Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2023, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2023, Blaðsíða 17
21. desember 2023 | | 17 „Heimaeyjargosið 1973 breytti öllu í Vestmannaeyjum,“ segir Arnar Sigurmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri. Hann var á 30. aldursári þegar eldgosið hófst aðfaranótt 23. janúar 1973. Eftir að hafa komið fjölskyldunni í öruggt skjól í Reykjavík, bjargað búslóðinni og klárað vinnutengd verkefni frétti hann að það vantaði starfsmann til að sinna útreikningum og þjónustustörfum hjá Viðlagasjóði í Eyjum. Arnar fékk starfið. „Þá kom sér vel að hafa unnið við verslunar- og skrifstofustörf og að þekkja vel staðhætti í Eyjum. Skrifstofur Viðlagasjóðs voru þá á 2. og 3. hæð í húsi Útvegsbankans við Kirkjuveg,” segir Arnar. Þegar hann hóf störf voru helstu verkefnin að verja byggðina og höfnina. „Komið hafði verið upp varnargörðum og var reynt að hemja framgang hraunsins. Þá fór mikil vinna í að halda olíukyndingum í húsum gangandi til þess að koma í veg fyrir skemmdir. Hraunið brast fram þegar leið á mars 1973 og fóru þá mörg íbúðarhús og at- vinnuhúsnæði undir á skömmum tíma. Í lok mars kom mjög öflugur dælubúnaður frá Bandaríkjun- um og voru 40 sjódælur settar upp á Básaskersbryggju. Þaðan voru lagðar sverar pípur upp að hraunkantinum og sjónum dælt á hraunið. Auk þess kældu öflug dæluskip hraunið við innsigl- inguna.” Þegar gasmengunar varð vart í neðri hluta bæjarins um miðjan mars 1973 var starfsemi Viðlaga- sjóðs, bæjarskrifstofur, mötu- neyti björgunarfólks, stjórnstöð Scot-Ice og Ice-Can neðansjáv- arstrengjanna og fleira flutt úr miðbænum og í hús Gagnfræða- skólans (FÍV). „Ég var einn þeirra sem sóttu eldmessuna í Landakirkju að kvöldi 22. mars 1973. Það var alveg ógleymanleg stund og ekki síður það sem á eftir fylgdi. Ríkisútvarpið var mætt þarna en enginn frá Sjónvarpinu. Það voru þarna þrír menn frá BBC sem náðu nokkrum skotum í kirkjunni. Það myndefni fannst 25 árum síðar. Þá skrifaði sá sem farið hafði fyrir hópi BBC og lýsti áhuga á að skrifa barnabók um komu Keikós! Hann nefndi að hann hefði áður komið til Eyja og stjórnað gerð þáttar um Eyjagosið fyrir BBC. Okkur hafði vantað nafnið á stjórnanda þáttarins en þarna var það komið. Jakob Frímann Magnússon, nú alþingis- maður sem þá var í London, gat nálgast myndefnið og við fengum það á diski. Þar voru viðtöl við Vestmannaeyinga og fleira.” Dælubúnaður og dugmiklir starfsmenn skiptu öllu Sama dag og eldmessan var haldin hófst óviðráðanleg framrás hraunsins og fóru um 100 hús undir á skömmum tíma. Arnar segir það vera umhugsunarvert hvort minna tjón hefði orðið ef vatnsdælurnar hefðu komið hálfum mánuði fyrr. Þá á hann sérstaklega við framrásina eftir 25. mars þegar Heimatorg, Raf- veita Vestmannaeyja og húsin þar í kring urðu hrauninu að bráð. Byrjað var að hreinsa gjall af nokkrum götum í apríl 1973 meðan gosið var enn í fullum gangi. Þetta var nauðsynlegt svo hægt væri að komast um bæinn með tækjabúnað. Dælurnar voru þá farnar að skila fullum afköst- um. „Þessi öflugi búnaður og dugnaður þeirra sem að verkefn- um komu skipti öllu og verður aldrei að fullu þakkaður. Þegar hraunkanturinn hélst óbreyttur í lok apríl jókst bjartsýni á framtíð byggðar í Eyjum. Viðlagasjóður, í Eldgosið 1973 breytti öllu Arnar Sigurmundsson var framkvæmdastjóri Viðlagasjóðs Ógleymanleg eldmessa Umfangsmikið tjónamat Í forystusveit lífeyrissjóða í 30 ár Mikil útgáfustarfsemi í Eyjum GUÐNI EINARSSON gudnieinars@gmail.com 2023 - Arnar Sigurmundsson hefur verið forystumaður í félags- og menningarmálum Vestmannaeyja um áratuga- skeið. Þá var hann lengi í forystusveit lífeyrissjóða landsmanna og í atvinnulífinu. Ljósmynd/Sindri 2023 - Hjónin Arnar Sigurmundsson og Guðrún Stefánsdóttir njóta lífsins á Tenerife.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.