Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.09.2023, Page 7

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.09.2023, Page 7
Framkvæmdafréttir nr. 726 4. tbl. 31. árg. 7 Umferð á vegkaflanum Umferð um þennan vegkafla hefur aukist árlega um 11%, að meðaltali, frá upphafi mælinga. Árið 2022 var ÁDU (meðalumferð á dag, alla daga ársins) 1.152 bílar á sólarhring og 1.828 bílar yfir sumartímann. Spá fyrir ÁDU fyrir árið 2023 er 1.410 bílar á sólarhring, en 2.190 bílar á sólarhring yfir sumartímann (SDU). Til samanburðar má nefna að um aldamótin síðustu voru sambærilegar tölur 202 og 410 bílar á sólarhring. Umferðaröryggi Helsta markmið framkvæmdanna var að fækka einbreiðum brúm og auka þannig umferðaröryggi. Brúin yfir Núpsvötn var í lok árs 2022 sú brú þar sem flest slys hafa orðið við einbreiða brú á Hringvegi. Á árunum 2000 til 2022 urðu fjögur slys á brúnni yfir Hverfisfljót. Á sama tímabili voru slysin á brúnni yfir Núpsvötn 20, þar af eitt banaslys árið 2018 þegar bíll steyptist yfir vegrið brúarinnar með þeim afleiðingum að þrír létu lífið. ↑ Nýja brúin yfir Hverfisfljót. ↑ Innviðaráðherra og forstjóri Vegagerðarinnar með Amadeus Lotar sem spilaði á sekkjapípu við opnun brúarinnar yfir Núpsvötn.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.