Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2023, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2023, Blaðsíða 14
14 | | 21. desember 2023 Þeir eru fremur stundvísir, tjaldarnir sem gert hafa sig heima- komna í nágrenninu við okkur í Gvendarhúsi á undanförnum árum. Í fyrra mættu þeir þann 29. mars, á afmælisdaginn hennar Katrínar, en í ár komu þeir degi fyrr, sennilega til að missa ekki af afmælisveislunni. Og húsráðendur í Gvendarhúsi tóku að sjálfsögðu fagnandi á móti þessum fyrstu afmælisgestum og dreifðu brauð- molum út á blett sem voru mót- teknir með ánægju enda erfið ferð að baki yfir sjálft Atlantashafið og hingað í sælunnar reit. Við sáum fljótlega að hér voru líklega á ferð sömu hjónin og voru hjá okkur árið áður, svo líkir voru taktarnir. Og þegar þau svo eftir nokkra daga flugu upp á flugvallarbrúnina til að athuga með hreiðurstæði, þá fannst okkur ekki fara milli mála að þetta væru sömu fuglar enda hreiðurstæðið hið sama. En svo tóku við rólegheitadagar. mér er sagt að tjaldurinn stundi sitt tilhugalíf á hverju vori eins og hann hafi aldrei hitt sína útvöldu fyrr, jafnvel þótt um margra ára samvistir sé að ræða. Og svo virð- ist einnig hafa verið að þessu sinni þótt við sæjum minnst af því. Mér hefur stundum dottið í hug hvort lífið hjá okkur mannfólkinu myndi eitthvað breytast til hins betra ef við tækjum upp þesssa siði tjaldsins. En nóg um það. Næstu dagana sáum við ekki mikið til þeirra hjóna (eða hjóna- leysa) þau héldu sig talsvert út af fyrir sig og fyrir kom að þau eftirlétu dúfunum alveg það sem kastað var út á blettinn daglega sem fuglafóðri. Hafa kannski flögrað suður í Klauf þar sem alltaf er nóg æti að finna. Fiskur í uppáhaldi Og nú leið nokkur tími þar sem þau hjón voru ekki mikið á ferðinni, sáust stöku sinnum saman eða sitt í hvoru lagi og ekkert endilega á matmálstímum heldur undu sér við að plokka upp ánamaðka og annað góðgæti (sem er trúlega mun betri undirstöð- ufæða en brauðmetið). Búin að velja sér hreiðurstæði og undu hag sínum hið besta í tilhugalífinu. Mættu þó stundum um kvöld- matarleytið og voru svo heppin að fá afganginn af fiskinum sem eldaður hafði verið. En fiskmeti er mikið uppáhald þessara fugla. Og þó að samneytið við dúfurnar hafi alla jafna verið gott á matmálstím- um þegar brauði var hent út, þá snarbreyttist það ef fiskur var í boði. Þá voru dúfurnar reknar brott hið snarasta og þau sátu yfirleitt ein að því fæði. Dúfurnar, þeir þolinmóðu og kurteisu fuglar, gerðu sér hins vegar að góðu að mæta aðeins seinna og tína í sig kartöflurnar sem gengið höfðu af. Og svona liðu vikurnar áfram, hver af annarri þar til í júníbyrjun. Þá kom í ljós að tjaldshjónin í flugvallarkantinum höfðu komið upp tveimur ungum sem sóru sig í ætt foreldranna. Og nú tók heimsóknum þeirra að fjölga. Reyndar héldu þau ungunum frá suðurhlutanum af lóðinni þar sem matargjafirnar voru yfirleitt settar. Völdu þeim frekar svæðið vestan við húsið þar sem alla jafna er skýlla ef eitthvað blæs. Kenndu þeim að tína ánamaðka og flugu síðan eftir brauði og öðru æti handa þeim suður fyrir hús og færðu þeim. Hafa kannski ekki treyst ungviðinu fullkomlega til að kljást við dúfurnar Íhaldssemi í öndvegi En þetta sumarið, eins og reyndar áður, voru fleiri sem vildu komast í matargjafirnar í Gvendarhúsi en dúfurnar og þessi tjaldafjöl- skylda. Í Suðurgarðslandinu hafði einnig verpt annað tjaldapar og sömuleiðis komið upp tveimur ungum. Og þeir fuglar höfðu komist að því gegnum tíðina hvenær dagsins var von á mat út á blett í Gvendarhúsi og annar fuglinn (líklega karlfuglinn) flögraði einatt yfir til að ná í bita. En hann var enginn aufúsugestur og var samstundis rekinn á braut með látum. En þessi tjaldur í Suðurgarði var greinilega bráð- greindur og sérlega flugfimur því að hvað eftir annað skaust hann úr loftinu niður á blettinn á fleygi- ferð og greip bita í gogginn áður en nokkur hafði áttað sig á hvað var að gerast. Flaug svo á braut en átti til að endurtaka leikinn innan tíðar. Þetta háttalag féll tjaldinum í Gvendarhúsi ekki vel í geð en hann fékk þar engu breytt. Hinn fuglinn var bara miklu sneggri, líklega eitthvað yngri, og því lét hann sig hafa þetta, þó líklega ekki ánægður. Þessi hegðun tjaldanna fyrir ofan hraun hefur stundum orðið mér umhugsunarefni. Inni í Herjólfsdal er mikið um tjald á hverju sumri en þar virðast allir lifa í sátt og samlyndi, eru þar oft í hópum tugum saman og virðast skipta milli sín því brauði sem vegfarendur færa þeim. Engin slagsmál eða læti. En hér fyrir ofan hraun er allt annað í gangi og sá nágrannakærleikur sem ríkir milli bæjanna hér, virðist ekki ná til tjaldanna. Mér virðist sem tjaldarnir sem sest hafa að í landi Gvendarhúss, telji sig öðrum rétthærri og ríki þar eins og óðals- bændur; enda hef ég áður frá því greint að forfeður þeirra hafi talið sig brottrekna af jörðinni þegar við byggðum Gvendarhús.. Það hefur líka stundum verið sagt um íbúa fyrir ofan hraun að þeir séu í eðli sínu íhaldssamari en aðrir og kannski á það við um fuglana líka. Vargurinn rekinn á braut Og þannig leið þetta sumar, oftast friðsamt meðal fuglanna en fyrir kom á varptímanum og meðan ungarnir voru að komast á legg að bægja þurfti frá svartbak sem Sigurgeir Jónsson Tjaldurinn í Gvendarhúsi: Tveir myndarlegir ungar komust á legg þetta sumarið Myndina teiknaði Lóvísa Ingibjörg Jarlsdóttir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.