Stuðlaberg - 01.11.2021, Síða 5

Stuðlaberg - 01.11.2021, Síða 5
STUÐLABERG 2/2021 5 Fjölbreytt ljóðaflóra er mikilvæg Rætt við Pál Valsson um varðveislu hins hefðbundna ljóðs Í Stuðlabergi hefur sjónum verið beint að ljóðhefðinni og hefur hagyrðingasamfélagið tekið blaðinu fagnandi. En hver er afstaða bókmenntafræðinnar til varðveislu hinnar fornu braghefðar? Stuðlaberg hafði samband við Pál Valsson bókmenntafræðing sem féllst fúslega á að svara nokkrum spurningum: Bókmenntafræðingar hafa löngum vitnað í Stein Steinarr og orð sem hann lét falla í viðtali við tímaritið Líf og list árið 1950 þar sem hann segir: „Hið hefðbundna ljóðform er nú loksins dautt.“ Hvað segir þú? Er hefðbundið ljóðform dautt? Sagan hefur auðvitað sýnt fyrir löngu að Steinn hafði algerlega rangt fyrir sér, enda held ég að hann hafi nú aðallega verið með þessum ummælum að ögra og um leið blása byltingarmönnum formsins kappi í kinn. Hið hefðbundna form gekk á margan hátt í endurnýjun lífdaga með rappinu, unga fólkið fór að ríma af miklum móð, og það skilar sér. Það eru margir að yrkja ljómandi vel hefð- bundið, sem betur fer, því við viljum hafa alla bragflóruna lifandi. Hver er upplifun þín af þróun ljóðlistar undan- farna áratugi þegar mismunandi ljóðform eru virk og ljóðaflóran verður æ fjölbreyttari? Fjölbreytt ljóðaflóra er afar mikilvæg og mér sýnist, svona almennt séð, að æ fleiri yrki æ betur. Ef ég horfi til óhefðbundinna ljóða þá finnst mér mjög margir höfundar sýna af- skaplega góð tök á ljóðmáli og þau geta beitt því til að sýna hugsanir sínar og myndir. Þau vita út á hvað góð ljóðlist gengur. Hagyrðingamót eru afar vinsæl og komast oft færri að en vilja þegar hagyrðingarnir tjá sig í bundnu máli á pallinum. Hver er skilgreining bókmenntafræðingsins á því sem þar fer fram? Ég lít á þessi mót sem mikilvæga skemmt- un, jafnvel má tala um þjóðaríþrótt því lands- menn hafa sjálfsagt kveðist á frá upphafi landnáms. Og ég tala auðvitað um skemmtun í jákvæðum skilningi, því burtséð frá mikil- vægi þess að hafa gaman, þá er þetta glíma við orð og hugsanir, rétt eins og í allri ljóð- list, og þessi er ekkert ómerkilegri en önnur. Það er úrelt viðhorf, að mínu mati, leifar af gömlum deilum um bragform sem heyra sögunni til. Við þurfum bæði hefðbundinn brag og óhefðbundinn, ef íslenskan á að lifa. Hvað viltu segja um varðveislu hefðbundna ljóðsins á Íslandi? Er þetta menningarlegt afrek eða erum við bara svona „sveitó“? Sagði ekki einhver að það væri kúl að vera sveitó? Um þetta mætti halda langa ræðu og hátimbraða um stuðlanna þrískiptu grein og að í þúsund ár hefðum við setið við sögur og ljóð … og allt er það satt. Rétt eins og við værum aumingjar ef við glötuðum niður ís- lenskri tungu, þá værum við aumingjaþjóð ef hefðbundinn bragur týndist og yrði gleymsk- unni að bráð. Þá hyrfi mikilvæg sérstaða og framlag okkar til heimsmenningarinnar. Sem betur fer sé ég engin merki þess að slíkt sé gerast, þvert á móti. RIA. Jó ha nn P ál l V al d im ar ss on

x

Stuðlaberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.