Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2023, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2023, Blaðsíða 10
10 | | 21. desember 2023 Ladies Circle (LC) eru alþjóðleg góðgerðar- og vináttusamtök með tæplega 1100 klúbba starfandi á tæplega 140 svæð- um um allan heim og eru fleiri en 11.000 virkar klúbbkonur í samtökunum í dag. Í Ladies Circle fá konur tækifæri til að efla sjálfstæði sitt, auka víð- sýni og umburðarlyndi og eiga frábærar stundir með öðrum konum. Sandra Sif Sigvardsdóttir er formaður LC í Vestmannaeyjum. Verkefni hennar er að setja upp fundi fyrir starfsárið og halda utan um formlegheitin, sem og að sitja fundi formanna og varaformanna með landsforseta. Einnig er hún skyldug að sitja landsfund og full- trúarráðsfund hennar formannsár með varaformanni klúbbsins. „Annað tengt starfinu er unnið í sameiningu allra klúbbskvenna sem er svo dýrmætt, það að klúbburinn stendur ekki og fellur með formanni heldur erum við allar í þessu saman og vinnum verkin þannig.“ Frábær og fjölbreyttur hópur Sandra segir að hópurinn í Eyjum sé eins fjölbreyttur og hann er frábær. Ladies Circle er fyrir konur á aldrinum 18 til 45 ára. Aðild fá konur sem bornar eru upp af núverandi eða fyrrverandi félaga samtakanna. Einnig getur kona sent inn ósk um inngöngu í klúbbinn og er þá borin tillaga um viðkomandi á fundi næst þegar klúbburinn hyggst fjölga. Samtökin eru opin öllum konum sem hafa áhuga á að víkka sjón- deildarhringinn og kynnast öðrum konum. Fyrst og fremst eru samtökin góðgerðarsamtök en í heildina eru þau miklu meira en það. „Við leggjum okkar af mörkum bæði í innlendum sem og erlendum góðgerðarmálum. Erum þá í samvinnu með öllum klúbbum landsins sem og klúbbum um allan heim. En þrátt fyrir að vera góðgerðarfélag í grunninn er þetta líka bara eins og einn stór vinahópur og hef ég persónulega eignast alveg einstaklega góðar vinkonur sem ég hefði aldrei kynnst hefði það ekki verið fyrir þessi samtök og verð ævinlega þakklát fyrir bæði samtökin sem og mínar konur í samtökunum.“ Góðverk í krafti fjöldans Alheimssamtökin Ladies Circle voru stofnuð í Englandi árið 1936, árið 1988 var Ladies Circle Ísland (LCÍ) stofnað á Akureyri. Voru í framhaldi stofnaðir 2 klúbbar í Reykjavík árið 1990 og 1994, þá var fyrsta Landsstjórn LCÍ mynduð. Á fyrstu 10 árunum voru stofnaðir 10 klúbbar víðsvegar um landið og eru klúbbarnir með númer sem skilgreinir sig frá öðrum og er númerið gefið í þeirri röð sem að klúburinn var stofnaður. „Við í Vestmannaeyjum erum klúbbur númer 11 og hefur verið starfandi síðan árið 2009. Í klúbbnum okkar erum við 17 en það eru 310 konur í landssamtök- unum sem eru um allt land. Ladies Circle er partur af Round Table fjölskyldunni sem samanstendur af Round Table International, Old Tablers, Ladies Circle International og Agora og vinnum við náið með þessum samtökum hér á Íslandi. Það er alltaf verið að efla samstarfið okkar á milli og er t.a.m. Round Table klúbbur í Eyjum sem við erum í góðu sambandi við sem og aðra RoundTable klúbba á Íslandi. Ladies Circle eru mjög öflug sam- tök en það er ótrúlegt og ómet- anlegt hvað þessi alheimssamtök geta gert í krafti fjöldans.“ Jólin tími til að gleðja Klúbburinn hvetur klúbbkonur sínar að taka þátt í góðgerðarver- kefni bókasafnsins og foreldra- morgna og gefa jólagjöf undir tréð í Einarsstofu. Einnig voru klúbb- konur hvattar til að kaupa Lífgjöf í Kubuneh í stað pakkaskipta inn- an klúbbsins í ár. „Í fyrra bök- uðum við Sörur og seldum fyrir innlenda góð- gerðarverkefnið sem er í gangi núna hjá LCÍ og fór það langt fram úr okkar væntingum, við komumst því miður ekki í það aftur núna í ár en það er eitthvað sem við viljum gera að árlegum viðburði þar sem allur ágóði færi í góðgerðarmál. Þetta er allt að komast á skrið aft- ur eftir covid og stefnum við alltaf á að gera meira og gefa meira af okkur“, segir Sandra að lokum. Efri Röð: Erna Georgsdóttir, Heba Dögg Jónsdóttir, Berglind Sigvardsdóttir, Soffía Marý Másdóttir, Marsibil Sara Pálmadóttir, Linda Óskarsdóttir, Kolbrún Jónsdóttir, Heba Rún Þórðardóttir, Sara Björg Ágústsdóttir og Lísa Margrét Þorvaldsdóttir. Neðri röð: Inga Kristín Pétursdóttir, Sandra Sif Sigvardsdóttir, Bryndís Jónsdóttir og Sara Dís Hafþórsdóttir. DÍANA ÓLAFSDÓTTIR diana@eyjafrett ir. is Góðgerðarsamtökin Ladies Circle: Eins og einn stór vinahópur ” Við í Vestmannaeyjum erum klúbbur númer 11 og hefur verið starfandi síðan árið 2009. Í klúbbnum okkar erum við 17 en það eru 310 konur í landssamtökunum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.