Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.09.2023, Síða 9

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.09.2023, Síða 9
Framkvæmdafréttir nr. 726 4. tbl. 31. árg. 9 Fékk nasaþef af gamla tímanum Hrefna er fædd og uppalin á Svínafelli í Öræfum. Hún hefur búið bróðurpart ævinnar á Höfn í Hornafirði þar sem hún býr í dag. Hún hefur gegnt ýmsum störfum í gegnum árin, var til að mynda að vinna við afgreiðslu í Jökulsárlóni og síðar Skaftafelli. „Ég byrjaði eiginlega að elda mat 17 ára gömul árið 1973 þegar verið var að byggja þjónustumiðstöðina í Skaftafelli,“ rifjar Hrefna upp og eins og gengur þurfti hún að þróa sig í því verkefni. „Ég hitti einn samstarfsfélaga frá þessum tímum mörgum árum seinna og hann sagði að það hefðu nú verið óþarflega oft bjúgu í matinn,“ segir hún og hlær. Hrefna byrjaði í starfi sínu hjá Vegagerðinni árið 2006 en það var þó ekki í fyrsta sinn sem hún vann fyrir stofnunina. „Á áttunda áratugnum var vegavinnuflokkur að vinna að vegagerð í Öræfunum. Flokkurinn var skipaður körlum úr sveitinni og vegaverkstjórinn, sem var frá Svínafelli, hafði samband við mig og bað mig að elda ofan í þá,“ segir Hrefna en aðstæður vinnuflokkanna þá voru dálítið frábrugðnir því sem er í dag. „Það er mjög gaman að hafa kynnst þessum tíma. Þá var maður ekki með margar græjur, bara Solo eldavél. Stundum fraus vatnið og maður lenti í allskonar veseni. Þetta var samt bráðskemmtilegt, maður þurfti að hafa dálítið fyrir hlutunum,“ segir Hrefna, sem var í þessu starfi nokkur sumur. Hún rifjar upp að hún hafi ekki alltaf verið vinsæl. „Einu sinni bakaði ég pönnukökur í nesti fyrir þá og setti í það gallsúrt skyr. Þá fóru þeir nú ekki með Faðirvorið til mín,“ segir hún og hlær dátt. „En þeir hlógu mikið að þessu eftir á.“ Allt til alls í vinnubúðunum Hrefna vann sem skólaliði í Grunnskólanum á Höfn árið 2006 þegar starfsmaður Vegagerðarinnar, sem ættaður var úr Öræfunum, hringdi í hana til að spyrja hvort hún hefði áhuga á að gerast ráðskona hjá brúarvinnuflokknum í Vík. „Þar sem ég var ekki að vinna á sumrin kom sér þetta ágætlega fyrir mig og ég sló til. Þeir hafa ekki losnað við mig síðan.“ Hrefnu leist strax vel á starfið. „Flokkurinn var að mála brúna yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi þegar ég byrjaði. Aðstaðan sem ég kom í þá var allt önnur og betri en sú sem ég hafði upplifað áður. Þarna voru öll tæki og tól til staðar.“ Vinnubúðir brúarvinnuflokksins eru misstórar eftir verkefnum og staðsetningu. „Þegar engin önnur aðstaða er í boði eru allar vinnubúðirnar fluttar á staðinn. Það eru fimm gámar með herbergjum, en tvö herbergi eru í hverjum gámi. Forstofa, skrifstofa, setustofa, borðsalur og eldhús. Svo er einn klósettgámur með sturtu og tveimur salernum,“ lýsir Hrefna. Þegar blaðamaður Framkvæmdafrétta hitti á hana er flokkurinn staðsettur í Borgarnesi og því ekki þörf á að flytja herbergjagámana með í það skiptið. „Það er heilmikið og dýrt fyrirtæki að flytja þessa gáma á milli staða. Við erum mikið að flakka á milli staða og því er reynt eins og hægt er að fá inni í annars konar húsnæði,“ segir Hrefna en stundum er flokkurinn í félagsheimilum, skólum eða annarsstaðar. ↑ Dýrindis jólahlaðborð sem Hrefna kokkaði upp síðustu jól. ← Hrefna tekur á móti blaðamanni í fagurgrænum gámi brúarvinnuflokksins.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.