Dagfari - 01.03.2024, Page 17

Dagfari - 01.03.2024, Page 17
Hefur eimt af þessu allar götur síðan og er það ekki fyrr en nú að raddir eru að byrja að heyrast sem láta ekki kveða sig í kútinn þrátt fyrir vaxandi viðleitni til að gera einmitt það á nýjan leik. Gagnrýnendur heimsvaldastefnu Bandaríkjanna eiga ekki alltaf auðvelt en þar er að finnaþað fólk sem ég tel helst virðingarvert og horfi ég ekki síst nú þessa dagana til gyðinga sem gagnrýna zíonismann og ísraelsk stjórnvöld vegna ódæðisverkanna á Gaza. Þá eiga þeir Bandaríkjamenn lof skilið sem gagnrýna hergagnaiðnaðinn fyrir að kynda undir ótta fólks svo auðvelda megi aukna vígvæðingu í heiminum. En á þeim tíma sem martröð Máritaníumannsins Mohamedous var að hefjast, í upphafi aldarinnar, bar allt að sama brunni. Nú þurfti að sanna að sömu öfl og Bandaríkin höfðu áður stutt í Afganistan, væru ábyrg fyrir öllu illu, Al Qaeda hefðu fengið athvarf hjá Talibönum í Afganistan sem þannig hefði sýnt sig að vera árásarríki sem réttmætt væri að ráðast á. Mohamedou var sem áður segir gefið að sök að hafa tekið þátt í að safna liði fyrir Al Qaeda og skipuleggja hryðjuverk. Allt þetta var rangt og upplogið. Hins vegar hafði hann sem kornungur maður um tvítugt haldið til Afganistan til að taka þátt í baráttu þar. Aftur var hann sömu erinda í Afganistan tveimur árum síðar, þá tuttugu og tveggja ára, en sagði sig eftir það frá öllum samskiptum við pólitísk öfl í Afganistan. Ábatasamar lygar Ég hef hitt fleiri fanga frá Guantanamó sem höfðu hafnað þar eftir að þeir höfðu í orðsins fyllstu merkingu verið seldir í hendur Bandaríkjamanna. Bandaríkjamenn buðu nefnilega álitlegar peningaupp- hæðir fyrir að segja til hryðjuverka- manna. Létu þá margir freistast til að ná sér í slíkt mútufé eða húsnæði viðkomandi ef því var að skipta. Guantanamó er ekki einu “mannréttindalausu” fangabúðirnar utan lögsögu Bandaríkjanna. Slíkar búðir hafa verið víðar og oft vísað til þeirra sem svarthola, blackholes. Þegar Mohamedou var látinn laus haustið 2016 hafði hann verið í einangrunarfangelsi þriðjung ævi sinnar, í fimmtán ár. Helminginn af þeim tíma mátti hann þola grófar misþyrmingar, andlegar og líkamlegar, þróaða yfirheyrslutækni bandaríska hersins, til þess að fá hann til að játa á sig upplognar sakir. Aldrei voru glæpir eða misferli sönnuð á Mohamedou, honum var því aldrei birt ákæra, þaðan af síður hlaut hann dóm. Hann var sendur til heimalands síns, og skipað að halda sér þar næstu árin, en er nú um sinn í Hollandi og er hann á góðri leið að verða heimsþekktur rithöfundur.

x

Dagfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.