Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 23.10.2023, Page 4

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 23.10.2023, Page 4
4 Framkvæmdafréttir nr. 727 5. tbl. 31. árg. Nýja bryggjan er nánast í upprunalegri mynd og byggð úr svokölluðum Greenheart harðviði, sem fenginn er úr sjálfbærri skógrækt frá Gvæjana í Suður-Ameríku. Angróbryggjan er þannig fyrsta timburbryggjan á Íslandi sem er í heild unnin úr timbri sem fengið er úr sjálfbærri skógrækt og þannig með minna kolefnisfótspor en annars. Angróbryggjan er þannig fyrsta timburbryggjan á Íslandi sem er í heild unnin úr timbri sem fengið er úr sjálfbærri skógrækt og þannig með minna kolefnisfótspor en annars. „Það var mjög gott að vinna með þetta timbur, það var svipað og annar harðviður en þó aðeins mýkra. Mjög gott efni,“ lýsir Guðmundur. Guðmundur segir smíðina hafa gengið vel þegar til þess viðraði. „Við byrjuðum í september í fyrra en um haustið gerði mikla rigningu og við urðum frá að hverfa. Svo byrjuðum við aftur í lok febrúar og náðum hálfum mánuði. Þá var farið að snjóa mikið og snjóflóð féll þannig að allt var á kafi. En þegar við gátum unnið þá gekk allt mjög vel og við vorum þokkalega innan tímarammans þótt einhverjar tafir hafi orðið vegna veðurs,“ segir Guðmundur. Guðmundur var þó ekki einn við smíðina. „Þegar við smíðum svona bryggju þurfum við að vera fjórir til fimm auk tækjamanna þegar þannig ber undir. Þetta er töluverð krana- og lyftaravinna enda efnið þungt í hönd.“ Guðmundur segir annars um hefðbundna bryggjusmíði að ræða og ekkert sérstakt hafi komið uppá. „Reyndar hef ég ekki áður séð gúmmífendera eins og eru notaðir á nýju bryggjuna. Þetta eru gúmmíhólkar sem eru lóðréttir og boltaðir framan á bryggjuna og því ekki þörf á dekkjum eins og víða eru notuð.“ ↑ Guðmundur Guðlaugsson bryggjusmiður til vinstri með Rúnari Gunnarssyni yfirhafnarverði á Seyðisfirði sem var að vonum ánægður með nýju bryggjuna. ↓ Smíði nýju bryggjunnar lauk í júlí 2023.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.