Stuðlaberg - 01.11.2021, Síða 6
6 STUÐLABERG 2/2021
Kossi heitum kyssi ég þig
Bók með hestavísum
Árið 1992 kom út bókin Fjörið blikar augum í,
hátt í þúsund hestavísur sem Albert Jóhanns-
son í Skógum safnaði. Þetta er afar vönduð
útgáfa. Aftast í bókinni er höfundaskrá með
tilvísunum í blaðsíður, þá er sams konar skrá
yfir hestanöfn sem fyrir koma og að lokum
er skrá yfir fyrstu braglínu (vísuorð) hverrar
vísu. Höfundar eru um tvö hundruð og fimm-
tíu og hestanöfnin eru rösklega hundrað og
fimmtíu. Bent skal á að margir hestar bera
sömu nöfn. Þrettán sinnum má lesa nafnið
Bleikur, átta sinnum Blesi, sex sinnum Gletta,
fimmtán sinnum Gráni, nafnið Rauður
kemur einnig fimmtán sinnum fyrir, Skjóni
sex sinnum, Sokki átta sinnum og Sörli níu
sinnum. Önnur nöfn eru sjaldséðari.
Í bókinni er margt vel sagt. Guðfinna Þor-
steinsdóttir (Erla skáldkona) í Teigi í Vopna-
firði yrkir:
Gola hnellin geymir þol,
Golu besta hross ég tel.
Gola hefur grannan bol,
Golu þarf að fóðra vel.
Í annarri vísu kveður hún vin:
Þótt ég beri þurra kinn
þiðna fann ég brána,
þegar heiman hinsta sinn
horfði ég eftir Grána.
Páll Ólafsson, skáld á Hallfreðarstöðum,
orti fræga vísu:
Eg hef selt hann Yngra Rauð,
er því sjaldan glaður.
Svona er að vanta veraldarauð
og vera drykkjumaður.
Margrét Rögnvaldsdóttir orti:
Þú hefur borið, Þröstur, mig
þúsund glaðar stundir.
Kossi heitum kyssi ég þig
kofaveggnum undir.
Þórður á Strjúgi orti þessa alkunnu vísu á
sextándu öld:
Þótt slípist klár og slitni gjörð
slettunum ekki kvíddu.
Hugsaðu hvorki um himin né jörð
haltu þér fast og ríddu.
Sigurlaug Árnadóttir í Breiðagerði segir:
Sörli flestum frárri er,
fær sá bestan hróður
og af mestu mönnum hér
metinn hestur góður.
Allir vita að hestar þjást oft af heimþrá.
Ólína Jónasdóttir kvað:
Heim í æsku hlýjan stað,
hugann aftur langar.
Veslings Jarpur, veistu að
við erum bæði fangar.
Við endum á þekktri vísu eftir Hermann
Jónasson, fyrrum forsætisráðherra:
Betra er að vera klakaklár
og krafsa snjó til heiða
en lifa mýldur öll sín ár
undir hnakk og reiða.
RIA.
Sh
u
bh
ik
a
B
ha
ra
th
w
aj