desember 2023 vera við víglínuna. „Ég er í góðu sambandi við barnsföður minn. Hann slasaðist snemma í átök- unum og hefur náð sér af þeim meiðslum og var kominn aftur í fremstu víglínu vissi ég, svo hafði hann samband um daginn og sagði að hann væri kominn til Kiev og væri á leiðinni í aðgerð eftir að hafa slasast. Hann vildi ekki segja mér nákvæmlega hvað hefði gerst. Þetta er því miður raunveruleiki margra.“ Hún segir marga vini sína vera hrædda um örlög sín. „Ég á marga vini sem eru í hernum, sumir að berjast og aðra sem starfa sem bílstjórar eða rafvirkjar eða í öðrum störfum sem þarf að vinna. Þeir hafa ekkert val. Ég er mjög stolt af öllu þessu fólki sem er að berjast fyrir landið mitt. Vinkonur mínar eru flestar enn í Odessa en sumar hafa farið þaðan. Þær vilja vera nálægt mönnunum sínum. Sumar hafa farið tímabundið með börnin sín yfir til Moldóvu eða Rúmeníu ef ástandið hefur verð alvarlegt. Ekki heimilið mitt Tati fór og heimsótti foreldra sína í sumar eftir að mamma hennar fékk annað heilablóðfall. Hún segir þá reynslu hafa í senn verið spennandi og erfiða. „Ég var mjög glöð að hitta foreldra mína og að sjá húsið mitt. Ég hlakkaði mikið til að komast heim og beið alltaf eftir þeirri sælu tilfinningu sem því myndi fylgja en hún kom aldrei almennilega. Þetta var húsið mitt en ekki heimilið mitt. Þegar ég fór að hitta mömmu á spítalanum þá var staðan á henni ekki góð. Ég fann það samt strax að hún þekkti mig og ég fékk bara að stoppa stutt við, en hún tók miklum framförum á meðan ég var hjá henni og hefur gert síðan.“ Ánægðari hér Hún segir í öllu þessu ferli velferð sonar síns hafa verið sér efst í huga og hún er í skýjunum með þær móttökur sem hann hefur fengið í Vestmannaeyjum. Hún segist hafa verið hálf ringluð fyrstu dagana á Íslandi. „Ég var pínu týnd þegar ég kom hingað í nýtt kalt land. Við byrjuðum á því að koma stráknum í skóla, það gekk hratt og vel. Ég er mjög þakklát fyrir það. Ég var beðin um að bíða aðeins því það voru ekki komnir almennilega í gang þeir ferlar sem settir voru upp fyrir flóttafólk frá Úkraínu. „Hann er mun ánægðari í skólanum hér en í Úkraínu. Hér rétt næ ég að kveðja hann á morgnanna áður en hann hleypur út en í Úkraínu þurfti ég að draga hann út. Hann er mjög ánægður að æfa sund og fótbolta og við erum alveg ofboðslega þakklát fyrir alla þá aðstoð sem við höfum fengið bæði frá starfs- fólki hjá Vestmannaeyjabæ og frá öðrum og þar langar mig að nefna Láru Dögg. Strákarnir í bekknum hans hafa tekið vel á móti honum. Hann talaði litla sem enga ensku og að sjálfsögðu enga íslensku en hann er búinn að taka miklum framförum í báðu. Sérstaklega í ensku því strákarnir tala frekar við hann á ensku þannig að það gengur mun hraðar. Það hefur líka hjálpað honum að hafa frænku sína Arina dóttur Olenu. Hún kom hingað sex ára og talar mjög góða íslensku.“ Hún segir að hann spyrji vissulega um Úkraínu og vilji fara þangað. „Hann gerir sér enga grein fyrir því hver staðan er og ég hef reynt að hafa það þannig þegar við tölum við for- eldra mína þá erum við ekkert að ræða ástandið þegar hann er með. Mér finnst engin ástæða til að hann þurfi að vita allt sem gengur á heima.“ Lent í einhverjum fullkomnum heimi Varðandi hana sjálfa þá tók nokkra daga að fá tímabundið landvistarleyfi eftir það gat hún farið að leita sér að vinnu. „Ég sá auglýsingu frá Gott og sótti um og fékk hlutastarf þar og svo bauðst mér líka aðstoð hjá félagsþjón- ustunni að finna vinnu og þar var mér boðið upp á nokkra hugsan- lega möguleika. Það endaði með því að ég fór líka að vinna hjá Vestmannaeyjabæ í heimaþjón- ustu. Mér finnst við vera ótrúlega lánsöm að hafa komist hingað, það er eins og ég hafi lent í ein- hverjum fullkomnum heimi. Öll þessi aðstoð og þetta góða viðmót allra til okkar það er ótrúlegt. Mér finnst við vera velkomin hvar sem við förum það er ekki sjálfgefið.“ Gott að hjálpa öðrum Hún segist vera mjög ánægð með báða sína vinnustaði. „Ég elska vinnurnar mínar, mér finnst gam- an að vinna með fólki og hjálpa fólki. Í heimaþjónustunni er ég að aðstoða fólk við einhver allskon- ar smá viðvik eða heimilisstörf, það er mjög gaman. Eftir að ég byrjaði að vinna á Gott þá spurði Siggi (Gísla) mig hvort að ég væri með bílpróf. Ég sagði honum að ég væri með próf en hefði ekki keyrt frá því 2012. Hann rétti mér lyklana og sagði „Farðu út og æfðu þig,“ og nú er ég að keyra út mat í hádeginu. Það er gaman að keyra út og hitta allt fólkið. Ég er búinn að eignast marga vini í útkeyrslunni. Áki (Heinz) kennir mér reglulega ný orð eða frasa sem ég reyni svo að nota til að tala við aðra. Ég er svo upptekin alla daga að ég hef ekki tíma til að vera sorgmædd yfir því sem er að gerast heima.“ Halda tvenn jól Það var ekki úr vegi svona rétt fyrir hátíðirnar að spyja Tati um jólahald hjá fjölskyldunni. „Við Þau mæðgin í Odessa á meðan allt lék í lyndi. Jól í Odessa. Tati og Olena systir hennar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.