Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2023, Qupperneq 2

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2023, Qupperneq 2
Útgefandi: Eyjasýn ehf. - kt. 480278-0549 Ægissgötu 2 - 900 Vestmannaeyjum. Ritstjórn og ábyrgð: Ómar Garðarsson og Sindri Ólafsson - omar@eyjafrettir.is - sindri@eyjafrettir.is. Umbrot: Leturstofa Vestmannaeyjum ehf. Ljósmyndir: Blaðamenn Eyjafrétta. Prentun: Stafræna Prentsmiðjan ehf. Sími: 481 1300 Netfang: frettir@eyjafrettir.is. Auglýsingar: auglysingar@eyjafrettir.is Veffang: www.eyjafrettir.is EYJAFRÉTTIR er áskriftarblað. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Vinnslustöðin hefyr fest kaup á hollenskum tæknibúnaði sem breytir sjó í drykkjarvatn. Sjó er dælt úr borholum í gegnum öflugt síukerfi sem eingöngu hleypir í gegnum sig vatnssameindinni H2O. Með öðrum orðum breytist sjór í ferlinu í tandurhreint vatn sem laust er með öllu við bakterí- ur, veirur og yfirleitt allt annað en sjálfa vatnssameindina H2O. Fullnægir allri vatnsþörf Búnaðurinn afkastar alls um 1.800 tonnum ef allar gámar væru virkj- aðir samtímis. Full afköst svara með öðrum til þess að fullnægja mestallri vatnsþörf heimila og fyrirtækja í Vestmannaeyjum. Willum Andersen, tæknilegur rekstrarstjóri Vinnslustöðvarinn- ar, hóf ákafa leit að tæknibúnaði þessarar náttúru eftir að vatns- leiðslan til Eyja skemmdist við það að akkeri Hugins VE festist í henni. Willum hafði reyndar skyggnst nokkuð um bekki eftir svona búnaði áður þegar fyrir lá að Vinnslustöðin fengi ekki það vatn sem hún þyrfti til starfsemi sinnar ef og þegar loðnuvertíð hæfist í vetur. 100 milljónir stykkið Dælurnar í gámunum eru rafdrifn- ar, nota tiltölulega lítinn straum og teljast því ekki dýrar í rekstri. Willum sagði í samtali við Eyja- fréttir uppgefna orkunotkun vera 3,6 kWh á m3. „Fyrsti gámurinn er við það að leggja af stað til íslands og erum við að vona að hann verði kominn til landsins á milli jóla og nýárs.“ Alls eru þrír gámar á leiðinni til Vestmanna- eyja og gerir Willum ráð fyrir að hver um sig kosti 90-100 milljónir hingað kominn. Varúðarráðstöfun Willum segir að ekki standi til að notast við þennan búnað að staðaldri. „Við erum fyrst og fremst að kaupa þetta sem varúð- arráðstöfun, það liggur ljóst að við munum ekki fá vatn í loðnu- vertíð, því þrýstingurinn hefur verið lækkaður á lögninni. Hvað síðar gerist eftir að við verðum búnir að koma þessu í gang kemur í ljós en næsta víst er að þetta er hagkvæmur kostur til framleiðslu á vatni. Síutækni til að hreinsa sjó og gera drykkjarhæfan er vel á mörgum stöðum erlendis, til dæmis í Flórída í Bandaríkjun- um, á Arabíuskaga og í mörgum Afríkuríkjum.“ Fleiri möguleikar Hann segist aðspurður um hvort hægt sé að nýta það sem síða verður frá einhvern hátt segir hann að það verði skoðað. „Þar sem við erum með mjög hreinan jarðsjó, þá er það sem kemur í affall frá kerfinu bara pækill, við erum ákveðnir í að skoða það hvort það nýtist okkur til saltfisk framleiðslu, það gæti alveg eins verið hagkvæmt að framleiða salt úr því, mun minna sem þyrfti að eima úr því. En við eru fyrst og fremst að ná okkur í vatn.“ Hann segir lítið mál að tengja þennan búnað inn á það kerfi sem á að nota hverju sinni. „Það er mjög auðvelt að tengja þetta inná sjóinn en það þarf millitank og þrýstiaukakerfi til að tengja inná bæjarkerfið, það‘ er ekki svo erfitt og kostar ekki mikið.“ Mynd er frá hollenskum framleiðanda búnaðarins. Neysluhæft vatn úr sjó Willum Andersen. Mynd Addi í London. - hluti af samfélaginu síðan 1974 Það er einfalt að gerast áskrifandi á eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.