Stuðlaberg - 01.11.2021, Page 11

Stuðlaberg - 01.11.2021, Page 11
STUÐLABERG 2/2021 11 Og svo gerði hann limru: Þau kjörseðla settu í kassa, sem kjörstjórnin átti að passa. Með brosin á brá, þau brugðu sér frá og eftir sér læstu með Assa. Hafsteinn Reykjalín Jóhannesson vélfræð- ingur vill fara að öllu með gát: Stjórnin áfram stendur naum, styrkur er þó nokkur. Henni skulum gefa gaum, gæta vel að okkur. Samúel Þorsteinsson, brunavörður á Akra- nesi, yrkir dýrt: Erfitt mjög valið, illa svo talið, ógilt var kosningaskjalið.  Upphófst þá hjalið, endalaust malið, atkvæði mitt virðist falið. Helga Guðný Kristjánsdóttir, bóndi í Botni í Súgandafirði, yrkir langhendu: Kosninganna klúðrið mesta kostar einhvern stólinn sinn. Hreppa nærri hnossið besta en hrasa ‒ þá fer næsti inn. Við endum á tveimur skemmtilegum vísum eftir Sævar Sigurgeirsson, texta- og hugmyndasmið: Enginn veit hvert fylgið fer þótt fréttir lesi. Bylur hátt því botninn er í Borgarnesi.  Og hann spyr: Er þetta hringhenda ... eða þinghenda? Telur binginn, aftur, Ingi, allt í hringi fer. Inn á þing og út af þingi ýmsir stinga sér.  Hagyrðingar fá mínar bestu þakkir fyrir vel gerðar og skemmtilegar vísur. RIA. Ljóðperla úr gamalli bók Árið 1965 kom út bókin Næturljóð eftir Sigurð Anton Friðþjófsson sem fæddur var í Selvík á Árskógsströnd 1942 og starf- aði lengst af sem sjómaður. Hann lést árið 1980, tæplega þrjátíu og átta ára gamall. Í bókinni eru margar perlur en mesta athygli vakti þó kvæði sem ber heitið Nótt í erlendri borg: Um myrk og malbikuð stræti. mannanna sporin liggja, arka um gangstéttir glaðir gefendur, aðrir þiggja. Skilding er fleygt að fótum fólks sem ölmusu biður. Sífellt í eyrum ymur umferðar þungur niður. Geng ég til krár að kveldi, kneyfa af dýrum vínum. Klingjandi glasaglaumur glymur í eyrum mínum. Sé ég hvar sífellt er haldinn siðurinn ævaforni. Konan sem blíðuna býður, bíður á næsta horni. Í upphafi lífs var okkur æviþráðurinn gefinn. Hennar var lífsþráður líka lagður í sama vefinn. Flestum er gjarnt að grípa grjótið og aðra lasta. Sá þeirra er syndlaus reynist sjálfur má fyrstur kasta. Á hennar auðnuleysi okkur til gamans verða? Hún, sem bíður við hornið og hlustar til mannaferða, er atvik frá köldu kveldi, konan sem allir gleyma. En myrk og malbikuð stræti minningu hennar geyma.

x

Stuðlaberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.