Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.09.2023, Page 16

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.09.2023, Page 16
16 Framkvæmdafréttir nr. 726 4. tbl. 31. árg. ↑ Franz Sigurjónsson varði verkefnið Samanburður á tengingu staðsteypts og forsteypts stoðveggjar við staðsteypta undirstöðu. Verkefnið fjallar um hönnun á nýrri gerð landstöpla í brúargerð þar sem notaðar eru forsteyptar stöpulveggeiningar með staðsteyptri undirstöðu. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að stytta framkvæmdatíma á verkstað. Helstu kostir nýju hönnunarinnar er einföld samsetning og tímasparnaður. Fyrirhuguð byggingarröð er eftirfarandi: Veggeiningar eru forsteyptar, yfirborð veggeininga sem stingast niður í undirstöðu er gert hrjúft. Neðri járnagrind undirstöðu er svo bundin. Veggeiningar eru hífðar á sinn stað og stilltar af. Járn í efri grind undirstöðu eru þrædd í gegnum rifluð göt í veggeiningum og hún því næst staðsteypt. Með nýju tengingunni er hægt að byggja landstöpul á jafnlöngum tíma og það tekur að byggja undirstöðu í hefðbundinni staðsteyptri útfærslu. Tengingin er sýnd á mynd 1. Í hefðbundinni framkvæmd er fyrst slegið upp fyrir undirstöðu, járnabundið og undirstaðan steypt með útstandandi tengijárnum fyrir stöpulvegg. Rannsóknir í brúarverkfræði Síðastliðið vor fóru fram þrjár meistaravarnir við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands sem voru styrktar af Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar. Smíðuð voru tvö sköluð prófstykki og prófuð á tilraunagólfi Umhverfis- og byggingarverkfræðideildar Háskóla Íslands VR-III. Uppstilling tilrauna er sýnd á mynd 2. Fyrra stykkið var staðsteypt útfærsla en það síðara notaðist við nýju tenginguna. Keyrt var færslustýrt álagspróf á bæði stykkin og þau borin saman. Álagspróf á nýju tenginguna voru kláruð 2022. Meginniðurstaðan er að nýja tengingin er sambærileg varðandi styrk og hefðbundin tenging í staðsteyptum landstöpli. Nýja tengingin var þróuð í samstarfi við Vegagerðina, BM Vallá og Vistu verkfræðistofu. Leiðbeinendur í verkefninu voru dr. Ólafur Sveinn Haraldsson, forstöðumaður rannsóknadeildar Vegagerðarinnar, og dr. Bjarni Bessason, prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ. Prófdómari var Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Vegagerðinni. ↗ Mynd 1. Ný tenging milli forsteypts stöpulveggjar og staðsteyptrar undirstöðu. → Mynd 2. Uppstilling tilrauna í tilraunastofu Umhverfis- og byggingarverkfræðideildar í VR-III. → Þorkell Jón Tryggvason, Stefán Grímur Sigurðsson og Franz Sigurjónsson.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.