Stuðlaberg - 01.11.2021, Blaðsíða 23
STUÐLABERG 2/2021 23
Leirlistinn þrítugur
Rætt við Þóri Jónsson í Ólafsfirði
Leirlistinn, sem svo var kallaður, varð til
undir lok síðustu aldar. Þar hrönnuðust inn
vísur, stundum nokkrir tugir yfir daginn,
misgóðar að sjálfsögðu en margar þeirra
urðu fleygar. Þetta var á þeim tíma þegar
vísnahefðin var að taka við sér eftir nokkurra
áratuga svefn og hagyrðingar notuðu hvert
tækifæri til að koma afurð sinni á markað.
Til að forvitnast um uppruna og tilurð Leir-
listans var leitað í smiðju Þóris Jónssonar,
kennara í Ólafsfirði, og hann inntur eftir
því hvernig þetta hefði borið að. Hér kemur
frásögn hans ásamt sýnishorni af vísum frá
fyrsta árinu.
Þegar ég glugga í gömul skjöl til að kanna
uppruna póstlistans leir@ismennt.is – manna
milli oft nefndur Leirlistinn, Leirpotturinn
eða bara Leir – sýnist mér helst að fyrsta
kímið fari að spíra á haustdögum 1991. Um
það leyti bárust fyrstu vísurnar inn á listann.
Pétur Þorsteinsson á Kópaskeri hafði þá sett
upp heima hjá sér Unix-vél sem gegndi nafn-
inu Imba. Lénsherradæmi hans á Netinu var
kopasker.is. Á þessum tíma voru Unix-vélar
tæpast annars staðar en í háskólum og stofn-
unum þeim tengdum. Þess vegna spurðu
útlenskir iðulega að því hvort Kópasker væri
næststærsta borg Íslands. Það þótti okkur
skemmtilegt og kölluðum plássið „The City
of Copasker“.
Auk Péturs voru þá strax tengdir Imbu
Jón Jónasson, skólastjóri á Litlu-Laugum
í Reykjadal og ég. Fljótlega bættust þeir í
hópinn, Benedikt Sigurðarson, skólastjóri
Barnaskóla Akureyrar – Barnaskóla Íslands,
nú sérfræðingur við RHA, Björn Ingólfs-
son, skólastjóri á Grenivík, Halldór Valdi-
marsson, skólastjóri á Húsavík, Jón Eyfjörð,
félagsmálafulltrúi KÍ, nú forstöðumaður Ís-
lenska menntanetsins, Konráð Erlendsson,
kennari við Framhaldsskólann á Laugum,
Óttar Einarsson, kennari við Grunnskólann á
Eiðum, nú kennari við Barnaskólann á Eyrar-
bakka og Valdimar Gunnarsson, þá kennari
við Menntaskólann á Akureyri.
Þessi hópur – stundum nefndur „Vísna-
hópur Imbu“ – var fyrsti vísirinn að Leir-
listanum í þeirri mynd sem hann átti eftir að
taka á sig. Þá var þó ekki um póstlista að ræða
heldur venjulegan tölvupóst. Þess vegna er
ekki víst, og reyndar heldur ólíklegt, að allir
hafi fengið sömu sendingarnar.
Fyrsta kveðskapinn eftir þáverandi „Imb-
unga“ kallaði Pétur „Vísur Imbu“. Yrkisefni
voru tíðast fréttir af mönnum og málefnum og
umfjöllunin gjarna kerskin en um leið glettin
og laus við illkvittni. Hreinar „neðanmittis-
vísur“ voru sjaldséðar.
Það var 23. október sem Pétur Þorsteins-
son sendir inn limru, tilefnið var augljóslega
EES-samningurinn 1991:
Frá Lúxemborg leiddust þeir heim,
það ljómaði gleðin af þeim.
— Búnir að semja
og búnir að temja
sér ósvikinn Evrópuhreim.