Stuðlaberg - 01.11.2021, Síða 21
STUÐLABERG 2/2021 21
að virkja börn og ungmenni með okkur og
ljóðahátíðin okkar hefur þá sérstöðu að þar
taka börn alltaf virkan þátt. Þetta hefur skilað
sér í því að ljóðið er eitthvað sem börn hér í
sveitarfélaginu alast upp við, það er hluti
af tilverunni. Við höfum átt mjög gott sam-
starf við skólana hér á svæðinu, sérstaklega
Grunnskóla Fjallabyggðar, og það hefur verið
áberandi undanfarin ár hversu margar viður-
kenningar í ljóðasamkeppnum nemenda á
landsvísu hafa komið til nemenda þess skóla.
Annars finnst mér að mikil gróska hafi verið
í ljóðagerð hjá ungu fólki síðustu ár. Ég fæ
töluvert af ungu og áhugasömu fólki á setrið
sem er að gera tilraunir með að setja saman
ljóð, eða hefur jafnvel gefið út ljóðabók. Það
er mjög gaman að leiða slíka gesti í gegnum
setrið og ræða um ljóðlistina.
Tekur þú við ljóðabókum sem fólk vill losa sig
við en kann ekki við að henda?
Já, það er enn eitthvað rými til þess og
við tökum glöð við slíkum gjöfum. Maður
hefur orðið var við að ljóðabækurnar standa
hjörtum fólks gjarnan nær en aðrar bækur og
fólki líður vel með að koma þeim á stað þar
sem þær koma að góðum notum. Óneitanlega
er þó farið að safnast nokkuð mikið upp af
aukaeintökum, en þau nýtast sem söluvara, í
uppstillingar og ýmis verkefni.
Standa til einhverjar breytingar á Ljóðasetrinu?
Já, það er eitt og annað í farvatninu eftir lag-
færingar á húsnæðinu. Eins og fyrr segir tókum
við í gagnið nýtt og glæsilegt bókarými í tilefni
af tíu ára afmælinu. Gólfflötur seturs ins er ekki
stór svo ekki var hægt að stækka bókarýmið á
þann veginn og því fórum við upp, opnuðum
milli hæða og nú standa bókahillurnar um
fimm metra upp í loftið. Efri hæðin er að öðru
leyti að mestu ónotuð og enn á eftir að gera
hana upp. En þar ætlum við að koma á fót sér-
stakri Siglufjarðarstofu þar sem bókmenntum
Siglfirðinga, og tengdum Siglufirði, verða gerð
skil auk þess sem þar verður sýningarrými fyrir
minni sýningar. Með nýja þakinu varð svo til
spennandi rými á háaloftinu þar sem upplagt er
að vera með upplestra og sögustundir.
Hverjir eru helstu dýrgripirnir í safninu?
Það er nú erfitt að segja en við eigum mikið
af árituðum og tölusettum ljóðabókum og
fyrstu útgáfur af ýmsum merkum ljóða-
bókum. Þar má t.d. nefna áritað og tölusett
eintak af fyrstu bók Stefáns frá Hvítadal,
Söngvum förumannsins, 10. eintakið af 290,
og fallega áritað eintak af Við sundin blá eftir
Tómas Guðmundsson. Svo eru hér ýmsar
gamlar útgáfur af Passíusálmunum og
bókum þjóðskáldanna svo eitthvað sé nefnt.
Hvað er minnisstæðast úr sögu Ljóðasetursins?
Vígsludagurinn sjálfur, 8. júlí 2011, stendur
upp úr í minningunni, að sjá drauminn verða
að veruleika eftir mótlætið og alla vinnuna.
Að frú Vigdís Finnbogadóttir væri þar með
okkur og lýsti setrið opið er nokkuð sem ég
mun aldrei gleyma, það var alveg ómetanlegt.
Svipmynd frá fyrsta starfsári Ljóðasetursins á Siglufirði.
J.R
.