Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2023, Blaðsíða 21

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2023, Blaðsíða 21
21. desember 2023 | | 21 Arnar Sigur- mundsson fæddist í Vest- mannaeyjum 19. nóvember 1943. Hann lauk gagn- fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Vestmanna- eyja 1960 og fór að því loknu að vinna í fiski, hjá Kaupfélagi Vestmannaeyja og síðan við heildverslun Heiðmundar bróður síns, H. Sigurmundsson hf., frá 1965 fram að gosi. Þar vann Arnar við sölumennsku, innheimtu og umboð Sam- vinnutrygginga. Arnar varð starfsmaður Við- lagasjóðs í byrjun mars 1973 og framkvæmdastjóri sjóðsins í Vestmannaeyjum frá septem- ber 1973 og fram í mars 1977. Hann var framkvæmdastjóri Samfrosts sf., þjónustufyrir- tækis frystihúsanna í Eyjum, frá 1977 til 1992 og formaður Samtaka fiskvinnslustöðva (SF) 1987 til 2014. Arnar tók þátt í sameiningu SF og LÍÚ í Samtök fyrirtækja í sjávarút- vegi (SFS) árið 2014. Arnar settist í stjórn Lífeyris- sjóðs Vestmannaeyinga 1980, síðar Lífeyrissjóðs Vestmanna- eyja, og sat þar nær samfleytt til 2017. Hann átti sæti í stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða frá stofnun 1998 og til 2017, var formaður 2006-2012. Arnar var formaður Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins 1997-2004, stjórnarmaður í Vinnuveitenda- sambandi Íslands og síðar í stjórn Samtaka atvinnulífsins (SA) til 2015 og ráðgjafi SA í lífeyrismálum. Hann var stjórnarformaður Visku frá stofnun 2003 til 2023, í stjórn Þekkingarseturs Vestmanna- eyja frá stofnun 2008, þar af formaður 2018-2023, í stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja um árabil og formaður stjórnar 1992-2000. Arnar var í stjórn Eyverja 1964-1977 og bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1978- 1986 , 1995-1998, 2002-2006 og varamaður í bæjarstjórn í fjögur kjörtímabil. Hann sat 270 bæjarstjórnarfundi á árun- um 1974-2009. Aðeins fjórir bæjarfulltrúar hafa setið fleiri bæjarstjórnarfundi en Arnar frá því að Vestmannaeyjabær fékk kaupstaðarréttindi 1919. Arnar var formaður Taflfélags Vestmannaeyja 1962-1964 og aftur 50 árum síðar, 2015- 2021. Hann hefur lengst af verið virkur í starfsemi félags- ins og fjórum sinnum orðið Skákmeistari Vestmannaeyja. Arnar hefur verið í ritnefnd Fylkis frá 1992 og ritstjóri jólablaðs Fylkis. Hann er einn af stofnendum Eyjaprents sem sameinaðist Fjölsýn í Eyjasýn ehf., útgefanda Frétta/Eyja- frétta, og í stjórn félagsins um langt árabil. árið 1917. Mig minnir að hún hafi kostað 7.000 krónur sem var stórfé á þeim tíma. Þar með hófst blaðaprentun hér. Valdimar Ottesen hafði þá gefið út fjölritað blað sem hét Fréttir. Gísli var á hátindi velgengni sinnar þegar hann keypti prentvélina. Hann réði Pál Bjarnason, kennara og síðar skólastjóra Barnaskólans, til að vera ritstjóri Skeggja. Svo tóku önnur blöð við og fleiri prentsmiðjur urðu til.” Nú koma Eyjafréttir reglulega út og einnig Tígull og Sjónvarps- vísir. Eyjafréttir hófu göngu sína vorið 1974 og verða því 50 ára næsta vor. Auk þess hafa Framsóknarblaðið, VG-blaðið, Aðventublað H-listans, E-lista- blaðið og Fylkir komið út fyrir jólin. Jólablað Fylkis er eftirsótt en auk vandaðra greina er þar minnst Vestmannaeyinga sem lát- ist hafa á árinu. Arnar hefur lengi haldið utan um þann þátt blaðsins með dyggri aðstoð Bjarneyjar Erlendsdóttur sem hefur sinnt því af mikilli samviskusemi en lætur nú af störfum. Aldrei fleiri látinna minnst en nú „Í jólablaði Fylkis að þessu sinni verður minnst um 160 látinna Vestmannaeyinga. Þeir hafa aldrei verið fleiri. Flest voru nöfnin 132 áður. Af þessum 160 voru um 50 með lögheimili í Eyjum þegar þeir féllu frá. Það er heldur meira en áður,” segir Arnar. Hann rekur þessa fjölgun látinna Eyjamanna að hluta til Heimaeyjargossins 1973. Þá bjuggu hér um 5.000 manns og þriðjungurinn sneri ekki aftur til baka. Í staðinn bættust 700-800 nýir Vestmannaeyingar í hópinn. Til að látins sé minnst í Fylki þarf viðkomandi að hafa fæðst í Eyjum og/eða búið hér í lengri eða skemmri tíma á lífsleiðinni. Það er stundum vandasamt að finna út hvort viðkomandi hafi haft fasta búsetu í Eyjum. Gríðar- lega margt fólk kom ofan af landi á vetrarvertíð oft fleiri en eina, en hafði ekki fasta búsetu. Það kemur fyrir að bent er á fyrrverandi kennara við Barnaskólann, eða Gagnfræðaskólann, sem látist hafa og bjuggu og kenndu í skamman tíma en margir muna eftir. „Jólablað Fylkis og Eyjafréttir eru efnismikil, ritstýrð blöð sem vandað er til. Ég hef trú á að þau verði lesin áfram og eigi framtíð fyrir sér á prenti. Það er ekki eins að skoða blað á skjánum og að halda á því. Þó hafa ótrúlega margir samband við mig sem hafa lesið jólablað Fylkis í prentuðu formi eða á netinu og þakka fyrir blaðið,” segir Arnar. 2000 - Arnar á skrifstofu sinni í Hvíta húsinu, Strandvegi 50. Ljósmynd/Fréttir 2013 - Gunnar Júlíusson teiknaði skopmynd af Arnari í tilefni af sjötugsafmæli hans. Myndin sýnir vel hve ótrúlega fjölþætt viðfangsefni og áhugamál afmælisbarnsins hafa verið í gegnum tíðina.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.