Dagfari - 01.03.2024, Page 4
Austurvöllur
30. mars 1949
Mótmælin við Alþingishúsið daginn sem aðild Íslands að Nató var
samþykkt, er líklega dramatískustu atburðir í stjórnmálasögu
tuttugustu aldar. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík hafði
boðað til mótmælafundar þar sem þess var krafist að Nató-aðild
yrði borin undir þjóðaratkvæði. Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna
brugðust við þessu með
því skringilega
útspili að hvetja
almenna borgara til að
mæta á Austurvöll, eins
og til að mynda eitthvað
mótvægi við hin
skipulögðu
mótmæli. Á sama tíma
hafði svokallað
varalið lögreglunnar,
sem að miklu leyti var
skipað félögum í Heimdalli, verið útbúið með hjálmum og
bareflum og komið fyrir í þinghúsinu. Síðar kom í ljós að
aðstandendur mótmælafundarins máttu sæta símahlerunum í
aðdraganda hans.
Þrátt fyrir fjölda vitna og kvikmyda-
upptökur, hefur alla tíð verið deilt
um atburðarásina á Austurveli. Blöð
ríkisstjórnarflokkanna staðhæfðu
að mótmælendur hefðu ráðist á
þinghúsið og lögregla og varalið
hrundið þeirri árás. Herstöðvaand-
stæðingar hafa alla tíð hafnað þeirri
túlkun og bent á myndir máli sínu
til stuðnings. Að þeirra mati var það
varaliðið sem hóf tilefnislitla árás á
friðsama mótmælendur og sundraði
hópi þeirra með ofbeldi, áður
en lögreglulið fylgdi á eftir með
táragas.
Dómsvaldinu var blygðunarlaust
misbeitt í pólitískum tilgangi í
kjölfar málsins. Tuttugu manns
fengu dóma vegna mótmælanna þar
sem þeim var gefið að sök að hafa
ráðist gegn Alþingi. Sumir fangelsis-
dómanna voru skilorðsbbundnir en
aðrir ekki og hluti hópsins mátti
þola missi borgaralegra réttinda, s.s.
kosningaréttar og kjörgengis.