Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 23.10.2023, Side 8

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 23.10.2023, Side 8
8 Framkvæmdafréttir nr. 727 5. tbl. 31. árg. Nýir rafgeymar í Málmeyjarvita Vegagerðin fékk aðstoð frá Landhelgisgæslunni í sumar við að hífa tíu rafgeyma, samtals 270 kíló, í Málmey á Skagafirði. Árlega fara rafvirkjar Vegagerðarinnar í sjóferð, hringinn í kringum landið, með varðskipi Landhelgisgæslunnar og huga að viðhaldi og eftirliti á þeim vitum, sjómerkjum og ljósduflum sem aðeins má komast að sjóleiðina. „Við fórum í þessa ferð í maí á þessu ári. Þegar við komum í Málmeyjarvita uppgötvaðist að allir rafgeymarnir í vitanum voru ónýtir. Á þeim tímapunkti vorum við búnir að nota alla rafgeyma sem við höfðum lagt af stað með og því vandi á höndum,“ segir Guðmundur Jón Björgvinsson rafvirki sem farið hefur ófáar vitaeftirlitsferðir síðustu árin. „Þegar heim var komið fórum við í það að reyna að útvega fleiri rafgeyma sem gekk framar vonum. Síðan höfðum við samband við Landhelgisgæsluna til að fá aðstoð við að koma þeim út í eyjuna og ná í gömlu rafgeymana,“ lýsir Guðmundur en rafgeymarnir voru tíu, samtals 270 kíló að þyngd. Varðskipið Freyja var fengið til verksins ásamt þyrlunni TF-EIR. ↑ Málmeyjarviti.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.