Stuðlaberg - 01.11.2021, Blaðsíða 27
STUÐLABERG 2/2021 27
Ólína Kerúlf Þorvarðardóttir horfði á nýju
gígana í streymi RÚV og orti:
Ógnarfuni björgin bræðir.
Byltast heitar lendur svarðar.
Nótt á báli. Eldur æðir
upp úr dimmu skauti jarðar.
Lýsir sjóðheit loga tungan.
Leiftur þjóta, neistar glæðast.
Steinda brjóstið stynur þungan.
Storðin – landið – er að fæðast.
Við endum á snilldarverki eftir Bjarna Sig-
tryggsson. Þetta er kallað alrímað og fátítt að
sjá svona vel að verki staðið:
Börðin opnast, funinn flæðir,
flýtur eimsins glóð.
Jörðin vopnast, bruninn blæðir,
brýtur heimsins slóð.
Þetta hagorða fólk fær mínar bestu þakkir
fyrir myndrænar og vel gerðar vísur.
RIA.
Á myndinni er tákn fyrir forliði framan
við síðlínurnar. Línurnar á undan enda ekki
á tákninu ◌ fyrir þögn, forliðurinn kemur í
hennar stað.
Í hinni gerðinni eru frumlínur óstýfðar.
Dæmi (rímformið hér er AaAa):
Hart skal ríða hjörinn blái
haus þinn á.
Hinir bíði samt og sjái
sennu þá. (S.B.)
— ⌣ — ⌣ — ⌣ — ⌣
— ⌣ — ⌣ ◌ ◌ ◌ ◌
— ⌣ — ⌣ — ⌣ — ⌣
— ⌣ — ⌣ ◌ ◌ ◌ ◌
Fimmtándi hátturinn heitir braghent. Vísa
undir þeim hætti kallast braghenda.
Lýsing: Þrjár línur, 1. lína er sex kveður
óstýfðar. Í rauninni eru þetta tvær línur, enda
ljóðstafir þrír, tveir stuðlar í fyrstu fjórum
kveðunum og annar þeirra í 3. kveðu og svo
höfuðstafur í 5. kveðu.
2. og 3. lína eru frumlína og síðlína og
stuðlast þannig, fjórar kveður óstýfðar. Þær
tvær ríma saman en fyrsta línan þarf ekki
að ríma við hinar (algengt rímform er OAA
eða AAA; oft er fyrsta línan tengd við hinar
með sniðrími. Það kallast baksneidd brag-
henda).
Dæmi (rímið hér er AAA):
Dvelur hún á dularfullum draumaslóðum,
vekur bros á vörum rjóðum
vornóttin með kynjahljóðum. (S.P.)
— ⌣ — ⌣ — ⌣ — ⌣ — ⌣ — ⌣
— ⌣ — ⌣ — ⌣ — ⌣
— ⌣ — ⌣ — ⌣ — ⌣
Sextándi bragarhátturinn heitir valhent.
Vísa undir þeim hætti kallast valhenda.
Lýsing: Þrjár línur, 1. lína er sex kveður
og sú síðasta stýfð. 2. og 3. lína eru frumlína
og síðlína og stuðlast þannig, þær eru fjórar
kveður og sú síðasta stýfð. Þær tvær ríma
saman en fyrsta línan þarf ekki að ríma við
hinar (algengt rímform er oaa, má vera aaa
eða baksneiðing, sbr. braghenduna hér að
framan). Valhenda er eins og braghenda
nema þar enda allar línur á stýfðum lið.
Dæmi (þessi valhenda er baksneidd, sjá
um braghendu):
Hlaupagikkur hleypur urð og hleypur veg,
hlaupagikkur hljóp á sig,
hlaupagikkur missti stig. (Þ.E.)
— ⌣ — ⌣ — ⌣ — ⌣ — ⌣ — ◌
— ⌣ — ⌣ — ⌣ — ◌
— ⌣ — ⌣ — ⌣ — ◌
Framhald verður í næsta blaði.
RIA.