Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2023, Blaðsíða 36

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2023, Blaðsíða 36
36 | | 21. desember 2023 „Vel yfir 200 nemendur hófu nám og var námið fjölbreytt og krefjandi eins og svo oft áður. Nemendur voru skráðir á fjórtán mismunandi brautir og vel yfir 70 áfangar í boði. Skipting milli bóknáms og verknáms var verknáminu í vil, en iðnnám er „heitasta kartaflan í pottinum“ og miklar líkur eru á að svo verði áfram,“ sagði Thelma Gísladóttir aðstoðarskólameistari. „Grunndeild rafiðna fór af stað á þessari önn með 19 nemendur. Eftirspurn í húsasmíðanámi jókst verulega. „Fyrsti hópurinn mun hefja nám strax eftir áramótin. Stórt og gott verkstæði verður sett upp í austurhluta skólans þar sem nú er vinnurými nemenda og lista- námið fer fram. Hluti af smíða- kennslunni mun einnig fara fram utandyra enda erfitt að byggja hús innandyra. Nokkrir nemendur hófu nám við C-stig í vélstjórn og vonumst við til að fá fleiri nem- endur á brautina svo hægt verði að halda áfram því góða námi. Múraranemar mættu í síðustu loturnar núna á þessari önn og erum við í dag að útskrifa 16 múr- ara. Og geri aðrir betur!,“ sagði Thelma og nefndi næst bóknámið sem hún sagði eiga undir högg að sækja. „Nám sem um þessar mund- ir er að fara í gegnum miklar breytingar. Og nú eru svo sannarlega áskoranir og tækifæri til að efla námið, bjóða tæknina velkomna í hús og læra að vinna með hana. Við erum jú öll að læra saman og eigum að njóta þess að gera það hlið við hlið. Svo þarf að finna annað hentugt og gott rými fyrir listnámið því aðsóknin í það er mikil og hefur á síðustu árum farið ört vaxandi. Sköpun er stór þáttur af námi og erum við alltaf að sjá betur hvernig listin teygir sig inn í aðra áfanga. Til verða fallegar myndskreyttar ljóðabækur, myndasögur, myndrænar kynn- ingar og svo margt fleira. Það býr mikil list í okkar nemendum. Öflug ÍBV akademína Í samstarfi við ÍBV akademíu stunda 35 nemendur knattspyrnu og handknattleik. Öflugt ungt fólk sem fer fyrr á fætur en margir jafnaldrar þeirra og æfa áður en þau mæta í skólann. Svo eru margar aðrar æfingar og skyldur sem fylgja að vera hluti af þessum hópi. Fjórir nemendur útskrifast frá akademíu ÍBV og FÍV hér í dag og verða nöfn þeirra lesin upp síðar í þessari athöfn,“ sagði Thelma sem að lokum beindi orð- um sínum til útskriftarnema. „Mig langar að þakka ykkur út- skriftarnemendum fyrir allar góðu samverustundirnar og samstarfið. Það hefur verið ánægjulegt að fá að vinna með ykkur og fylgjast með ykkur styrkjast og þrosk- ast, bæði sem nemendur og sem einstaklingar. Einnig vil ég þakka samstarfsfólki mínu fyrir vel unnin störf á önninni og sérstakar þakkir til þeirra sem komu að undirbúningi og framkvæmd þessarar útskriftar hér í dag. Mig langar að þakka ykkur út- skriftarnemendum fyrir allar góðu samverustundirnar og samstarfið. Það hefur verið ánægjulegt að fá að vinna með ykkur og fylgjast með ykkur styrkjast og þrosk- ast, bæði sem nemendur og sem einstaklingar. Einnig vil ég þakka samstarfsfólki mínu fyrir vel unnin störf á önninni og sérstakar þakkir til þeirra sem komu að undirbúning og framkvæmd þessarar útskriftar hér í dag.“ Iðnnám á uppleið og bóknám á tímamótum Útskriftarhópurinn. Efsta röð: Einar Þór Jónsson, Gauti Gunnarsson, Dagur Einarsson, Hinrik Hugi Heiðarsson, Ísak Huginn Héðinsson, Óli Jakob Jónsson, Breki Einarsson, Sindri Georgsson. Miðröðin: Haukur Helgason, Elmar Erlingsson, Arnór Ingi Pálsson, Aron Steinar G. Thorarensen, Elliði Snær Gústafsson, Tinna Mjöll Guðmundsdóttir, Konstantinas Zapivalovas. Neðsta röð: Ailandas Baurinas, Albert Snær Thórshamar, Birgir Nielsen Þórsson, Björn Grétar Sigurðsson, Bogi Matt Harðarson, Daníel Gústaf Hlöðversson og Helga Kristín Kolbeins. SINDRI ÓLAFSSON sindri@eyjafrett ir. is ÓMAR GARÐARSSON omar@eyjafrett ir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.