Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2023, Blaðsíða 25

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2023, Blaðsíða 25
21. desember 2023 | | 25 „Þetta var ákaflega stór dagur og sérstaklega ánægjulegur. Mikil tímamót. Stóri kosturinn er, nú þegar Ísfélag hefur verið skráð á markað, hvað það stendur styrkum fótum og hefur margar stoðir. Öflugt í bæði uppsjáv- arfiski og botnfiskvinnslu bæði á sjó og í landi,“ sagði Ólafur Helgi Marteinsson, fyrrum framkvæmdastjóri Ramma hf. á Siglufirði. „Rammi kemur inn með rækju- verksmiðju hér á Siglufirði og hér er líka kítósanverksmiðja sem framleiðir kítósan úr rækjuskel. Við búum til ýmsar neytendavörur og seljum til annarra framleiðenda sem nota efnið í lyf, fæðubótar- efni, smyrsl, snyrtivörur og mat- væli. Rammi er með landvinnslu i Þorlákshöfn, sem var þangað til fyrir tveimur árum mjög öflug í humri. Nú einbeitum við okkur að vinnslu á þorski, ýsu og karfa. Vonandi líða ekki mörg ár þangað til við förum að veiða og vinna humar á ný. Sólberg er stór frystitogari sem gerður er út frá Fjallabyggð. Sólberg ÓF-1 hefur verið aflahæsta bolfisskip á Íslandi síðan það kom nýtt til landsins árið 2017, líklega er það fjórða stærsta fiskvinnsla á Íslandi. Svo er nýr togari í smíðum í Tyrklandi sem áætlað er að verði afhentur í lok febrúar. Nafn nýja skipsins er Sigurbjörg ÁR-67.“ Ólafur segir rekstur sem heyrði undir Ramma hf. standa á traust- um fótum. „Það er enginn staður betri til að gera út frystitogara eins og Sólberg en Siglufjörður. Hér er góð höfn, frábærir þjónustuaðilar og stutt á miðin. Rækjuverksmiðj- an byggðist hér upp af því að hér voru góð rækjumið. Það hefur verið lægð í því nokkuð lengi en við flytjum inn erlent hráefni, frá Noregi og Kanada. Höldum úti einu rækjuskipi en það nægir ekki til að halda upp fullri vinnslu í verksmiðjunni.“ Ólafur segir fólk fyrir norðan ekki þurfa að óttast um sinn hag. Sameiningin og samvinnan hafi gengið vel enda valinn maður í hverju rúmi. „Ísfélag hf. stendur á traustum grunni. Þar lögðu saman tvö mjög öflug og vel rekin fyr- irtæki með afar sterkan efnahag. Ísfélagið hefur tækifæri til þess að vaxa, bæði innan þess ramma sem fiskveiðistjórnunarkerfið leyfir og í ýmsum hliðargreinum og nýsköpunarstarfsemi. Þannig að ég held að allir sem starfa hjá fyrirtækinu geti horft björtum augum til framtíðar. Við leggjum metnað okkar í að félagið eflist og dafni. Frá því við tókum þessa ákvörðun, um að sameina félögin, hefur samstarfið gengið mjög vel. Félögin, þó ólík séu, eiga mjög vel saman enda hugsunin og stefnan sú sama þegar kemur að rekstri,“ sagði Ólafur að endingu. Þetta er mikil tímamót, líka fyrir Guðbjörgu Matthíasdóttur, ekkju Sigurðar Einarssonar og fjöl- skyldu. Fjölskyldan hefur verið stærsti hluthafinn í félaginu frá því Sigurður féll frá árið 2000. Frá þeim tíma hefur félagið haldið áfram að eflast og styrkjast. Guð- björg hringdi bjöllunni til að hefja viðskiptin í Kauphöll og naut til þess aðstoðar barnabarna sinna, þeirra Sigurðar Boga og Magnús- ar Úlfs. Að sögn Einars Sigurðssonar, varaformanns stjórnar Ísfélags er fjölskyldan ánægð með útboðið. „Það gekk betur en við þorðum að vona. Ekki síst í ljósi þess að hlutabréfamarkaðurinn var daufur í allt haust. Gekk útboðið mjög vel þegar upp var staðið, eins kynningarfundir með fjárfestum og útboðið sjálft var vel heppnað. Bankarnir þrír sem sáu um útboð- ið stóðu sig mjög vel. Í okkar huga er þetta upphaf á vegferð frekar en eitthvað annað. Þessi mikla þátttaka sýnir trú á félaginu og starfsfólki þess auk þess að fjárfestar hafa trú á sjávarútvegi. Við höfum líka þá trú og erum áfram stærsti eigandi félagsins. Ef greinin fær að halda áfram að þróast og dafna mun íslenskur sjávarútvegur áfram vera í fremstu röð,” segir Einar. Eftir sameiningu við Ramma er félagið orðið þriðja stærsta sjáv- arútvegsfélag landsins en er enn þá talsvert langt frá hámarkseign á aflaheimildum. „Sameiningin gekk vel enda vart við öðru að búast. Rammi var mjög vel rekið fyrirtæki og eigendur hugsa á svipuðum nótum og við, til langs tíma litið. Þeir hafa sýnt í sínum rekstri að hversu öflugir þeir eru. Ég held að þarna hafi tvö mjög vel rekin félög, með öflugt starfsfólk og stjórnendur sameinast í eitt öflugt félag. Við erum alla vega stolt hversu vel tókst til í þessu útboði,” segir Einar að lokum. Erum stolt af hversu vel tókst til Eiga vel saman þó ólík séu Stórfjölskyldan. Magnús, Bylgja, Sigurður Bogi, Margrét Kristín, Páll Gústaf, Guðbjörg, Magnús Úlfur, Vala, Einar, Sigurður, Kristinn og Maren. Stjórn og starfsfólk: Sigríður Katrín Stefánsdóttir, Einar Sigurðsson, Ell- ert Hlöðversson, Anton Felix Jónsson, Guðrún Özurardóttir, Hildur Karen Haraldsdóttir, Björn Hákonarson, Hermann Örn Pálsson, Stefán Friðriksson, Hreiðar Már Hermannsson, Erlendur Hjartarson, Þorbjörg Kristjánsdóttir, Þórður Þórðarson og Unnar Már Pétursson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.