Stuðlaberg - 01.11.2021, Síða 26

Stuðlaberg - 01.11.2021, Síða 26
26 STUÐLABERG 2/2021 Grétar Hallur Þórisson setti saman þessa stórskemmtilegu paródíu: Eitt gos ‒ hefur dimmu í dagsljós breytt, í dal sem er kenndur við steingelda sauði. Flýtur þar glóandi hraunið heitt, hristist og skelfur gígurinn rauði. Svo vel leyndist kvika við Fagradalsfjall að fræðimenn töldu ei þörf á að vaka. Nú þekur flatt Reykjanes gasmengað gjall. Gos verður aldrei tekið til baka. Gunnar J. Straumland kallar sitt framlag Dróttkveðna jarðelda: Drynur Heljar druna, drýpur glóð á nípu, brenndur kviku brandur, bleikur liðast reykur. Geigvænlegur gígur gleiður myndar hreiður grjóteggja í grýtu grárra nornahára. Í síðasta hefti voru skoðaðir rímnahættir sem kallast langhenda, nýhenda, breiðhenda, stafhenda og samhenda. Að þessu sinni er fjallað um bragarhætti sem kallast stikluvik, valstýft, braghenda og valhenda. Stuðst er við dæmi eftir Sveinbjörn Beinteinsson, Þórarin Eldjárn og Skúla Pálsson. Þrettándi hátturinn heitir stikluvik. Vísa undir þeim hætti kallast það sama. Lýsing: Fjórar línur, 1., 3. og 4. lína eru fjórar kveður með síðustu kveðu stýfða; 2. lína er þrjár kveður óstýfðar. 1., 2. og 4. lína ríma saman. 2. lína rímar ekki við hinar (rímform aOaa). Dæmi: Næturinnar hljóða húm hlýjum draumum vefur elskendanna yndisrúm, iðandi af morgunfrúm. (S.P.) — ⌣ — ⌣ — ⌣ — ◌   — ⌣ — ⌣ — ⌣ ◌ ◌ — ⌣ — ⌣ — ⌣ — ◌   — ⌣ — ⌣ — ⌣ — ◌ Fjórtándi hátturinn heitir valstýft. Vísa undir þeim hætti kallast valstýfa. Lýsing: Fjórar línur, frumlínurnar eru fjórar kveður, sú síðasta stýfð, en síðlínur tvær kveður, sú seinni stýfð. Í þessum bragarhætti er venjan sú að forliður sé í síðlínum ef frumlínur enda á stýfðum lið. Valstýfan er hins vegar stundum þannig að frumlínurnar eru fjórar kveður óstýfðar og þá er ekki forliður í síðlínunum (sbr. um úrkast í Stuðlabergi 2/2020, bls. 26). Allar línurnar í valstýfu ríma saman en það er óvenjulegt í rímnaháttum þegar línurnar eru ekki allar jafnlangar (rímformið er ann- aðhvort aaaa eða, ef frumlínur eru óstýfðar, AaAa; vegna þess að rímið verður að hafa sama áherslusérhljóðann). Dæmi (rímformið hér er aaaa): Fuglinn sat og söng á grein er sólin skein: – Framundan er brautin bein og bara ein. (Þ.E.) — ⌣ — ⌣ — ⌣ —  ⌣ — ⌣ — ⌣ ◌ ◌ ◌ ◌ — ⌣ — ⌣ — ⌣ —  ⌣ — ⌣ — ⌣ ◌ ◌ ◌ ◌ Af rímnaháttum IV Stikluvik, valstýfa, braghenda og valhenda

x

Stuðlaberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.