Stuðlaberg - 01.11.2021, Side 29

Stuðlaberg - 01.11.2021, Side 29
STUÐLABERG 2/2021 29 og setti lausnirnar fram í vísnaformi. Í þriðja heftinu er þessi gáta Sveins: Þessi er í æðum þér. Annatími bóndans mestur. Hljóma fagra um húsið ber. Háski þinni buddu verstur. Svarið er sláttur og lausn Hjartar er þannig: Allir þekkja æðaslátt, einnig túna og hljómaslátt. Ef að varð af aurum fátt auðvitað menn reyndu slátt. Við endum á nokkrum lausavísum Hjartar: Megi heilög hamingjan holl mér vera í ferðum því það er ýmist of eða van í öllum mínum gerðum. Verður sálin slöpp og sljó slíkt ég nærri hata þetta mjóa mundangshóf að mega til að rata. Vísur fæðast vegum á, vísna glæðist þráin, vísur læðast líka oss frá í ljóða- og kvæðasjáinn. Margoft sjá vér megum það marga þjáir vetur, víst þó ávallt vitum að von ei dáið getur. Ársrit Önfirðingafélagsins í Reykjavík 2005–2006 er helgað minningu Hjartar í tilefni þess að hundrað ár voru þá liðin frá fæðingu hans. Þar má lesa mörg af ljóðum hans og lausavísum en ljóð Hjartar hafa ekki komið út á bók. Hjörtur var skáld hins rúmhelga dags, orti mest um líðandi stund. Hann gat vel fangað hin dýpri rök tilverunnar ef svo bar undir en hann var líka afar fundvís á skemmtilegu hliðarnar og mest af því sem hann setti saman var ort í þeim tilgangi að gleðja samborgarana. Slík ljóð eru mikilvægur hluti af menningararf- inum, ekki síður en ýmislegt annað. RIA. Órói Dagurinn fellur sem dropinn í hafið, eilífðar augnablik gleymt og grafið, þeir koma og fara kyrrir og hljóðir, sumir leiðir og sumir góðir. Eitthvað ég þrái og einhvers ég sakna, draumar fæðast en deyja er ég vakna. Ég veit að sagt er að sigur hálfur sé að vita sinn vilja sjálfur. En ei ég veit hvers ég óska vildi, ef rætast óskin mín einhver skyldi. Í draumum ég vaki í vöku mig dreymir, en draumana alla eilífðin geymir. Ég safna við götuna gleðinnar brotum, þó ef til vill verði þau aldrei að notum. Og brotum er þannig eitt sinn varið, þau skera stundum ef skakkt er að farið. Ég leik mér þó að þeim og stytti mér stundir, þau veita mér tæpast ólífis undir. Er nóttin mig felur í faðmi sínum þá byggi ég hallir úr brotunum mínum. Hj. Hj. Hjörtur Hjálmarsson

x

Stuðlaberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.