Dagfari - 01.03.2024, Blaðsíða 18

Dagfari - 01.03.2024, Blaðsíða 18
Hafnar hatrinu Í Íslandsheimsókn Mohamedous kom fram hve aðdáunarlega honum hefur tekist að sigrast á hatri og óvild í garð kúgara sinna. Hann hefur sagt að losni menn ekki undan slíkumhugrenningum sé þeim voði búinn. Með velvildinni megi hins vegar græða sár, eigin sár og annarra. Það þýði hins vegar ekki að okkur beri ekki að beita okkur gegn rangæti og ofbeldi, þvert á móti beri okkur að sjálfsögðu að gera það en ekki með hatursfullum hætti. Íslendingar eru ekki saklausir í þessum efnum. Þögn stjórnvalda fyrr og nú er ærandi. Guantanamó fangabúðirnar eru enn starfræktar, þar viðgangast enn pyntingar af hálfu ríkis sem þykist vera málsvari mannréttinda og frelsis. Svo er hins vegar ekki og það á að segja hátt og skýrt auk þess að Íslendingar eiga að segja sig frá allri samvinnu við þetta ríki á þeim sviðum sem tengjast hernaðarofbeldi og mannréttindabrotum. Á íslensku hefur þetta stundum verið orðað áður og þá með þessum hætti: Ísland úr NATÓ herinn burt! Ögmundur Jónasson dr. Deepa Govindarajan Driver

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.