Dagfari - 01.03.2024, Page 9
Hlutlausum
þjóðum
fækkar
Á dögunum var síðustu
hindrunum rutt úr vegi fyrir
inngöngu Svíþjóðar í Nató.
Öll
Norðurlöndin
fimm eru þá
orðin aðilar
að hernaðar-
bandalaginu
og gleður
það mjög
stríðshauka
sem vilja nú
fara að ræða
hernaðarmál á
vettvangi Norðurlandaráðs.
Með Nató-inngöngunni hverfa Svíar
með einu pennastriki frá tveggja
alda hlutleysisstefnu sinni en áður
höfðu Finnar gengið til liðs við
bandalagið. Þetta eru slæmar fréttir
fyrir friðarsinna. Aukin umsvif og
styrkur hernaðarbandalaga ýtir
undir vígvæðingu og eykur líkur
á hernaði.
Eftirtektarvert er hvað þessi grund-
vallarstefnubreyting var keyrð í gegn
með miklum flýti og án lýðræðis-
legrar umræðu. Yfirmenn sænska
hersins hafa reyndar leynt og ljóst
unnið að því á liðnum árum að gera
Svía að óformlegum aukaaðilum að
Nató, m.a. með því að gera
landið að vettvangi víðtækra
heræfinga og þá einkum herþotu-
flugs. Afstaða almennings til
Nató-aðildar hefur verið margoft
verið mæld í skoðanakönnunum í
Svíþjóð þar sem meirihlutinn hefur
nær alltaf verið andvígur – stundum
svo miklu munar.
Í umrótinu í kjölfar
innrásar Rússlands í Úkraínu
varð skyndileg afstöðubreyting og
var sá gluggi notaður til að
knýja málið áfram með
lágmarksumræðu. Nú þegar hefur
fylgisaukningin við Nató gengið að
miklu leyti til baka og meirihluti Svía
telur að landið hafi gengið of langt í
pólitískum hrossakaupum við
yfirvöld í bæði Tyrklandi og
Ungverjalandi til að fá aðildina
samþykkta.
Sænska ríkisstjórnin tók ekki í mál
að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu
um málið og er hætt við
að sú ákvörðun muni draga dilk á
eftir sér í sænskri þjóðfélags-
umræðu þegar fram í sækir, eins og
okkur Íslendingum ætti að vera vel
kunnugt. Á sama tíma berast fregnir
af því að sænska íhaldsstjórnin
gangi hart fram í að skera niður
framlög til friðarhreyfinga í landinu
til að þagga niður í öllu andófi.
Ljósmyndari: Eiður Bergmann